Helgi Andri segir upp og biður konunnar Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2023 22:04 Helgi Andri Jónsson. Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ Helgi segir að á þeim rúmu tíu árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi SalesCloud vegnað vel. „SalesCloud hefur náð að hrista verulega upp í íslenska markaðnum og ryðja sér til rúms í geira sölulausna og það fyllir mig gríðarlegu stolti. Fyrirtækið er nú mikilvægur hlekkur í verslun í íslensku samfélagi og vinnur með yfir eina milljón greiðslna í mánuði hverjum. Vaxtarhraði þess í dag er enn mjög mikill og fer meira að segja fram úr vaxtarhraða síðasta árs. Á yfirstandandi ársfjórðungi höfum við náð að loka fleiri samningum en á sama tíma í fyrra og það er áður en tekið er tillit til júnítekna,“ segir Helgi í áðurnefndri yfirlýsingu. Þá segir hann mikið þrekvirki hafa unnist á tímum Covid og segist hann stoltur af því verki sem hann og starfsfólk hans hafi unnið. Framlag starfsfólksins hafi verið ómetanlegt og þakkar Helgi einnig fjárfestum sem færðu fyrirtækinu nauðsynlegt fjármagn. „Á persónulegum nótum þá langar mig að þakka fjölskyldunni minni fyrir að þola mig á þessum tíma. Þeirra stuðningur hefur verið leiðarljós mitt að von á erfiðum tímum. Ég er líka mjög þakklátur fyrir stuðning úr ólíkustu áttum og verið þannig hvattur áfram,“ segir Helgi. Hann segir síðasta árið ekki einungis verið krefjandi á atvinnusviðinu. Hann hafi orðið faðir í fyrsta sinn og sé að læra allt sem því fylgir. „Á stundum sem þessum er það svo skýrt hvað það er sem mestu máli skiptir. Fyrir mig er það fjölskyldan mín. Ég kýs að velja heill hennar fram yfir minn persónulega metnað til vinnu og vona að litli strákurinn minn lesi þetta einhvern tímann og verði stoltur af mér og þessari ákvörðun. Til lífsförunauts míns Kollu sem hefur alltaf verið kletturinn minn og alls engu síður í þessu ferðalagi mínu tengt vinnu. Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ spyr Helgi í lok yfirlýsingarinnar. Vistaskipti Ástin og lífið Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Helgi segir að á þeim rúmu tíu árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi SalesCloud vegnað vel. „SalesCloud hefur náð að hrista verulega upp í íslenska markaðnum og ryðja sér til rúms í geira sölulausna og það fyllir mig gríðarlegu stolti. Fyrirtækið er nú mikilvægur hlekkur í verslun í íslensku samfélagi og vinnur með yfir eina milljón greiðslna í mánuði hverjum. Vaxtarhraði þess í dag er enn mjög mikill og fer meira að segja fram úr vaxtarhraða síðasta árs. Á yfirstandandi ársfjórðungi höfum við náð að loka fleiri samningum en á sama tíma í fyrra og það er áður en tekið er tillit til júnítekna,“ segir Helgi í áðurnefndri yfirlýsingu. Þá segir hann mikið þrekvirki hafa unnist á tímum Covid og segist hann stoltur af því verki sem hann og starfsfólk hans hafi unnið. Framlag starfsfólksins hafi verið ómetanlegt og þakkar Helgi einnig fjárfestum sem færðu fyrirtækinu nauðsynlegt fjármagn. „Á persónulegum nótum þá langar mig að þakka fjölskyldunni minni fyrir að þola mig á þessum tíma. Þeirra stuðningur hefur verið leiðarljós mitt að von á erfiðum tímum. Ég er líka mjög þakklátur fyrir stuðning úr ólíkustu áttum og verið þannig hvattur áfram,“ segir Helgi. Hann segir síðasta árið ekki einungis verið krefjandi á atvinnusviðinu. Hann hafi orðið faðir í fyrsta sinn og sé að læra allt sem því fylgir. „Á stundum sem þessum er það svo skýrt hvað það er sem mestu máli skiptir. Fyrir mig er það fjölskyldan mín. Ég kýs að velja heill hennar fram yfir minn persónulega metnað til vinnu og vona að litli strákurinn minn lesi þetta einhvern tímann og verði stoltur af mér og þessari ákvörðun. Til lífsförunauts míns Kollu sem hefur alltaf verið kletturinn minn og alls engu síður í þessu ferðalagi mínu tengt vinnu. Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ spyr Helgi í lok yfirlýsingarinnar.
Vistaskipti Ástin og lífið Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira