Erlent

Svangur svart­björn stal sæta­brauði

Máni Snær Þorláksson skrifar
Hér má sjá er björninn gæðir sér á bollakökunum.
Hér má sjá er björninn gæðir sér á bollakökunum. Skjáskot

Svangur svartbjörn braust inn í bílskúr bakarís í bænum Avon í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum fyrir helgi. Hann hræddi starfsfólk bakarísins sem náði þó að hrekja hann í burtu án þess að neinn slasaðist. Björninn hafði þó á brott með sér nóg af bollakökum sem hann át á bílastæðinu.

Miriam Stephens, eigandi bakarísins sem um ræðir, segir að björninn hafi borðað um sextíu bollakökur áður en hann yfirgaf svæðið. Hún segir að fyrir það hafi hún öskrað á björninn til að hræða hann í burtu, það hafi virkað en björninn komið aftur.

Þá segir hún að björninn hafi tekið á rás í átt að henni svo hún fór úr bílskúrnum og hljóp í burtu. Á myndbandi úr öryggismyndavél, sem ABC birtir, má sjá hvernig starfsfólk bakarísins reynir að hræða björninn í burtu og hlaupa svo sjálf frá honum sökum hræðslu.

Í myndbandinu sést einnig hvernig björninn dregur kassa af bollakökum út á bílastæðið. Að lokum tókst einum bakaranum að koma birninum alveg í burtu með því að flauta á hann í bílnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×