„Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 10:00 Glódís Perla Viggósdóttir með meistaraskjöldinn í fagnaðarlátum Bayern á sunnudaginn. Getty/Mark Wieland Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. Glódís var að ljúka sinni annarri leiktíð hjá Bayern eftir að hafa komið frá Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni. Í fyrra tók norski þjálfarinn Alexander Straus við og segir Glódís að það hafi hjálpað sér að blómstra enn frekar hjá einu allra besta liði heims. „Ég er ótrúlega stolt og það er gaman að fá svona mikið traust, og geta látið mína eiginleika skína meira en ég gat gert í fyrra. Þessi hugsun [nýja þjálfarans] og skandinavíski boltinn er eitthvað sem að ég er vön, svo ég gat hjálpað liðinu mikið. Ég er því ótrúlega stolt af þessu tímabili og það er gaman hvað okkur gekk vel sem liði. Það er alltaf það mikilvægasta,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís orðin meiri leiðtogi hjá Bayern „Ég tók svolítið meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel í því. Þegar nýjar áherslur fóru að smella hjá liðinu, og allt liðið fór að leggja meira upp úr varnarleik þá hentaði það mér mjög vel, og einhvern veginn náðum við að samstilla okkur mjög vel. Þá er auðvelt að hafa áhrif á alla í kringum sig – draga það besta út úr öðrum og sjálfri mér líka. Á síðustu leiktíð spilaði ég svo sem allar mínútur eftir jól en naut mín kannski ekki eins vel og ég hef gert undir stjórn þessa nýja þjálfara,“ segir Glódís. Verandi hjá Bayern getur Glódís í raun varla tekið skref upp á við, í stærra félag og betra lið, en ljóst er að hún er í sigti fleiri félaga. Mikill uppgangur í Þýskalandi og Englandi Greint var frá því á mbl.is að Glódís væri á óskalista Arsenal en hún kveðst samningsbundin Bayern og ekki með annað í huga en að halda áfram hjá félaginu. Hún tekur þó undir að enska úrvalsdeildin sé spennandi kostur: „Það er mjög mikill uppgangur í ensku deildinni, sérstaklega eftir EM í fyrra, og mikill peningur og metnaður lagður í hana. Það er því klárlega spennandi deild en á sama tíma er þýska deildin einnig á ákveðinni uppleið, með meiri peningum, áhorfendum og áhuga. Það er gríðarlegur munur á áhorfendatölum. Kvennaboltinn alls staðar í heiminum er á mikilli uppleið og Englendingarnir eru rosalega góðir í að markaðssetja sig, svo sú deild er áberandi. Það eru mjög spennandi ár fram undan í kvennaboltanum, hjá öllum þessum stóru félögum sem eru að leggja pening og áhuga í kvennaliðin sín,“ segir Glódís. Þýski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Glódís var að ljúka sinni annarri leiktíð hjá Bayern eftir að hafa komið frá Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni. Í fyrra tók norski þjálfarinn Alexander Straus við og segir Glódís að það hafi hjálpað sér að blómstra enn frekar hjá einu allra besta liði heims. „Ég er ótrúlega stolt og það er gaman að fá svona mikið traust, og geta látið mína eiginleika skína meira en ég gat gert í fyrra. Þessi hugsun [nýja þjálfarans] og skandinavíski boltinn er eitthvað sem að ég er vön, svo ég gat hjálpað liðinu mikið. Ég er því ótrúlega stolt af þessu tímabili og það er gaman hvað okkur gekk vel sem liði. Það er alltaf það mikilvægasta,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís orðin meiri leiðtogi hjá Bayern „Ég tók svolítið meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel í því. Þegar nýjar áherslur fóru að smella hjá liðinu, og allt liðið fór að leggja meira upp úr varnarleik þá hentaði það mér mjög vel, og einhvern veginn náðum við að samstilla okkur mjög vel. Þá er auðvelt að hafa áhrif á alla í kringum sig – draga það besta út úr öðrum og sjálfri mér líka. Á síðustu leiktíð spilaði ég svo sem allar mínútur eftir jól en naut mín kannski ekki eins vel og ég hef gert undir stjórn þessa nýja þjálfara,“ segir Glódís. Verandi hjá Bayern getur Glódís í raun varla tekið skref upp á við, í stærra félag og betra lið, en ljóst er að hún er í sigti fleiri félaga. Mikill uppgangur í Þýskalandi og Englandi Greint var frá því á mbl.is að Glódís væri á óskalista Arsenal en hún kveðst samningsbundin Bayern og ekki með annað í huga en að halda áfram hjá félaginu. Hún tekur þó undir að enska úrvalsdeildin sé spennandi kostur: „Það er mjög mikill uppgangur í ensku deildinni, sérstaklega eftir EM í fyrra, og mikill peningur og metnaður lagður í hana. Það er því klárlega spennandi deild en á sama tíma er þýska deildin einnig á ákveðinni uppleið, með meiri peningum, áhorfendum og áhuga. Það er gríðarlegur munur á áhorfendatölum. Kvennaboltinn alls staðar í heiminum er á mikilli uppleið og Englendingarnir eru rosalega góðir í að markaðssetja sig, svo sú deild er áberandi. Það eru mjög spennandi ár fram undan í kvennaboltanum, hjá öllum þessum stóru félögum sem eru að leggja pening og áhuga í kvennaliðin sín,“ segir Glódís.
Þýski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti