Tugir friðargæsluliða særðust í átökum í Kósovó Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2023 09:10 Hernenn NATO og kósovóskir lögreglumenn áttu í vök að verjast gegn serbneskum mótmælendum í norðanverðu Kósovó í gær. Tugir særðust. AP/Dejan Simicevic Um þrjátíu friðargæsluliðar á vegum Atlantshafsbandalagsins særðust í hörðum átökum við Serba í norðanverðu Kósovó í gær. Átökin blossuðu upp þegar hópur manna af serbneskum uppruna reyndi að koma í veg fyrir að nýlega kjörnir fulltrúar af albönskum uppruna kæmust á skrifstofur sínar. Vaxandi spenna hefur verið á milli þjóðarbrota í Kósovó upp á síðkastið, sérstaklega í kjölfar kosninga sem voru haldnar á svæðum þar sem Kósovóar af serbneskum uppruna eru í meirihluta. Þeir hafa aldrei viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsingu Kósovó og aðskilnað frá Serbíu árið 2008. Serbar sniðgengu kosningarnar og því hlutu nær eingöngu Kósovóar af albönskum uppruna brautargengi. Kjörsókn var aðeins um 3,5 prósent. Þjóðernissinnaðir Serbar reyndu að hindra för nýkjörinna bæjarstjóra við stjórnarbyggingar í gær. Serbnesku mótmælendurnir köstuðu gas- og blossasprengjum í friðargæsluliða NATO, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kósovóskir lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna í bænum Zvecan, um 45 kílómetra norður af höfuðborginni Pristina í gær. Beinbrot og bruna- og skotsár NATO segir að þrjátíu friðargæsluliðar hafi særst, ellefu Ítalir og nítján Ungverjar. Þeir hlutu meðal annars beinbrot og brunasár af völdum heimagerðar sprengna mótmælendanna. Þrír ungverskir hermenn hafi verið skotnir en þeir væru ekki lífshættulegar sárir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, fullyrðir að 52 Serbar hafi særst í átökunum, þar af þrír alvarlega. Hann dvaldi með hermönnum sínum við landamærin að Kósovó í nótt. Serbneski herinn hefur verið í viðbragðsstöðu frá því í síðustu viku. Stjórnvöld í Pristina saka Vucic um að ala á sundrungu í Kósovó. Vucic segir kósovósk stjórnvöld bara ábyrgð á ástandinu með því að halda því til streitu að albanskir bæjarstjórar tækju með embætti eftir kosningarnar. Serbar og Kósovóar hafa eldað grátt silfur saman um áratugaskeið. Til vopnaðra átak akom þegar albanskir aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn árið 1998. Serbnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku. NATO hrakti serbneska hermenn út úr Kósovó árið 1999. Um þrettán þúsund manns féllu í átökunum, langflestir þeirra albanskir Kósovóar. Bandaríkin og flest Evrópuríki viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt ríki en það gera hvorki Serbía, Rússland né Kína. Kósovó NATO Serbía Tengdar fréttir Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Vaxandi spenna hefur verið á milli þjóðarbrota í Kósovó upp á síðkastið, sérstaklega í kjölfar kosninga sem voru haldnar á svæðum þar sem Kósovóar af serbneskum uppruna eru í meirihluta. Þeir hafa aldrei viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsingu Kósovó og aðskilnað frá Serbíu árið 2008. Serbar sniðgengu kosningarnar og því hlutu nær eingöngu Kósovóar af albönskum uppruna brautargengi. Kjörsókn var aðeins um 3,5 prósent. Þjóðernissinnaðir Serbar reyndu að hindra för nýkjörinna bæjarstjóra við stjórnarbyggingar í gær. Serbnesku mótmælendurnir köstuðu gas- og blossasprengjum í friðargæsluliða NATO, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kósovóskir lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna í bænum Zvecan, um 45 kílómetra norður af höfuðborginni Pristina í gær. Beinbrot og bruna- og skotsár NATO segir að þrjátíu friðargæsluliðar hafi særst, ellefu Ítalir og nítján Ungverjar. Þeir hlutu meðal annars beinbrot og brunasár af völdum heimagerðar sprengna mótmælendanna. Þrír ungverskir hermenn hafi verið skotnir en þeir væru ekki lífshættulegar sárir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, fullyrðir að 52 Serbar hafi særst í átökunum, þar af þrír alvarlega. Hann dvaldi með hermönnum sínum við landamærin að Kósovó í nótt. Serbneski herinn hefur verið í viðbragðsstöðu frá því í síðustu viku. Stjórnvöld í Pristina saka Vucic um að ala á sundrungu í Kósovó. Vucic segir kósovósk stjórnvöld bara ábyrgð á ástandinu með því að halda því til streitu að albanskir bæjarstjórar tækju með embætti eftir kosningarnar. Serbar og Kósovóar hafa eldað grátt silfur saman um áratugaskeið. Til vopnaðra átak akom þegar albanskir aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn árið 1998. Serbnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku. NATO hrakti serbneska hermenn út úr Kósovó árið 1999. Um þrettán þúsund manns féllu í átökunum, langflestir þeirra albanskir Kósovóar. Bandaríkin og flest Evrópuríki viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt ríki en það gera hvorki Serbía, Rússland né Kína.
Kósovó NATO Serbía Tengdar fréttir Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42