Þrjú hafa slegið Íslandsmet í ár sem voru sett áður en þau fæddust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 13:30 FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir hefur slegið Íslandsmetið í þrístökki bæði inn og úti í ár. FRÍ/Marta María FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir sló um helgina næstum því 26 ára gamalt Íslandsmet þegar hún var að keppa á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum sem fór fór fram í Kaupmannahöfn í Danmörku. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem íslenskt frjálsíþróttafólk slær Íslandsmet sem var sett áður en þau komu í heiminn. Irma setti metið sitt í þrístökki með því að stökkva 13,40 metra en gamla metið var upp á 13,18 metra. Irma var í miklu stuði og stökk alls þrisvar sinnum lengra en gamla metið. Lengsta stökkið hennar var í fimmtu umferð. Irma er að bæta sig mikið á þessu tímabili. Hún hafði mest stokkið 12,89 metra utanhúss sem var áttunda lengsta stökk sögunnar. Gamla Íslandsmetið var í eigu Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur og sett 28. júní 1997. Irma er fædd 4. febrúar 1998 og var því ekki fædd þegar gamla metið var sett. Irma bætti einnig Íslandsmetið í þrístökki innanhúss í vetur en fyrra metið átti hún sjálf síðan í desember. Það met er 13,36 metrar og því hefur engin íslensk kona stokkið lengra í þrístökki, innan eða utanhúss heldur en Irma í Kaupmannahöfn um helgina. En að hinum tveimur sem slógu Íslandsmet sem voru eldri en þau sjálf. Það gerðist á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilið hófst á því að FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti þrjátíu ára Íslandsmet Einars Þórs Einarssonar í 60 metra hlaupi karla. Kolbeinn bætti metið á fyrsta móti Nike mótaraðarinnar sem fór fram í Kaplakrika þann 12. janúar. Hann hljóp á tímanum 6,68 sekúndum en fyrra met Einars var 6,80 sekúndur. Einar setti gamla Íslandsmetið 6. febrúar 1993 en Kolbeinn Höður er fæddur 11. júlí 1995. Metið var því sett 29 mánuðum áður en Kolbeinn fæddist en hann hljóp alls fimm sinnum undir gamla metinu á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilinu lauk með líka með því að annað mjög gamalt Íslandsmet fékk en þá stórbætti ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mínútur en fyrra metið var 17,25,35 mínútur sem Fríða Rún Þórðardóttir setti 4. febrúar 1994. Andrea er fædd 8. febrúar 1999 en meira en fimm árum efir að Fríða sló metið. Fríða var hins vegar á 24 ára fyrir 29 árum alveg eins og Andrea í vetur. Frjálsar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem íslenskt frjálsíþróttafólk slær Íslandsmet sem var sett áður en þau komu í heiminn. Irma setti metið sitt í þrístökki með því að stökkva 13,40 metra en gamla metið var upp á 13,18 metra. Irma var í miklu stuði og stökk alls þrisvar sinnum lengra en gamla metið. Lengsta stökkið hennar var í fimmtu umferð. Irma er að bæta sig mikið á þessu tímabili. Hún hafði mest stokkið 12,89 metra utanhúss sem var áttunda lengsta stökk sögunnar. Gamla Íslandsmetið var í eigu Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur og sett 28. júní 1997. Irma er fædd 4. febrúar 1998 og var því ekki fædd þegar gamla metið var sett. Irma bætti einnig Íslandsmetið í þrístökki innanhúss í vetur en fyrra metið átti hún sjálf síðan í desember. Það met er 13,36 metrar og því hefur engin íslensk kona stokkið lengra í þrístökki, innan eða utanhúss heldur en Irma í Kaupmannahöfn um helgina. En að hinum tveimur sem slógu Íslandsmet sem voru eldri en þau sjálf. Það gerðist á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilið hófst á því að FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti þrjátíu ára Íslandsmet Einars Þórs Einarssonar í 60 metra hlaupi karla. Kolbeinn bætti metið á fyrsta móti Nike mótaraðarinnar sem fór fram í Kaplakrika þann 12. janúar. Hann hljóp á tímanum 6,68 sekúndum en fyrra met Einars var 6,80 sekúndur. Einar setti gamla Íslandsmetið 6. febrúar 1993 en Kolbeinn Höður er fæddur 11. júlí 1995. Metið var því sett 29 mánuðum áður en Kolbeinn fæddist en hann hljóp alls fimm sinnum undir gamla metinu á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilinu lauk með líka með því að annað mjög gamalt Íslandsmet fékk en þá stórbætti ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mínútur en fyrra metið var 17,25,35 mínútur sem Fríða Rún Þórðardóttir setti 4. febrúar 1994. Andrea er fædd 8. febrúar 1999 en meira en fimm árum efir að Fríða sló metið. Fríða var hins vegar á 24 ára fyrir 29 árum alveg eins og Andrea í vetur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira