Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.
Segir þar að þriggja manna nefnd meti hæfni umsækjenda. Í henni eiga sæti Hildur Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Auki ehf., formaður, Karl Björnsson, fv. framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sigrún Þorleifsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri hjá innviðaráðuneytinu.
Nöfn umsækjenda í stafrófsröð
- Hildur Ragnars, settur forstjóri Þjóðskrár
- Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri
- Steinþór Kolbeinsson, forstöðumaður
- Sverrir Jónsson, rekstrarstjóri hjá EFTA
- Þröstur Óskarsson, fv. forstjóri