Trúleysi er kostulegt Kristinn Theodórsson skrifar 28. maí 2023 15:00 Eitt sinn var nokkuð vinsælt blogg sem hét „Trúarbrögð eru kostuleg“. Þar bloggaði einhver hrokafullur guðleysingi nánast daglega um hvað trúarbrögð séu vitlaus. Það var ég. Ég var þessi önugi tómhyggjumaður. Við næstum hverja færslu spunnust miklar umræður milli trúaðra og trúlausra um hinar ýmsu hugmyndir. Það urðu töluvert heimspekilegar bollaleggingar og það varð til þess að ég skráði mig hreinlega í nám við heimspekideild Háskóla Íslands. Í tilefni þess að ég útskrifast loksins úr því námi núna í júní ákvað ég að líta aðeins yfir farinn veg. Meintar rökræður um trúarbrögð eru sjaldnast sérlega vitræn glíma. Það kemur meðal annars til af því að það sem trúað fólk meinar með trúarlega tungutakinu er mjög óhlutbundið, á meðan trúleysingjar eru gjarnan með hælana grafna niður í 20. aldar pósitívisma og vilja því ekki kannast við að orð hafi merkingu nema þau vísi beint eða óbeint til einhvers veraldlegs, sem helst þurfi að vera hægt að mæla og prófa. Fólk talar því gjarnan í kross, verður æst og pirrað og umræðan verður um ekki neitt. Þó ekki alltaf. Það kom fyrir að einhver sagði eitthvað sem hreyfði við mér og það skemmtilega við það er að stundum dúkka þau augnablik upp í hausnum á mér þegar ég er að lesa og hugsa. Heilinn er búinn að vera að melta þessar samræður í mörg ár og stundum man ég heilu samtölin úr athugasemdakerfinu og skil allt í einu eitthvað sem sagt var við mig, sem ég skildi ekki á þeim tíma. Heilinn og hugsunin eru dálítið lokað kerfi að því leytinu til að maður skilur ekki að maður skilji ekki. Maður skilur það ekki fyrr en eftir á. Ég gerði mér ekki vel grein fyrir hve rótgróin hugsun mín var. Mér fannst ég nokkuð fordómalaus og tilbúinn að rökræða hvað sem er. Þess vegna hlyti hugur minn að vera mjög opinn. En hann var það ekkert. Hann var bara opinn fyrir hugmyndum sem féllu að heimsmynd minni og ég gerði mér alls ekki grein fyrir hve skilyrt sú mynd var. Veraldleg vísindaleg efnishyggja er alveg sálarlaus heimsmynd. Bæði bókstaflega og sem dómur um yfirbragð. Heimsmynd efnishyggna trúleysingjans er einfaldlega hundleiðinleg. En hún er vissulega mjög sönn. Eftir því sem við best vitum er hin vísindalega aðferð fullkomnasta þekkingarfræðin sem til er. Um það er sáralítið deilt. Eðlisfræðin virkar og Stephen Hawking taldi að heimspekin væri dauð - það sé ekki lengur hennar hlutverk að leita nýrrar þekkingar. Það má deila um það, en það má síður deila um að það er hlutverk heimspekinnar að velta fyrir sér túlkunum á gögnunum. Og það eru til svo margar skemmtilegar túlkanir! Hvernig getur maður hugsað sér að hanga í þurri efnishyggju? Það er ráðgáta. Ég kann eitt sinn að hafa prófað að taka ákveðið hugvíkkandi efni. Það kann að hafa verið alveg ótrúleg upplifun og það má vera að ég hafi bókstaflega upplifað nirvana. Tíminn stóð í stað og tilveran varð að einum óendanlega smáum punkti. Vitundin var fullkomlega slök. Það liðu milljón ár. Eða ein sekúnda. Það er merkingarlaust. Ég var heimurinn. Heimurinn var ég. Ég var og var ekki. Svo steig ég aftur inn í tilveruna og fann tár leka niður kinnar mínar. Þetta var alveg stórfenglegt. Mjög gaman. Tilveran er æðisgengið apparat. Það rann þá upp fyrir mér að trúarlega tungutakið er táknmyndakerfi fyrir óræða hluti. Tungutak vísindanna, eins og öll tungumál, er mjög skilyrt