Erlent

Norður-Kóreu­mönnum mis­tókst að koma gervi­hnetti út í geim

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ferðamenn horfa yfir til Norður-Kóreu í Paju í Suður-Kóreu.
Ferðamenn horfa yfir til Norður-Kóreu í Paju í Suður-Kóreu. AP

Tilraun stjórnvalda í Norður-Kóreu til að koma njósnagervihnetti á loft fóru út um þúfur í nótt. Honum var skotið upp með eldflaug en njósnagervihnötturinn lenti að endingu í hafinu.

AP segir frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenni í ríkismiðlum að tilraunin hafi mistekist en að önnur verði gerð sem fyrst. 

Þetta í fyrsta sinn síðan árið 2016 sem stjórnvöld reyna að skjóta gervihnetti á sporbaug en sjötta slíka tilraunin í heild. 

Eldflaugin varð til þess að borgarbúar Seúl í Suður Kóreu vöknuðu við loftvarnaflautur og skilaboð frá borgaryfirvöldum um leita skjóls tafarlaust en voru síðan leiðrétt tuttugu mínútum síðar og sögð mistök. 

Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa fordæmt eldflaugaskotið og sagt það blygðunarlaust brot á sáttmála öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×