Mikill munur á hækkun fasteignamats milli hverfa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. maí 2023 17:01 Hækkunin í fjölbýli er minnst 6,6 prósent en mest 24,8 prósent. Vísir/Vilhelm Staðahverfi í Grafarvogi er það hverfi í Reykjavík sem fasteignamat fjölbýlisíbúða hækkar mest í samkvæmt nýju fasteignamati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Sérbýlið hækkar mest í Vesturbænum, vestan Bræðraborgarstígs. Hækkun fasteignamats er mjög misjöfn eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort um sé að ræða fjölbýli eða sérbýli. Hægt er að sjá hækkunina og fermetraverðið í einstaka hverfum á kortasjá Fasteignaskrár. Í Staðahverfinu hækkar fasteignamat fjölbýliseigna um 22,7 prósent á milli ára. Aðeins tvö önnur hverfi Reykjavíkur eru með yfir 20 prósenta hækkun. Það eru Skerjafjörðurinn og Verkamannabústaðahverfið í Vesturbænum. Einnig eru nokkuð miklar hækkanir í norðurhluta Vesturbæjar, suðurhluta Þingholta, kringum Hagatorg, í Ártúnsholti og á Kjalarnesi. Allt nærri 20 prósentum. Lang minnsta hækkunin er á Valsreitnum, aðeins 6,6 prósent. Aðeins í þremur öðrum hverfum er hækkunin undir tíu prósentum. Það er Miðbænum frá Tjörn að Snorrabraut, Holtahverfi og Vogabyggð. Suður Hlíðarnar dýrastar Áberandi hæsta fermetraverð fjölbýlis er í Suður Hlíðunum, það er 912 þúsund krónur. Verðið á Valsreitnum er næst hæst, 876 þúsund, en þar á eftir kemur Miðbærinn frá Tjörn að Snorrabraut. Kjalarnesið er lang ódýrasta hverfið í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Kjalarnesið hefur lang lægsta fermetraverðið í Reykjavík, 410 þúsund. Tvö hverfi í þéttbýli eru undir 600 þúsundum, það eru Fella og Bakkahverfin í Breiðholti. Rándýrt einbýli í Vogabyggð Vogabyggð hefur hæsta fermetraverðið í sérbýli, 1.156 þúsund krónur. Ekkert annað hverfi kemst nálægt þessari tölu. En í öðru sæti eru Ægissíða og Hagahverfi í Vesturbænum með 784 þúsund króna fermetraverð. Mesta hækkun á Eiðistorgi Hækkanirnar í Kópavogi eru nokkuð jafnar eftir hverfum, á bilinu 8,6 til 12,2 prósent fyrir fjölbýliseignir. Hæsta fermetraverð Kópavogs er í Vesturbænum, 751 þúsund krónur, en það lægsta í Kórahverfinu, 665 þúsund. Fjölbýli á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi hefur hækkað mest á öllu höfuðborgarsvæðinu, um 24,8 prósent. Hæsta fermetraverðið er hins vegar í hverfinu Tjarnir og Grandi, 770 þúsund krónur. Sjáland og Vellir dýrir Í Garðabæ hefur fasteignamat fjölbýlisíbúða í Urriðaholti hækkað mest á milli ára, um 16,9 prósent. Fermetraverð er nokkuð jafnt eftir hverfum í Garðabæ en það hæsta er í Sjálandshverfinu, 768 þúsund krónur. Fermetraverðið á Álftanesi er 665 þúsund. Sérbýli er áberandi dýrast í Vogabyggð. Þar er fermetraverðið meira en hundrað þúsund krónur.Egill Aðalsteinsson 23,8 prósent hækkun er á fjölbýliseignum í sunnan byggðar í Hafnarfirði. Flest húsnæði þar er þó atvinnuhúsnæði og meðalfermetraverð fjölbýlis aðeins 50 þúsund krónur samkvæmt HMS. Dýrasta fermetraverðið í Hafnarfirði, 691 þúsund krónur, er á Völlunum. Í Mosfellsbæ er hæsta fermetraverð fjölbýlis í Miðbænum, 717 þúsund krónur. Hækkunin er nokkuð jöfn eftir hverfum, á bilinu 10 til 15,5 prósent. Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hækkun fasteignamats er mjög misjöfn eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort um sé að ræða fjölbýli eða sérbýli. Hægt er að sjá hækkunina og fermetraverðið í einstaka hverfum á kortasjá Fasteignaskrár. Í Staðahverfinu hækkar fasteignamat fjölbýliseigna um 22,7 prósent á milli ára. Aðeins tvö önnur hverfi Reykjavíkur eru með yfir 20 prósenta hækkun. Það eru Skerjafjörðurinn og Verkamannabústaðahverfið í Vesturbænum. Einnig eru nokkuð miklar hækkanir í norðurhluta Vesturbæjar, suðurhluta Þingholta, kringum Hagatorg, í Ártúnsholti og á Kjalarnesi. Allt nærri 20 prósentum. Lang minnsta hækkunin er á Valsreitnum, aðeins 6,6 prósent. Aðeins í þremur öðrum hverfum er hækkunin undir tíu prósentum. Það er Miðbænum frá Tjörn að Snorrabraut, Holtahverfi og Vogabyggð. Suður Hlíðarnar dýrastar Áberandi hæsta fermetraverð fjölbýlis er í Suður Hlíðunum, það er 912 þúsund krónur. Verðið á Valsreitnum er næst hæst, 876 þúsund, en þar á eftir kemur Miðbærinn frá Tjörn að Snorrabraut. Kjalarnesið er lang ódýrasta hverfið í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Kjalarnesið hefur lang lægsta fermetraverðið í Reykjavík, 410 þúsund. Tvö hverfi í þéttbýli eru undir 600 þúsundum, það eru Fella og Bakkahverfin í Breiðholti. Rándýrt einbýli í Vogabyggð Vogabyggð hefur hæsta fermetraverðið í sérbýli, 1.156 þúsund krónur. Ekkert annað hverfi kemst nálægt þessari tölu. En í öðru sæti eru Ægissíða og Hagahverfi í Vesturbænum með 784 þúsund króna fermetraverð. Mesta hækkun á Eiðistorgi Hækkanirnar í Kópavogi eru nokkuð jafnar eftir hverfum, á bilinu 8,6 til 12,2 prósent fyrir fjölbýliseignir. Hæsta fermetraverð Kópavogs er í Vesturbænum, 751 þúsund krónur, en það lægsta í Kórahverfinu, 665 þúsund. Fjölbýli á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi hefur hækkað mest á öllu höfuðborgarsvæðinu, um 24,8 prósent. Hæsta fermetraverðið er hins vegar í hverfinu Tjarnir og Grandi, 770 þúsund krónur. Sjáland og Vellir dýrir Í Garðabæ hefur fasteignamat fjölbýlisíbúða í Urriðaholti hækkað mest á milli ára, um 16,9 prósent. Fermetraverð er nokkuð jafnt eftir hverfum í Garðabæ en það hæsta er í Sjálandshverfinu, 768 þúsund krónur. Fermetraverðið á Álftanesi er 665 þúsund. Sérbýli er áberandi dýrast í Vogabyggð. Þar er fermetraverðið meira en hundrað þúsund krónur.Egill Aðalsteinsson 23,8 prósent hækkun er á fjölbýliseignum í sunnan byggðar í Hafnarfirði. Flest húsnæði þar er þó atvinnuhúsnæði og meðalfermetraverð fjölbýlis aðeins 50 þúsund krónur samkvæmt HMS. Dýrasta fermetraverðið í Hafnarfirði, 691 þúsund krónur, er á Völlunum. Í Mosfellsbæ er hæsta fermetraverð fjölbýlis í Miðbænum, 717 þúsund krónur. Hækkunin er nokkuð jöfn eftir hverfum, á bilinu 10 til 15,5 prósent.
Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34