Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 07:20 Snorri Steinn Guðjónsson og Guðmundur B. Ólafsson skrifa undir samning þess efnis að Snorri stýri íslenska landsliðinu næstu þrjú ár. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. Hundrað dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar hélt HSÍ blaðamannafund í gær til að kynna Snorra til leiks. Í millitíðinni spilaði íslenska landsliðið fjóra síðustu leiki sína í undankeppni EM og náði að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli, og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn. Ísland dróst svo í riðil með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og verður það fyrsta stóra verkefni Snorra að koma Íslandi upp úr þessum riðli, á EM í Þýskalandi í janúar. Vildu losa sig strax við tímapressu En af hverju tók þjálfaraleitin hundrað daga? „Eins og ég hef komið inn á þá ákváðum við strax að losa okkur við alla tímapressu, með því að fá aðstoðarmennina [Guðmundar Guðmundssonar] til að klára þau verkefni sem voru eftir. Til þess í rauninni að geta sett niður hvernig við sáum starfið fyrir okkur, hvernig karakter við vildum fá í það, og hvaða möguleikar væru í boði. Í svona ferli, og þegar maður er í sjálfu sér ekki beint að flýta sér, þá kemur alltaf eitthvað upp sem þarf að skoða og tekur tíma. Við vorum bara ekkert að flýta okkur,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Formaður HSÍ ræddi um þjálfaraleitina Formlegar viðræður við Snorra virtust hafa tekið ansi langan tíma, en var erfitt að ná samkomulagi? „Nei, nei. Það er bara alltaf þannig í viðræðum að menn vilja koma sínu að. Við tókum svo þá umræðu og skildum sáttir.“ Arnór mjög spenntur Arnór Atlason var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann tekur einnig við sem aðalþjálfari hjá danska liðinu Team Tvis Holstebro í sumar, en fram að því er hann aðstoðarþjálfari Aalborg og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur. „Hann sýndi þessu strax áhuga. Þegar við vorum búnir að ná samkomulagi við Snorra þá fórum við að horfa í teymið sem slíkt, og það var okkar ákvörðun að bíða þar til við gætum kynnt teymið. Við vildum gera það í einu lagi. Arnór var mjög spenntur en hann er að taka við nýju liði í Danmörku og það tók svolítinn tíma að fínpússa að hann gæti gert þetta, en það stóð alls ekki á honum. Hann var mjög spenntur,“ sagði Guðmundur. Fyrsta stóra verkefni Snorra verður EM í Þýskalandi í janúar en Ísland náði 6. sæti á síðasta Evrópumóti.EPA-EFE/Tamas Kovacs Geti keppt um verðlaun inn á milli En hverjar verða kröfurnar á nýja þjálfarateymið? „Við teljum okkur vera á miðri vegferð. Við erum ekki að fara í að byggja upp eitthvað lið. Við teljum að við séum með menn á góðum aldri í liðinu og höfum rætt það saman að okkar markmið sé svona að vera í topp átta. Til að vinna til verðlauna þarf margt að ganga upp. Við þurfum að vera heppnir með lið í riðli, allir þurfa að vera heilir og svona. Það er ekki raunhæft að keppa um verðlaun á hverju móti en við eigum að geta gert það inn á milli.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. 1. júní 2023 13:39 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Sjá meira
Hundrað dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar hélt HSÍ blaðamannafund í gær til að kynna Snorra til leiks. Í millitíðinni spilaði íslenska landsliðið fjóra síðustu leiki sína í undankeppni EM og náði að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli, og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn. Ísland dróst svo í riðil með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og verður það fyrsta stóra verkefni Snorra að koma Íslandi upp úr þessum riðli, á EM í Þýskalandi í janúar. Vildu losa sig strax við tímapressu En af hverju tók þjálfaraleitin hundrað daga? „Eins og ég hef komið inn á þá ákváðum við strax að losa okkur við alla tímapressu, með því að fá aðstoðarmennina [Guðmundar Guðmundssonar] til að klára þau verkefni sem voru eftir. Til þess í rauninni að geta sett niður hvernig við sáum starfið fyrir okkur, hvernig karakter við vildum fá í það, og hvaða möguleikar væru í boði. Í svona ferli, og þegar maður er í sjálfu sér ekki beint að flýta sér, þá kemur alltaf eitthvað upp sem þarf að skoða og tekur tíma. Við vorum bara ekkert að flýta okkur,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Formaður HSÍ ræddi um þjálfaraleitina Formlegar viðræður við Snorra virtust hafa tekið ansi langan tíma, en var erfitt að ná samkomulagi? „Nei, nei. Það er bara alltaf þannig í viðræðum að menn vilja koma sínu að. Við tókum svo þá umræðu og skildum sáttir.“ Arnór mjög spenntur Arnór Atlason var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann tekur einnig við sem aðalþjálfari hjá danska liðinu Team Tvis Holstebro í sumar, en fram að því er hann aðstoðarþjálfari Aalborg og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur. „Hann sýndi þessu strax áhuga. Þegar við vorum búnir að ná samkomulagi við Snorra þá fórum við að horfa í teymið sem slíkt, og það var okkar ákvörðun að bíða þar til við gætum kynnt teymið. Við vildum gera það í einu lagi. Arnór var mjög spenntur en hann er að taka við nýju liði í Danmörku og það tók svolítinn tíma að fínpússa að hann gæti gert þetta, en það stóð alls ekki á honum. Hann var mjög spenntur,“ sagði Guðmundur. Fyrsta stóra verkefni Snorra verður EM í Þýskalandi í janúar en Ísland náði 6. sæti á síðasta Evrópumóti.EPA-EFE/Tamas Kovacs Geti keppt um verðlaun inn á milli En hverjar verða kröfurnar á nýja þjálfarateymið? „Við teljum okkur vera á miðri vegferð. Við erum ekki að fara í að byggja upp eitthvað lið. Við teljum að við séum með menn á góðum aldri í liðinu og höfum rætt það saman að okkar markmið sé svona að vera í topp átta. Til að vinna til verðlauna þarf margt að ganga upp. Við þurfum að vera heppnir með lið í riðli, allir þurfa að vera heilir og svona. Það er ekki raunhæft að keppa um verðlaun á hverju móti en við eigum að geta gert það inn á milli.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. 1. júní 2023 13:39 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fótbolti Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Fótbolti Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fótbolti „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara Körfubolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Sjá meira
„Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. 1. júní 2023 13:39
Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00