Lífeyrissjóðir mættu huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna
![Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að það sé óhjákvæmilegt að hækkandi vaxtaálag í útgáfum bankanna hafi áhrif á þau útlánakjör sem íslensku bankarnir geta boðið á næstunni.](https://www.visir.is/i/76437909DB076A6C4A75BF2D96593ABC5F7577DB4E9E5A7BC8DEF28301AD4A13_713x0.jpg)
Þrátt fyrir að vaxtakjör íslensku bankanna á nýlegum erlendum útgáfum hafi verið ein þau hæstu frá fjármálahruninu 2008 þá er það „rétt stefna“ að halda þeim mörkuðum opnum á tímum þegar aðstæður eru krefjandi, að sögn seðlabankastjóra. Það væri góð þróun ef íslensku bankarnir gætu farið að fjármagna sig innanlands til lengri tíma á nafnvöxtum en þá þyrftu lífeyrissjóðirnir að fara huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna.