Sport

Dag­skráin í dag: Besta deildin og úr­slitin ráðast í Evrópu­deildinni

Aron Guðmundsson skrifar
KR fagna marki Atla Sigurjónssonar gegn Fram fyrr á tímabilinu
KR fagna marki Atla Sigurjónssonar gegn Fram fyrr á tímabilinu Vísir / Anton Brink

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Besta deild karla heldur áfram með áhugaverðum leikjum og þá munu úrslitin ráðast í Evrópudeildinni í handbolta. 

Stöð 2 Sport 

Besta deild karla heldur áfram að rúlla og klukkan 16:50 hefst bein útsending frá leik Fylkis og ÍBV. Strax á eftir þeim leik verður skipt yfir á Meistaravelli þar sem að KR tekur á móti Stjörnunni. 

Klukkan 21:20 hefst þátturinn Bestu tilþrifin þar sem farið verður yfir allt það markverðasta úr leikjum Bestu deildar karla. 

Stöð 2 Sport 2 

Úrslitin ráðast í Evrópudeildinni í handbolta en leikið verður í Flens-Arena í Flensburg í Þýskalandi. Bein útsending frá leiknum um þriðja sæti mótsins hefst klukkan 13:20 en í þeim leik eigast við Montpellier frá Frakklandi og Göppingen frá Þýskalandi. 

Það er síðan klukkan 15:50 sem bein útsending frá úrslitaleiknum sjálfum hefst en þar mætast Granollers frá Spáni og þýska stórliðið Fusche Berlin.  

Klukkan 18:35 hefst síðan bein útsending frá stórleik Juventus og AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni en liðin há harða baráttu um Evrópusæti í deildinni þessa dagana. 

Stöð 2 Sport 3

Á Stöð 2 Sport 3 á ítalska úrvalsdeildin sviðið og klukkan 10:20 hefst bein útsending frá leik Hellas Verona og Empoli. Strax að þeim leik loknum verður skipt yfir til Bologna þar sem að heimamenn taka á móti meisturunum í Napólí. 

Klukkan 15:50 hefst svo leikur Lazio og Cremonese. Lazio getur með sigri lyft sér upp í 2. sæti deildarinnar. 

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 10:20 hefst bein útsending frá spænska körfuboltanum þar sem að Real Madrid tekur á móti Gran Canaria. 

LGPA mótaröðin í golfi á síðan í kjölfarið sviðið en bein útsending frá Bank of Hope Match Play mótinu hefst klukkan 17:30 og seinna um kvöldið klukkan 22:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×