Dómur í máli kennara í Bláskógabyggð stendur Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2023 15:00 Hæstiréttur telur að hvorki sé unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Bláskógabyggðar í máli kennara sem var í Landsrétti dæmdar miskabætur vegna ólöglegrar áminningar og uppsagnar. Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar kennarinn, Sigríður Jónsdóttir, viðraði óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans á kennarafundi árið 2016. Hún var í kjölfarið áminnt og skrifaði hún þá grein í héraðsmiðilinn Dagskrána þar sem hún sagðist myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var svo sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar sem fælust í grein hennar. Landsréttur sneri dómnum Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað Bláskógabyggð í málinu en Landsréttur sneri dómnum og var þar slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggi henni. Var því talið að bæði áminningin og uppsögnin hafi verið ólögmætar. Sömuleiðis taldi Landsréttur að skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu þar sem erfiðleikar hafi verið í samskiptum Sigríðar og skólastjórans, þeir verið orðnir langvarandi, ágreiningur orðinn persónulegur og hvorug vildi vinna með hinni. Sigríði var í Landsrétti dæmdar ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins, en skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Taldi dóminn bersýnilega rangan Eftir dóm Landsréttar leitaði sveitarfélagið til Hæstaréttar þar sem það taldi dóm Landsréttar bersýnilega rangan og úrslit málsins varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins í starfsmannamálum almennt. Vildi sveitarfélagið meina að málið hefði verulegt almennt gildi um stjórnunarheimildir stjórnenda gagnvart undirmönnum við veitingu áminningar og uppsagnar vegna háttsemi. Sömuleiðis lúti beiðnin að túlkun á stjórnunarheimildum í tengslum við hollustu- og trúnaðarskyldur starfsmanna sveitarfélaga sem og háttsemi, tjáningu og framkomu starfsmanna þegar þeir nýta sér tjáningarfrelsi sitt samkvæmt greinum stjórnsýslulaga, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Sveitarfélagið vildi ennfremur meina að að Landsréttur hafi vikið frá því að dómstólar hafi almennt veitt stjórnendum verulegt svigrúm til þess að meta hvort framkoma starfsmanna kalli á áminningu eða eftir atvikum uppsögn. „Hafi flestir dómar þar sem uppsögn hefur verið talin ólögmæt ráðist af formbundnum skilyrðum laga eða kjarasamninga, en ekki efnislegu mati á framkomu eða háttsemi starfsmanna,“ segir í beiðninni. Hæstiréttur taldi hins vegar að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og var beiðninni því hafnað. Dómsmál Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar kennarinn, Sigríður Jónsdóttir, viðraði óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans á kennarafundi árið 2016. Hún var í kjölfarið áminnt og skrifaði hún þá grein í héraðsmiðilinn Dagskrána þar sem hún sagðist myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var svo sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar sem fælust í grein hennar. Landsréttur sneri dómnum Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað Bláskógabyggð í málinu en Landsréttur sneri dómnum og var þar slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggi henni. Var því talið að bæði áminningin og uppsögnin hafi verið ólögmætar. Sömuleiðis taldi Landsréttur að skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu þar sem erfiðleikar hafi verið í samskiptum Sigríðar og skólastjórans, þeir verið orðnir langvarandi, ágreiningur orðinn persónulegur og hvorug vildi vinna með hinni. Sigríði var í Landsrétti dæmdar ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins, en skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Taldi dóminn bersýnilega rangan Eftir dóm Landsréttar leitaði sveitarfélagið til Hæstaréttar þar sem það taldi dóm Landsréttar bersýnilega rangan og úrslit málsins varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins í starfsmannamálum almennt. Vildi sveitarfélagið meina að málið hefði verulegt almennt gildi um stjórnunarheimildir stjórnenda gagnvart undirmönnum við veitingu áminningar og uppsagnar vegna háttsemi. Sömuleiðis lúti beiðnin að túlkun á stjórnunarheimildum í tengslum við hollustu- og trúnaðarskyldur starfsmanna sveitarfélaga sem og háttsemi, tjáningu og framkomu starfsmanna þegar þeir nýta sér tjáningarfrelsi sitt samkvæmt greinum stjórnsýslulaga, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Sveitarfélagið vildi ennfremur meina að að Landsréttur hafi vikið frá því að dómstólar hafi almennt veitt stjórnendum verulegt svigrúm til þess að meta hvort framkoma starfsmanna kalli á áminningu eða eftir atvikum uppsögn. „Hafi flestir dómar þar sem uppsögn hefur verið talin ólögmæt ráðist af formbundnum skilyrðum laga eða kjarasamninga, en ekki efnislegu mati á framkomu eða háttsemi starfsmanna,“ segir í beiðninni. Hæstiréttur taldi hins vegar að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Sjá meira
Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09