Segir Haukana líklegri til að landa þeim stóra þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 23:31 Haukar geta stolið Íslandsmeistaratitlinum af ÍBV annað kvöld. vísir/hulda margrét Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, segir að þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik er liðið mætir Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld þá telji hann Haukana líklegri til að landa þeim stóra. Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH og allt stefndi í að liðið myndi gera slíkt hið sama gegn Haukum í úrslitaeinvíginu. ÍBV vann fyrstu tvo leikina og liðið gat tryggt sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með sigri á heimavelli fyrir framan trofulla höll á föstudagskvöldi. Kjöraðstæður fyrir gott partý. Haukarnir tóku sig hins vegar til og skemmdu partýið. Þeir unnu þriðja leik liðanna með sex marka mun og jöfnuðu svo metin í einvíginu með þriggja marka sigri á Ásvöllum í gær í leik þar sem Haukar höfðu í raun yfirhöndina frá fyrstu mínútu. Teddi segir það þó ekki endilega hafa komið sér á óvart að Haukarnir hafi jafnað metin í gær. „Nei, ekki eftir leik þrjú. En hvernig þetta er búið að þróast eftir leik eitt og tvö, já vissulega,“ sagði Teddi í síðasta þætti af Handkastinu. „Ég spáði því nú í símtalinu við þig fyrir leik númer fjögur að þetta myndi fara í framlengingu og að ÍBV myndi klára þetta þar. En hvernig þessi leikur þróaðist, jú það kom mér á óvart og hversu ótrúlega mikið tak Haukarnir virðast vera búnir að ná á ÍBV núna.“ „Mér finnst þetta bara vera að þróast þannig að þrátt fyrir að ÍBV sé á heimavelli með öllu því sem því fylgir - en ef við horfum á þetta út frá handboltanum, út frá taktík og bara standinu á mönnum og hvernig liðin eru að vaxa og annað - þá finnst mér bara Haukarnir, eins og staðan er núna, vera líklegri til að landa þessu á morgun,“ sagði Teddi. Umfjöllun þeirra félaga um úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV, og seinasta hlaðvarpsþátt Handkastsins í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. ÍBV tekur á móti Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19:00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja sína upphitun fyrir leikinn klukkustund áður og mæta svo aftur á skjáinn að leik loknum og gera hann upp. Olís-deild karla Haukar ÍBV Handkastið Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Sjá meira
Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH og allt stefndi í að liðið myndi gera slíkt hið sama gegn Haukum í úrslitaeinvíginu. ÍBV vann fyrstu tvo leikina og liðið gat tryggt sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með sigri á heimavelli fyrir framan trofulla höll á föstudagskvöldi. Kjöraðstæður fyrir gott partý. Haukarnir tóku sig hins vegar til og skemmdu partýið. Þeir unnu þriðja leik liðanna með sex marka mun og jöfnuðu svo metin í einvíginu með þriggja marka sigri á Ásvöllum í gær í leik þar sem Haukar höfðu í raun yfirhöndina frá fyrstu mínútu. Teddi segir það þó ekki endilega hafa komið sér á óvart að Haukarnir hafi jafnað metin í gær. „Nei, ekki eftir leik þrjú. En hvernig þetta er búið að þróast eftir leik eitt og tvö, já vissulega,“ sagði Teddi í síðasta þætti af Handkastinu. „Ég spáði því nú í símtalinu við þig fyrir leik númer fjögur að þetta myndi fara í framlengingu og að ÍBV myndi klára þetta þar. En hvernig þessi leikur þróaðist, jú það kom mér á óvart og hversu ótrúlega mikið tak Haukarnir virðast vera búnir að ná á ÍBV núna.“ „Mér finnst þetta bara vera að þróast þannig að þrátt fyrir að ÍBV sé á heimavelli með öllu því sem því fylgir - en ef við horfum á þetta út frá handboltanum, út frá taktík og bara standinu á mönnum og hvernig liðin eru að vaxa og annað - þá finnst mér bara Haukarnir, eins og staðan er núna, vera líklegri til að landa þessu á morgun,“ sagði Teddi. Umfjöllun þeirra félaga um úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV, og seinasta hlaðvarpsþátt Handkastsins í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. ÍBV tekur á móti Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19:00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja sína upphitun fyrir leikinn klukkustund áður og mæta svo aftur á skjáinn að leik loknum og gera hann upp.
Olís-deild karla Haukar ÍBV Handkastið Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Sjá meira