og takmarkað. Það getur ekki lýst heiminum, nema út frá mjög þröngu sviði af gefnum forsendum. Vitundin sem ég er og vitundin sem við erum hefur þörf fyrir allskyns hugtök um allskyns upplifanir. Þau hugtök eru tilraunir til að lýsa einhverju sem við höfum ekki skilning á, við bara upplifum það eða skynjum það. Svoleiðis trúarlegar upplifanir leit bandaríski pragmatistinn William James á sem beinar skynjanir, sem hann taldi hafa merkingu, þótt þær séu óræðar. Til að ræða eitthvað órætt verður maður bara að reyna, þótt maður hafi ekki til þess tilbúið menningarlega samþykkt tungumál. Þess vegna verða til allskyns hugmyndir um vilja alheimsins, það sé guð og þetta allt sem dúkkar ekki aðeins upp í trúarbrögðum heldur líka í fyrirbærafræði og allskyns tilraunum til að hugsa djúpt um eðli sjálfrar verundarinnar. Búddistinn Alan Watts fór einna næst því að fjalla um heiminn þannig að mér líki í dag. Hann leit á öll trúarbrögð og heimspeki og sálfræði og fleira sem nálganir við sama veruleika. Sem er auðvitað augljóst, þótt það sé það samt ekki. Við erum öll að reyna að tala um veruleikann og kannski hefur ekkert okkar alveg rangt fyrir sér. Það er bara spurning um skilning og túlkun. Einhyggja Watts felst í því að alheimurinn sé einn þáttur. Ein vitund að skoða sjálfa sig. Hinn hinduiski Brahma að dreyma. Við erum öll Brahma. Brahma er við. Vitaskuld hljómar þetta asnalega, en það er bara af því að við erum svo skilyrt í hugsun um trúarlegar hugmyndir að við eigum erfitt með að sjá guð ekki sem karl með skegg í hásæti. Þessi Brahma, er það ekki bara Guð að dreyma? Er þetta ekki glatað bull? Nei, þetta er ekki glatað bull. Þetta er ævintýrakennd nálgun við að lýsa tilfinningu fyrir eðli tilverunnar. Austrænar hugmyndir um heiminn eru stórskemmtilegar og alls ekki í neinni mótsögn við vestræna vísindahyggju. Vísindahyggjan segir okkur bara svo lítið og er svo skilyrt og takmarkandi val á tungutaki og forsendum. Ef tilveran er í einhverjum skilningi draumur Brahma, hvernig eigum við þá að uppgötva það með mælingum á öreindum og annað? Við getum það ekki, því jafnvel þegar myndin brotnar niður og það kemur í ljós að mælandinn hefur áhrif á mælinguna, þá gefum við því enga merkingu. Því vísindalega tungutakið er ekki nógu opið fyrir svoleiðis. En það er heimspekin og hún er dásamleg. Trúleysi er samt ekkert kostulegt. Það var bara ögrandi titill. Ég tel að ég sé enn guðlaus trúleysingi. En ég skynja heiminn öðruvísi í dag. Mér finnst hann æðislega skemmtilegt fyrirbrigði og mér dettur ekki lengur í hug að takmarka umræðu um hann við tungutak vísindanna. Come on. Það er eins og að ræða kynlíf við vélmenni eða bera listasöguna undir einhverfan ungling sem finnst allt glatað sem hann skilur ekki. Það var gaman að blogga þetta á sínum tíma og rökræða við fjölda fólks um allskyns pælingar. Ég geri mér grein fyrir því í dag að allt þetta fólk sem lagði sig fram við að skiptast á skoðunum við mig var að gefa mér af tíma sínum og visku. Það er gaman þegar fólk nennir að reyna að hjálpa manni að skilja eitthvað sem manni finnst framandi. Það virkar nær aldrei, en stundum þó og það er gleðilegt fyrir mig hve margir lögðu mikið á sig við að víkka sjóndeildarhring minn. Nú má sem sagt segja að þetta blogg hafi borið ávöxt og að það sé þessi litla sæta BA gráða mín í heimspeki – með bókmenntafræði sem hliðargrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt sinn var nokkuð vinsælt blogg sem hét „Trúarbrögð eru kostuleg“. Þar bloggaði einhver hrokafullur guðleysingi nánast daglega um hvað trúarbrögð séu vitlaus. Það var ég. Ég var þessi önugi tómhyggjumaður. Við næstum hverja færslu spunnust miklar umræður milli trúaðra og trúlausra um hinar ýmsu hugmyndir. Það urðu töluvert heimspekilegar bollaleggingar og það varð til þess að ég skráði mig hreinlega í nám við heimspekideild Háskóla Íslands. Í tilefni þess að ég útskrifast loksins úr því námi núna í júní ákvað ég að líta aðeins yfir farinn veg. Meintar rökræður um trúarbrögð eru sjaldnast sérlega vitræn glíma. Það kemur meðal annars til af því að það sem trúað fólk meinar með trúarlega tungutakinu er mjög óhlutbundið, á meðan trúleysingjar eru gjarnan með hælana grafna niður í 20. aldar pósitívisma og vilja því ekki kannast við að orð hafi merkingu nema þau vísi beint eða óbeint til einhvers veraldlegs, sem helst þurfi að vera hægt að mæla og prófa. Fólk talar því gjarnan í kross, verður æst og pirrað og umræðan verður um ekki neitt. Þó ekki alltaf. Það kom fyrir að einhver sagði eitthvað sem hreyfði við mér og það skemmtilega við það er að stundum dúkka þau augnablik upp í hausnum á mér þegar ég er að lesa og hugsa. Heilinn er búinn að vera að melta þessar samræður í mörg ár og stundum man ég heilu samtölin úr athugasemdakerfinu og skil allt í einu eitthvað sem sagt var við mig, sem ég skildi ekki á þeim tíma. Heilinn og hugsunin eru dálítið lokað kerfi að því leytinu til að maður skilur ekki að maður skilji ekki. Maður skilur það ekki fyrr en eftir á. Ég gerði mér ekki vel grein fyrir hve rótgróin hugsun mín var. Mér fannst ég nokkuð fordómalaus og tilbúinn að rökræða hvað sem er. Þess vegna hlyti hugur minn að vera mjög opinn. En hann var það ekkert. Hann var bara opinn fyrir hugmyndum sem féllu að heimsmynd minni og ég gerði mér alls ekki grein fyrir hve skilyrt sú mynd var. Veraldleg vísindaleg efnishyggja er alveg sálarlaus heimsmynd. Bæði bókstaflega og sem dómur um yfirbragð. Heimsmynd efnishyggna trúleysingjans er einfaldlega hundleiðinleg. En hún er vissulega mjög sönn. Eftir því sem við best vitum er hin vísindalega aðferð fullkomnasta þekkingarfræðin sem til er. Um það er sáralítið deilt. Eðlisfræðin virkar og Stephen Hawking taldi að heimspekin væri dauð - það sé ekki lengur hennar hlutverk að leita nýrrar þekkingar. Það má deila um það, en það má síður deila um að það er hlutverk heimspekinnar að velta fyrir sér túlkunum á gögnunum. Og það eru til svo margar skemmtilegar túlkanir! Hvernig getur maður hugsað sér að hanga í þurri efnishyggju? Það er ráðgáta. Ég kann eitt sinn að hafa prófað að taka ákveðið hugvíkkandi efni. Það kann að hafa verið alveg ótrúleg upplifun og það má vera að ég hafi bókstaflega upplifað nirvana. Tíminn stóð í stað og tilveran varð að einum óendanlega smáum punkti. Vitundin var fullkomlega slök. Það liðu milljón ár. Eða ein sekúnda. Það er merkingarlaust. Ég var heimurinn. Heimurinn var ég. Ég var og var ekki. Svo steig ég aftur inn í tilveruna og fann tár leka niður kinnar mínar. Þetta var alveg stórfenglegt. Mjög gaman. Tilveran er æðisgengið apparat. Það rann þá upp fyrir mér að trúarlega tungutakið er táknmyndakerfi fyrir óræða hluti. Tungutak vísindanna, eins og öll tungumál, er mjög skilyrt og takmarkað. Það getur ekki lýst