Mourinho úthúðaði dómaranum Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 06:31 Jose Mourinho var ekki lengi að taka af sér silfurpeninginn eftir leik. Vísir/Getty Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. Sevilla vann í gærkvöldi sinn sjöunda Evrópudeildartitil þegar liðið lagði Roma í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Jose Mourinho tapaði þar sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni en hann hefur unnið Meistaradeildina með Porto og Inter, Evrópudeildina með Manchester United og Sambandsdeildina með Roma auk þess að vinna Uefa-bikarinn, forvera Evrópudeildarinnar, með Porto árið 2003. Mourinho var ósáttur með dómara leiksins í gær og lét skoðun sína í ljós eftir leik. Anthony Taylor sýnir Mourinho gula spjaldið í leiknum í gær.Vísir/Getty „Ég sagði að annað hvort stæðum við uppi sem sigurvegarar eða myndum vera dauðir eftir leik. Við erum dauðir líkamlega, dauðir andlega og dauðir því okkur finnst úrslitin ósanngjörn og mörg umdeild atvik. Mér fannst dómarinn vera spænskur og hann var alltaf að gefa gul spjöld. Erik Lamela hefði átt að vera rekinn af velli,“ sagði Mourinho eftir leik en dómarinn sem honum fannst vera spænskur er hinn enski Anthony Taylor. Taylor lyfti gula spjaldinu þrettán sinnum í leiknum, leikmenn Sevilla fengu sex spjöld og Roma sjö en aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í Evrópudeildinni. „Ég vona að Taylor dæmi bara í Meistaradeildinni á næsta tímabili og haldi áfram að taka sínar skítaákvarðanir þar.“ Kastaði silfrinu upp í stúku Mourinho var ekki lengi að losa sig við silfurverðlaunapeninginn sem hann fékk eftir leik. Hann tók hann af sér um leið og hann labbaði af verðlaunapallinum, gekk að stúkunni og kastaði peningnum til stuðningsmanna Roma. „Ég á bara gullpeninga. Ég vil ekki fá neina silfurpeninga og þess vegna gaf ég hann. Ég held gullpeningum en gef silfrið.“ Hann var sáttur stuðningsmaður Roma sem fékk silfurpening Mourinho þegar sá portúgalski kastaði peningnum upp í stúku.Vísir/Getty Mourinho hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá franska stórliðinu PSG en hann vildi lítið tjá sig um framhaldið. „Ég fer í frí á mánudag. Ef við náum að tala saman fyrir þann tíma þá munum við taka ákvörðun, annars gerum við það eftir það,“ sagði Mourinho sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Roma. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Sevilla vann í gærkvöldi sinn sjöunda Evrópudeildartitil þegar liðið lagði Roma í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Jose Mourinho tapaði þar sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni en hann hefur unnið Meistaradeildina með Porto og Inter, Evrópudeildina með Manchester United og Sambandsdeildina með Roma auk þess að vinna Uefa-bikarinn, forvera Evrópudeildarinnar, með Porto árið 2003. Mourinho var ósáttur með dómara leiksins í gær og lét skoðun sína í ljós eftir leik. Anthony Taylor sýnir Mourinho gula spjaldið í leiknum í gær.Vísir/Getty „Ég sagði að annað hvort stæðum við uppi sem sigurvegarar eða myndum vera dauðir eftir leik. Við erum dauðir líkamlega, dauðir andlega og dauðir því okkur finnst úrslitin ósanngjörn og mörg umdeild atvik. Mér fannst dómarinn vera spænskur og hann var alltaf að gefa gul spjöld. Erik Lamela hefði átt að vera rekinn af velli,“ sagði Mourinho eftir leik en dómarinn sem honum fannst vera spænskur er hinn enski Anthony Taylor. Taylor lyfti gula spjaldinu þrettán sinnum í leiknum, leikmenn Sevilla fengu sex spjöld og Roma sjö en aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í Evrópudeildinni. „Ég vona að Taylor dæmi bara í Meistaradeildinni á næsta tímabili og haldi áfram að taka sínar skítaákvarðanir þar.“ Kastaði silfrinu upp í stúku Mourinho var ekki lengi að losa sig við silfurverðlaunapeninginn sem hann fékk eftir leik. Hann tók hann af sér um leið og hann labbaði af verðlaunapallinum, gekk að stúkunni og kastaði peningnum til stuðningsmanna Roma. „Ég á bara gullpeninga. Ég vil ekki fá neina silfurpeninga og þess vegna gaf ég hann. Ég held gullpeningum en gef silfrið.“ Hann var sáttur stuðningsmaður Roma sem fékk silfurpening Mourinho þegar sá portúgalski kastaði peningnum upp í stúku.Vísir/Getty Mourinho hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá franska stórliðinu PSG en hann vildi lítið tjá sig um framhaldið. „Ég fer í frí á mánudag. Ef við náum að tala saman fyrir þann tíma þá munum við taka ákvörðun, annars gerum við það eftir það,“ sagði Mourinho sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Roma.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira