Áfram í Sádi Arabíu og segir deildina efni í eina þá bestu Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 23:31 Ronaldo er ánægður hjá Al-Nassr. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo hefur gefið út að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr á næsta tímabili og segir að deildin í Sádi Arabíu gæti orðið ein af fimm bestu deildum í heimi. Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í lok desember eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Síðan hann flutti sig yfir til Sádi Arabíu hafa sífellt farið af stað orðrómar um hann muni snúa aftur til Evrópu fyrir næsta tímabil. Nú hefur Ronaldo hins vegar staðfest að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið á sínum tíma og rennurinn samningurinn út sumarið 2025. Cristiano Ronaldo has confirmed his intention to remain in the Saudi Pro League (SPL) next season and says the division has the potential to be one of the top five leagues in the world.More from @GuillerRaihttps://t.co/OnqYXwoPnM— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 1, 2023 Ronaldo segist vera ánægður í Sádi Arabíu og segir að deildin geti þróast enn frekar. „Deildin er mjög sterk,“ sagði Ronaldo í viðtali við heimasíðu Saudi Pro League. „Ég held að það séu mörg tækifæri til staðar til að vaxa. Það er samkeppni í deildinni og hér eru mjög góð lið, mjög góðir arabískir leikmenn. Hins vegar þarf að bæta innviðina.“ „Ég er ánægður hérna og vill halda áfram hérna, ég mun halda áfram hérna. Ef þeir halda áfram að gera það sem þeir vilja hérna, þá tel ég að Sádiarabíska deildin gæti orðið ein af fimm sterkustu deildum heims á næstu fimm árum.“ Aðstoðar félagið í uppbyggingunni Persónulegur þjálfari Ronaldo, Ricardo Regufe, hefur verið að skoða möguleika Al-Nassr á að styrkja bæði leikmannahóp og þjálfarateymi félagsins. Þá veitir Ronaldo félaginu ráðgjöf í uppbygginu Al Nassr Sports City. Ronaldo var fjarverandi þegar Al-Nassr vann 3-0 sigur á Al-Fateh á miðvikudag. Hann á við meiðsli að stríða en á fyrsta tímabili sínu með félaginu skoraði hann fjórtán mörk í sextán leikjum. Al-Nassr lauk keppni í öðru sæti, fimm stigum á eftir Al-Ittihad og voru sömuleiðis slegnir úr keppni í undanúrslitum bikarsins. Ronaldo viðurkennir að hann hafi gert ráð fyrir að vinna titil á tímabilinu en segist vongóður að ná því markmiði á næsta ári. „Ég held að við munum bæta okkur mikið á næsta tímabili. Á síðustu fimm til sex mánuðum hefur liðið vaxið, deildin sömuleiðis og öll liðin.“ „Stundum tekur þetta tíma. Ef þú hefur trú þá er allt hægt. Ég bjóst við að vinna eitthvað á þessu tímabili en við gerðum það ekki, en ég er mjög bjartsýnn og öruggur um að hlutirnir munu breytast til hins betra.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í lok desember eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Síðan hann flutti sig yfir til Sádi Arabíu hafa sífellt farið af stað orðrómar um hann muni snúa aftur til Evrópu fyrir næsta tímabil. Nú hefur Ronaldo hins vegar staðfest að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið á sínum tíma og rennurinn samningurinn út sumarið 2025. Cristiano Ronaldo has confirmed his intention to remain in the Saudi Pro League (SPL) next season and says the division has the potential to be one of the top five leagues in the world.More from @GuillerRaihttps://t.co/OnqYXwoPnM— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 1, 2023 Ronaldo segist vera ánægður í Sádi Arabíu og segir að deildin geti þróast enn frekar. „Deildin er mjög sterk,“ sagði Ronaldo í viðtali við heimasíðu Saudi Pro League. „Ég held að það séu mörg tækifæri til staðar til að vaxa. Það er samkeppni í deildinni og hér eru mjög góð lið, mjög góðir arabískir leikmenn. Hins vegar þarf að bæta innviðina.“ „Ég er ánægður hérna og vill halda áfram hérna, ég mun halda áfram hérna. Ef þeir halda áfram að gera það sem þeir vilja hérna, þá tel ég að Sádiarabíska deildin gæti orðið ein af fimm sterkustu deildum heims á næstu fimm árum.“ Aðstoðar félagið í uppbyggingunni Persónulegur þjálfari Ronaldo, Ricardo Regufe, hefur verið að skoða möguleika Al-Nassr á að styrkja bæði leikmannahóp og þjálfarateymi félagsins. Þá veitir Ronaldo félaginu ráðgjöf í uppbygginu Al Nassr Sports City. Ronaldo var fjarverandi þegar Al-Nassr vann 3-0 sigur á Al-Fateh á miðvikudag. Hann á við meiðsli að stríða en á fyrsta tímabili sínu með félaginu skoraði hann fjórtán mörk í sextán leikjum. Al-Nassr lauk keppni í öðru sæti, fimm stigum á eftir Al-Ittihad og voru sömuleiðis slegnir úr keppni í undanúrslitum bikarsins. Ronaldo viðurkennir að hann hafi gert ráð fyrir að vinna titil á tímabilinu en segist vongóður að ná því markmiði á næsta ári. „Ég held að við munum bæta okkur mikið á næsta tímabili. Á síðustu fimm til sex mánuðum hefur liðið vaxið, deildin sömuleiðis og öll liðin.“ „Stundum tekur þetta tíma. Ef þú hefur trú þá er allt hægt. Ég bjóst við að vinna eitthvað á þessu tímabili en við gerðum það ekki, en ég er mjög bjartsýnn og öruggur um að hlutirnir munu breytast til hins betra.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira