Bólusetja endur í haust Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 16:12 80 milljón franskar endur fá sprautu í haust. Getty Franska landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að bólusetningartilraunir við fuglaflensu á öndum hafi gefið viðunandi árangur. Stefnt er að því að bólusetja aliendur í haust. Fuglaflensa hefur geisað í Evrópu í nærri tvö ár og Frakkland er það land sem hefur farið verst út úr henni. Samkvæmt fréttastofunni Reuters eru það einkum endur sem hafa smitast og drepist í landinu, sérstaklega í suðvestur hluta landsins. Það var franska heilbrigðiseftirlitið ANSES sem sá um að prófa bóluefnið og hafa nú 80 milljón skammtar verið pantaðir. Hér á Íslandi hefur fuglaflensa fundist í ýmsum villtum tegundum, svo sem súlum, kjóum, skúmum, fálkum og örnum. Víða í Evrópu og Norður Ameríku hefur flensan hins vegar komist inn í alifuglabú og valdið miklum skaða. Á undanförnum átján mánuðum hefur þurft að aflífa 200 milljón fugla vegna fuglaflensunnar. Óttast smit í mannfólk Þrátt fyrir þennan mikla skaða hafa yfirvöld ríkja verið smeyk við að bólusetja fuglana. Einkum vegna ýmissa viðskiptatakmarkana sem það hefur í för með sér með afurðirnar. Frakkar eru hins vegar ekki einir um að vera að prófa bóluefni. Hollendingar hafa prófað þau í varphænum og Ítalir í kalkúnum. Virðist sem svo að óttinn við útbreiðslu fuglaflensunnar og hugsanleg smit yfir í mannfólk sé orðinn yfirsterkari óttanum um viðskiptatakmarkanir. Samkvæmt frönsku rannsókninni virtist bóluefnið virka vel til þess að stemma stigu við smiti í ali öndum. En frönsk yfirvöld höfðu krafist þess að tvö fyrirtæki, Ceva Animal Health og Boehringher Ingelheim, þróuðu bóluefni gegn fuglaflensu. „Þessar niðurstöður veita okkur næga vissu til að byrja á bólusetningarherferð strax haustið 2023,“ segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytisins. Frakkland Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Fuglaflensa hefur geisað í Evrópu í nærri tvö ár og Frakkland er það land sem hefur farið verst út úr henni. Samkvæmt fréttastofunni Reuters eru það einkum endur sem hafa smitast og drepist í landinu, sérstaklega í suðvestur hluta landsins. Það var franska heilbrigðiseftirlitið ANSES sem sá um að prófa bóluefnið og hafa nú 80 milljón skammtar verið pantaðir. Hér á Íslandi hefur fuglaflensa fundist í ýmsum villtum tegundum, svo sem súlum, kjóum, skúmum, fálkum og örnum. Víða í Evrópu og Norður Ameríku hefur flensan hins vegar komist inn í alifuglabú og valdið miklum skaða. Á undanförnum átján mánuðum hefur þurft að aflífa 200 milljón fugla vegna fuglaflensunnar. Óttast smit í mannfólk Þrátt fyrir þennan mikla skaða hafa yfirvöld ríkja verið smeyk við að bólusetja fuglana. Einkum vegna ýmissa viðskiptatakmarkana sem það hefur í för með sér með afurðirnar. Frakkar eru hins vegar ekki einir um að vera að prófa bóluefni. Hollendingar hafa prófað þau í varphænum og Ítalir í kalkúnum. Virðist sem svo að óttinn við útbreiðslu fuglaflensunnar og hugsanleg smit yfir í mannfólk sé orðinn yfirsterkari óttanum um viðskiptatakmarkanir. Samkvæmt frönsku rannsókninni virtist bóluefnið virka vel til þess að stemma stigu við smiti í ali öndum. En frönsk yfirvöld höfðu krafist þess að tvö fyrirtæki, Ceva Animal Health og Boehringher Ingelheim, þróuðu bóluefni gegn fuglaflensu. „Þessar niðurstöður veita okkur næga vissu til að byrja á bólusetningarherferð strax haustið 2023,“ segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytisins.
Frakkland Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00
Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29