Vaknaðu! - Við þurfum að fræða ekki hræða Marín Þórsdóttir skrifar 31. maí 2023 16:30 Það var stórkostlegt að verða vitni að því þegar Harpa fylltist upp í rjáfur á neyðartónleikum Ellenar Kristjánsdóttur í Hörpu síðastliðinn mánudag. Setið var í hverju einasta sæti og það var áþreifanlegt hve mikil manngæska ríkti í salnum. Fólk var saman komið til að vekja þjóðina og ráðmenn af værum svefni, á landinu ríkir ópíóíðafaraldur og fólk lætur lífið. Aðgerða er þörf! Í gegnum tíðina hafa ýmsar aðferðir verið reyndar þegar kemur að forvörnum í fíkniefnamálum. Á áttunda og níunda áratugnum var háð stríð gegn fíkniefnum og á tíunda áratugnum var gerð metnaðarfull tilraun til að gera Ísland vímuefnalaust árið 2000. Slíkar áætlanir hafa ekki skilað árangri. Fólk neytir enn vímugjafa, sumir löglega og aðrir ólöglega. Boð og bönn í þessum málaflokki koma ekki í veg fyrir að fólk neyti vímugjafa og því þarf að breyta um takt þegar kemur að forvörum. Á tónleikunum í Hörpu var kynnunum, þeim Gunna Hilmars og Siggu Eyþórs, tíðrætt um mikilvægi þess að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna í stað þess að hræða fólk frá notkun þeirra. Þessi nýja nálgun snýst um að fræða en ekki hræða! Þetta eru falleg skaðaminnkandi skilaboð og aðferð sem hefur sýnt að hún skilar betri árangri en boð og bönn. Það er ljóst að íslenska þjóðin er sammála þeim Gunna og Siggu, því í húsfylli Eldborgarsals ríkti samkennd, mannúð og virðing. Það voru ófáir sem tóku upp símann og styrktu starf okkar, keyptu boli og lögðu inn á reikning Rauða krossins. Þannig er okkur hjá Rauða krossinum gert kleift að halda skaðaminnkandi starfinu okkar áfram. Tónleikarnir í Hörpu marka tímamót þar sem íslenska þjóðin vaknaði af værum blundi. Við hér í Rauða krossinum erum full þakklætis. Við erum þakklát Ellen Kristjánsdóttur fyrir að hendast af stað í verkefni sem flestum myndi fallast hendur gagnvart, þakklát öllum þeim fjölda listamanna sem tóku þátt án þess að hugsa sig tvisvar um (þvílík dagskrá!), þakklát RÚV og starfsmönnum þess sem tóku þátt í þessu svo allir landsmenn gætu notið tónleikanna með okkur, þakklát starfsmönnum Hörpu sem gáfu tónleikunum þessa fallegu umgjörð og þakklát tæknimönnum, róturum og öllum þessum ósýnilegu störfum sem vinna þarf til að svona viðburður geti átt sér stað. Við erum einnig afar þakklát sjálfboðaliðum Rauða krossins, sem ávallt standa vaktina með okkur og gæta þess að borin sé virðing fyrir skjólstæðingum okkar og síðast en ekki síst erum við þakklát íslensku þjóðinni að vakna með okkur í Hörpu. Við skulum hætta að hræða og fara að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna. Höfundur er Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Tónleikar á Íslandi Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Það var stórkostlegt að verða vitni að því þegar Harpa fylltist upp í rjáfur á neyðartónleikum Ellenar Kristjánsdóttur í Hörpu síðastliðinn mánudag. Setið var í hverju einasta sæti og það var áþreifanlegt hve mikil manngæska ríkti í salnum. Fólk var saman komið til að vekja þjóðina og ráðmenn af værum svefni, á landinu ríkir ópíóíðafaraldur og fólk lætur lífið. Aðgerða er þörf! Í gegnum tíðina hafa ýmsar aðferðir verið reyndar þegar kemur að forvörnum í fíkniefnamálum. Á áttunda og níunda áratugnum var háð stríð gegn fíkniefnum og á tíunda áratugnum var gerð metnaðarfull tilraun til að gera Ísland vímuefnalaust árið 2000. Slíkar áætlanir hafa ekki skilað árangri. Fólk neytir enn vímugjafa, sumir löglega og aðrir ólöglega. Boð og bönn í þessum málaflokki koma ekki í veg fyrir að fólk neyti vímugjafa og því þarf að breyta um takt þegar kemur að forvörum. Á tónleikunum í Hörpu var kynnunum, þeim Gunna Hilmars og Siggu Eyþórs, tíðrætt um mikilvægi þess að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna í stað þess að hræða fólk frá notkun þeirra. Þessi nýja nálgun snýst um að fræða en ekki hræða! Þetta eru falleg skaðaminnkandi skilaboð og aðferð sem hefur sýnt að hún skilar betri árangri en boð og bönn. Það er ljóst að íslenska þjóðin er sammála þeim Gunna og Siggu, því í húsfylli Eldborgarsals ríkti samkennd, mannúð og virðing. Það voru ófáir sem tóku upp símann og styrktu starf okkar, keyptu boli og lögðu inn á reikning Rauða krossins. Þannig er okkur hjá Rauða krossinum gert kleift að halda skaðaminnkandi starfinu okkar áfram. Tónleikarnir í Hörpu marka tímamót þar sem íslenska þjóðin vaknaði af værum blundi. Við hér í Rauða krossinum erum full þakklætis. Við erum þakklát Ellen Kristjánsdóttur fyrir að hendast af stað í verkefni sem flestum myndi fallast hendur gagnvart, þakklát öllum þeim fjölda listamanna sem tóku þátt án þess að hugsa sig tvisvar um (þvílík dagskrá!), þakklát RÚV og starfsmönnum þess sem tóku þátt í þessu svo allir landsmenn gætu notið tónleikanna með okkur, þakklát starfsmönnum Hörpu sem gáfu tónleikunum þessa fallegu umgjörð og þakklát tæknimönnum, róturum og öllum þessum ósýnilegu störfum sem vinna þarf til að svona viðburður geti átt sér stað. Við erum einnig afar þakklát sjálfboðaliðum Rauða krossins, sem ávallt standa vaktina með okkur og gæta þess að borin sé virðing fyrir skjólstæðingum okkar og síðast en ekki síst erum við þakklát íslensku þjóðinni að vakna með okkur í Hörpu. Við skulum hætta að hræða og fara að fræða fólk um rétta meðferð vímuefna. Höfundur er Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun