Sofnaði þegar Fjallið sprengdi á honum hausinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 12:56 Atriðið hjá Hafþóri og Pedro Pascal er eitt af þeim minnisstæðustu í þáttunum. Getty Leikarinn Pedro Pascal segist hafa sofnað við tökur á hinu þekkta dauðaatriði sínu í Krúnuleikunum (Game of Thrones). Í atriðinu sprengi Hafþór Júlíus Björnsson, sem Fjallið, á honum höfuðið. Áður en Pascal sigraði heiminn í þáttunum The Mandalorian og The Last of Us var hann fyrst og fremst frægur fyrir dauðaatriði sitt úr Krúnuleikunum. Í þáttunum lék hann Oberyn Martell, bróðir prinsins af Dorne, sem átti í útistöðum við Lannister ættina. Í lok fjórðu seríu, árið 2014, barðist hann í einvígi við Gregor Clegane eða Fjallið, leiknum af Hafþóri Júlíusi, sem hafði hann undir með áðurnefndum afleiðingum. „Það var svo heitt þegar við tókum þetta atriði upp,“ sagði Pascal í Youtube þættinum Hot Ones í umsjá Sean Evans. „Hann var yfir mér með þumlana í augunum á mér og var með rör upp handlegginn sem pumpaði köldu blóði á mig.“ Segir hann Hafþór Júlíus hafa verið mjög blíðan og að gerviblóðið hafi verið afar kælandi. „Ég féll í djúpan svefn,“ sagði Pascal. Fékk augnsýkingar frá aðdáendum Atriðið fræga skapaði Pascal hins vegar ekki aðeins mikla frægð heldur líka augnsýkingar. Segist hann hafa asnast til þess að leyfa aðdáendum að pota í augun á sér. „Ég man eftir því að vegna þess hvernig persónan mín dó í Krúnuleikunum að aðdáendur vildu endilega taka sjálfur með mér þar sem þeir voru að pota í augun á mér,“ sagði Pascal. „Ég var svo hamingjusamur með hversu vinsæl persónan mín var að ég leyfði þeim að gera það. Svo fékk ég svolitla augnsýkingu.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Gagnrýni Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið Dreymir um að verða rithöfundur Lífið Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Lífið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk Lífið samstarf Fann ástina á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Sjá meira
Áður en Pascal sigraði heiminn í þáttunum The Mandalorian og The Last of Us var hann fyrst og fremst frægur fyrir dauðaatriði sitt úr Krúnuleikunum. Í þáttunum lék hann Oberyn Martell, bróðir prinsins af Dorne, sem átti í útistöðum við Lannister ættina. Í lok fjórðu seríu, árið 2014, barðist hann í einvígi við Gregor Clegane eða Fjallið, leiknum af Hafþóri Júlíusi, sem hafði hann undir með áðurnefndum afleiðingum. „Það var svo heitt þegar við tókum þetta atriði upp,“ sagði Pascal í Youtube þættinum Hot Ones í umsjá Sean Evans. „Hann var yfir mér með þumlana í augunum á mér og var með rör upp handlegginn sem pumpaði köldu blóði á mig.“ Segir hann Hafþór Júlíus hafa verið mjög blíðan og að gerviblóðið hafi verið afar kælandi. „Ég féll í djúpan svefn,“ sagði Pascal. Fékk augnsýkingar frá aðdáendum Atriðið fræga skapaði Pascal hins vegar ekki aðeins mikla frægð heldur líka augnsýkingar. Segist hann hafa asnast til þess að leyfa aðdáendum að pota í augun á sér. „Ég man eftir því að vegna þess hvernig persónan mín dó í Krúnuleikunum að aðdáendur vildu endilega taka sjálfur með mér þar sem þeir voru að pota í augun á mér,“ sagði Pascal. „Ég var svo hamingjusamur með hversu vinsæl persónan mín var að ég leyfði þeim að gera það. Svo fékk ég svolitla augnsýkingu.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Gagnrýni Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið Dreymir um að verða rithöfundur Lífið Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Lífið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk Lífið samstarf Fann ástina á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Sjá meira