Segir Haukana líklegri til að landa þeim stóra þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 23:31 Haukar geta stolið Íslandsmeistaratitlinum af ÍBV annað kvöld. vísir/hulda margrét Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, segir að þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik er liðið mætir Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld þá telji hann Haukana líklegri til að landa þeim stóra. Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH og allt stefndi í að liðið myndi gera slíkt hið sama gegn Haukum í úrslitaeinvíginu. ÍBV vann fyrstu tvo leikina og liðið gat tryggt sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með sigri á heimavelli fyrir framan trofulla höll á föstudagskvöldi. Kjöraðstæður fyrir gott partý. Haukarnir tóku sig hins vegar til og skemmdu partýið. Þeir unnu þriðja leik liðanna með sex marka mun og jöfnuðu svo metin í einvíginu með þriggja marka sigri á Ásvöllum í gær í leik þar sem Haukar höfðu í raun yfirhöndina frá fyrstu mínútu. Teddi segir það þó ekki endilega hafa komið sér á óvart að Haukarnir hafi jafnað metin í gær. „Nei, ekki eftir leik þrjú. En hvernig þetta er búið að þróast eftir leik eitt og tvö, já vissulega,“ sagði Teddi í síðasta þætti af Handkastinu. „Ég spáði því nú í símtalinu við þig fyrir leik númer fjögur að þetta myndi fara í framlengingu og að ÍBV myndi klára þetta þar. En hvernig þessi leikur þróaðist, jú það kom mér á óvart og hversu ótrúlega mikið tak Haukarnir virðast vera búnir að ná á ÍBV núna.“ „Mér finnst þetta bara vera að þróast þannig að þrátt fyrir að ÍBV sé á heimavelli með öllu því sem því fylgir - en ef við horfum á þetta út frá handboltanum, út frá taktík og bara standinu á mönnum og hvernig liðin eru að vaxa og annað - þá finnst mér bara Haukarnir, eins og staðan er núna, vera líklegri til að landa þessu á morgun,“ sagði Teddi. Umfjöllun þeirra félaga um úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV, og seinasta hlaðvarpsþátt Handkastsins í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. ÍBV tekur á móti Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19:00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja sína upphitun fyrir leikinn klukkustund áður og mæta svo aftur á skjáinn að leik loknum og gera hann upp. Olís-deild karla Haukar ÍBV Handkastið Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Sjá meira
Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH og allt stefndi í að liðið myndi gera slíkt hið sama gegn Haukum í úrslitaeinvíginu. ÍBV vann fyrstu tvo leikina og liðið gat tryggt sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með sigri á heimavelli fyrir framan trofulla höll á föstudagskvöldi. Kjöraðstæður fyrir gott partý. Haukarnir tóku sig hins vegar til og skemmdu partýið. Þeir unnu þriðja leik liðanna með sex marka mun og jöfnuðu svo metin í einvíginu með þriggja marka sigri á Ásvöllum í gær í leik þar sem Haukar höfðu í raun yfirhöndina frá fyrstu mínútu. Teddi segir það þó ekki endilega hafa komið sér á óvart að Haukarnir hafi jafnað metin í gær. „Nei, ekki eftir leik þrjú. En hvernig þetta er búið að þróast eftir leik eitt og tvö, já vissulega,“ sagði Teddi í síðasta þætti af Handkastinu. „Ég spáði því nú í símtalinu við þig fyrir leik númer fjögur að þetta myndi fara í framlengingu og að ÍBV myndi klára þetta þar. En hvernig þessi leikur þróaðist, jú það kom mér á óvart og hversu ótrúlega mikið tak Haukarnir virðast vera búnir að ná á ÍBV núna.“ „Mér finnst þetta bara vera að þróast þannig að þrátt fyrir að ÍBV sé á heimavelli með öllu því sem því fylgir - en ef við horfum á þetta út frá handboltanum, út frá taktík og bara standinu á mönnum og hvernig liðin eru að vaxa og annað - þá finnst mér bara Haukarnir, eins og staðan er núna, vera líklegri til að landa þessu á morgun,“ sagði Teddi. Umfjöllun þeirra félaga um úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV, og seinasta hlaðvarpsþátt Handkastsins í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. ÍBV tekur á móti Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19:00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja sína upphitun fyrir leikinn klukkustund áður og mæta svo aftur á skjáinn að leik loknum og gera hann upp.
Olís-deild karla Haukar ÍBV Handkastið Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Sjá meira