heiminum, nema út frá mjög þröngu sviði af gefnum forsendum. Vitundin sem ég er og vitundin sem við erum hefur þörf fyrir allskyns hugtök um allskyns upplifanir. Þau hugtök eru tilraunir til að lýsa einhverju sem við höfum ekki skilning á, við bara upplifum það eða skynjum það. Svoleiðis trúarlegar upplifanir leit bandaríski pragmatistinn William James á sem beinar skynjanir, sem hann taldi hafa merkingu, þótt þær séu óræðar. Til að ræða eitthvað órætt verður maður bara að reyna, þótt maður hafi ekki til þess tilbúið menningarlega samþykkt tungumál. Þess vegna verða til allskyns hugmyndir um vilja alheimsins, það sé guð og þetta allt sem dúkkar ekki aðeins upp í trúarbrögðum heldur líka í fyrirbærafræði og allskyns tilraunum til að hugsa djúpt um eðli sjálfrar verundarinnar. Búddistinn Alan Watts fór einna næst því að fjalla um heiminn þannig að mér líki í dag. Hann leit á öll trúarbrögð og heimspeki og sálfræði og fleira sem nálganir við sama veruleika. Sem er auðvitað augljóst, þótt það sé það samt ekki. Við erum öll að reyna að tala um veruleikann og kannski hefur ekkert okkar alveg rangt fyrir sér. Það er bara spurning um skilning og túlkun. Einhyggja Watts felst í því að alheimurinn sé einn þáttur. Ein vitund að skoða sjálfa sig. Hinn hinduiski Brahma að dreyma. Við erum öll Brahma. Brahma er við. Vitaskuld hljómar þetta asnalega, en það er bara af því að við erum svo skilyrt í hugsun um trúarlegar hugmyndir að við eigum erfitt með að sjá guð ekki sem karl með skegg í hásæti. Þessi Brahma, er það ekki bara Guð að dreyma? Er þetta ekki glatað bull? Nei, þetta er ekki glatað bull. Þetta er ævintýrakennd nálgun við að lýsa tilfinningu fyrir eðli tilverunnar. Austrænar hugmyndir um heiminn eru stórskemmtilegar og alls ekki í neinni mótsögn við vestræna vísindahyggju. Vísindahyggjan segir okkur bara svo lítið og er svo skilyrt og takmarkandi val á tungutaki og forsendum. Ef tilveran er í einhverjum skilningi draumur Brahma, hvernig eigum við þá að uppgötva það með mælingum á öreindum og annað? Við getum það ekki, því jafnvel þegar myndin brotnar niður og það kemur í ljós að mælandinn hefur áhrif á mælinguna, þá gefum við því enga merkingu. Því vísindalega tungutakið er ekki nógu opið fyrir svoleiðis. En það er heimspekin og hún er dásamleg. Trúleysi er samt ekkert kostulegt. Það var bara ögrandi titill. Ég tel að ég sé enn guðlaus trúleysingi. En ég skynja heiminn öðruvísi í dag. Mér finnst hann æðislega skemmtilegt fyrirbrigði og mér dettur ekki lengur í hug að takmarka umræðu um hann við tungutak vísindanna. Come on. Það er eins og að ræða kynlíf við vélmenni eða bera listasöguna undir einhverfan ungling sem finnst allt glatað sem hann skilur ekki. Það var gaman að blogga þetta á sínum tíma og rökræða við fjölda fólks um allskyns pælingar. Ég geri mér grein fyrir því í dag að allt þetta fólk sem lagði sig fram við að skiptast á skoðunum við mig var að gefa mér af tíma sínum og visku. Það er gaman þegar fólk nennir að reyna að hjálpa manni að skilja eitthvað sem manni finnst framandi. Það virkar nær aldrei, en stundum þó og það er gleðilegt fyrir mig hve margir lögðu mikið á sig við að víkka sjóndeildarhring minn. Nú má sem sagt segja að þetta blogg hafi borið ávöxt og að það sé þessi litla sæta BA gráða mín í heimspeki – með bókmenntafræði sem hliðargrein.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar