NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 15:56 Pólskir hermenn sem eru hluti af friðargæsluliði NATO standa vörð í bænum Zvecan þar sem átök brutust út við mótmælendur af serbneskum uppruna á mánudag. AP/Marjan Vucetic Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda liðsauka til Kósovó við þá um það bil fjögur þúsund hermenn sem eru fyrir í landinu. Önnur liðsveit verður sett í viðbragðsstöðu sem hægt verði að kalla hana hratt út ef þörf þykir á. Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð fjórar stórar bílalestir á vegum NATO á leið til norðurhluta Kósovó í gærkvöldi. Ákvörðunin er viðbragð við átökum sem blossuðu upp á milli friðargæsluliða og mótmælenda af serbneskum uppruna í bænum Zvecan í norðanverðu Kósovó á mánudag. Kósovóserbar sniðgengu sveitarstjórnarkosningar sem fóru nýlega fram í þessum héruðum og fyrir vikið náðu Kósovóalbanir kjöri í nokkrum bæjarfélögum. Mótmælendur reyndu að hefta för þeirra á mánudag. Íbúar í norðurhéruðunum eru að langmestu leyti af serbneskum ættum þó að á landsvísu séu um níutíu prósent af albönskum uppruna. Kósovóserbar eru margir enn ósáttir við að Kósovó hafi lýst yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Serbnesk stjórnvöld viðurkenna ekki Kósovó sem fullvalda ríki. Þrjátíu friðargæsluliðar NATO særðust í átökunum og á sjötta tug mótmælenda. Boðað var til frekari mótmæla í dag. Of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir Ásakanir ganga á víxl á milli kósovóskra og serbneskra stjórnvalda. Þau fyrrnefndu saka Aleksandar Vucic, forseta Serbíu, um að ala á sundrung í Kósovó. Vucic segir stjórnvöld í Pristina bera ábyrgð á óróanum nú með því að ætla að koma Kósovóalbönum í bæjarstjórastóla í norðurhluta landsins með valdi. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hvatti kósovóska og serbneska leiðtoga til að sýna stillingu og draga úr spennunni. „Það er of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir, við ráðum ekki við enn meiri átök,“ sagði hann við fréttamenn í Brussel. Kósovó Serbía NATO Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda liðsauka til Kósovó við þá um það bil fjögur þúsund hermenn sem eru fyrir í landinu. Önnur liðsveit verður sett í viðbragðsstöðu sem hægt verði að kalla hana hratt út ef þörf þykir á. Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð fjórar stórar bílalestir á vegum NATO á leið til norðurhluta Kósovó í gærkvöldi. Ákvörðunin er viðbragð við átökum sem blossuðu upp á milli friðargæsluliða og mótmælenda af serbneskum uppruna í bænum Zvecan í norðanverðu Kósovó á mánudag. Kósovóserbar sniðgengu sveitarstjórnarkosningar sem fóru nýlega fram í þessum héruðum og fyrir vikið náðu Kósovóalbanir kjöri í nokkrum bæjarfélögum. Mótmælendur reyndu að hefta för þeirra á mánudag. Íbúar í norðurhéruðunum eru að langmestu leyti af serbneskum ættum þó að á landsvísu séu um níutíu prósent af albönskum uppruna. Kósovóserbar eru margir enn ósáttir við að Kósovó hafi lýst yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Serbnesk stjórnvöld viðurkenna ekki Kósovó sem fullvalda ríki. Þrjátíu friðargæsluliðar NATO særðust í átökunum og á sjötta tug mótmælenda. Boðað var til frekari mótmæla í dag. Of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir Ásakanir ganga á víxl á milli kósovóskra og serbneskra stjórnvalda. Þau fyrrnefndu saka Aleksandar Vucic, forseta Serbíu, um að ala á sundrung í Kósovó. Vucic segir stjórnvöld í Pristina bera ábyrgð á óróanum nú með því að ætla að koma Kósovóalbönum í bæjarstjórastóla í norðurhluta landsins með valdi. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hvatti kósovóska og serbneska leiðtoga til að sýna stillingu og draga úr spennunni. „Það er of mikið ofbeldi í Evrópu fyrir, við ráðum ekki við enn meiri átök,“ sagði hann við fréttamenn í Brussel.
Kósovó Serbía NATO Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira