Kári: Bærinn er allur á bakvið okkur Smári Jökull Jónsson skrifar 31. maí 2023 17:51 Kári Kristján Kristjánsson er spenntur fyrir oddaleik kvöldsins. Vísir Kári Kristján Kristjánsson segir eftirvæntingu ríkja hjá Eyjamönnum fyrir leikinn gegn Hakum nú á eftir. Rétt rúm klukkustund er í að flautað verði til leiks í oddaleik ÍBV og Hauka í Olís-deild karla í handknattleik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst núna klukkan 18:00. Einar Kárason blaðamaður Vísis í Vestmannaeyjum hitti Kára Kristján Kristjánsson línumann ÍBV að máli á bryggjunni við Vestmannaeyjahöfn í dag. Kári segir eftirvæntingu ríkja á Heimaey. „Ég verð að viðurkenna að ég er drulluspenntur. Það er geggjað veður og fólkið klárt. Það er eftirvænting, ég segi ekki annað.“ Kári á von á hasar í leiknum í kvöld. „2-2 í einvíginu. við tökum fyrstu tvo leikina, flott hjá okkur. Þriðji leikurinn er vesen og í fjórða leiknum eru þeir bara miklu betri. Svo er fimmti leikurinn í kvöld og ég held að hann verði pínu sérstakur. Hár púls, allar klisjurnar í bókinni og ÍBV verður Íslandsmeistari,“ sagði Kári kokhraustur að vanda. Eyjamenn komust í 2-0 í einvíginu og þeir voru ekki margir sem bjuggust við þessari endurkomu Hauka sem unnu leik fjögur sannfærandi að Ásvöllum á mánudaginn. Kári er þó ekki á því að pressan sé á ÍBV. „Ég myndi nú eiginlega bara frekar spegla það. Vindurinn er svolítið í bakið á þeim með tvo í röð. Mér finnst við vera meira afslappaðri. Við vorum frekar trekktir í leiknum í fyrradag en ég held að lykillinn sé að finna gott spennustig.“ Hann segir ekkert óeðlilegt að fólk setji pressu á lið Eyjamanna. „Auðvitað finnur maður kitl í maganum, við vitum að þetta er leikur fimm og það verða allir að horfa. Bærinn er allur á bakvið okkur, húsið verður fullt og það er önnur helgi framundan þar sem við ætlum að skapa svolítið góða stemmningu. Sjómannadagurinn um helgina og við ætlum að taka það á lofti.“ Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Kára Kristján Kristjánsson Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Rétt rúm klukkustund er í að flautað verði til leiks í oddaleik ÍBV og Hauka í Olís-deild karla í handknattleik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst núna klukkan 18:00. Einar Kárason blaðamaður Vísis í Vestmannaeyjum hitti Kára Kristján Kristjánsson línumann ÍBV að máli á bryggjunni við Vestmannaeyjahöfn í dag. Kári segir eftirvæntingu ríkja á Heimaey. „Ég verð að viðurkenna að ég er drulluspenntur. Það er geggjað veður og fólkið klárt. Það er eftirvænting, ég segi ekki annað.“ Kári á von á hasar í leiknum í kvöld. „2-2 í einvíginu. við tökum fyrstu tvo leikina, flott hjá okkur. Þriðji leikurinn er vesen og í fjórða leiknum eru þeir bara miklu betri. Svo er fimmti leikurinn í kvöld og ég held að hann verði pínu sérstakur. Hár púls, allar klisjurnar í bókinni og ÍBV verður Íslandsmeistari,“ sagði Kári kokhraustur að vanda. Eyjamenn komust í 2-0 í einvíginu og þeir voru ekki margir sem bjuggust við þessari endurkomu Hauka sem unnu leik fjögur sannfærandi að Ásvöllum á mánudaginn. Kári er þó ekki á því að pressan sé á ÍBV. „Ég myndi nú eiginlega bara frekar spegla það. Vindurinn er svolítið í bakið á þeim með tvo í röð. Mér finnst við vera meira afslappaðri. Við vorum frekar trekktir í leiknum í fyrradag en ég held að lykillinn sé að finna gott spennustig.“ Hann segir ekkert óeðlilegt að fólk setji pressu á lið Eyjamanna. „Auðvitað finnur maður kitl í maganum, við vitum að þetta er leikur fimm og það verða allir að horfa. Bærinn er allur á bakvið okkur, húsið verður fullt og það er önnur helgi framundan þar sem við ætlum að skapa svolítið góða stemmningu. Sjómannadagurinn um helgina og við ætlum að taka það á lofti.“ Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Kára Kristján Kristjánsson Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira