Sjóvá seldi hlutabréf fyrir 2,3 milljarða en bætti við sig í Alvotech
![Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, sagði að tap af vátryggngastarfsemi á fyrsta ársfjórðungi megi rekja til eins stórs bruna.](https://www.visir.is/i/0B5ED3FB2B6E57028DF02047457808A8788C0BCE6CD642DEE203C68F430BB580_713x0.jpg)
Sjóva seldi hlutabréf fyrir um 2,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi og bætti við sig stuttum ríkisskuldabréfum. Forstöðumaður fjárfestinga hjá tryggingafélaginu sagði að á undanförnum tveimur árum hafi Sjóvá verið að undirbúa eignasafnið fyrir hærra vaxtastig og meiri verðbólgu. Tryggingafélagið keypti í Alvotech fyrir rúmlega 600 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi.