„Ég veit alveg hvar hann á heima“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2023 13:31 Erlingur Birgir Richardsson með markvörðum sínum Petar Jokanovic og Pavel Miskevich. Vísir/Vilhelm Það er ekki á hverjum degi sem fráfarandi og verðandi þjálfari Íslandsmeistaraliðs eru báðir í viðtali á sama tíma en það gerðist í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka. Erlingur Birgir Richardsson gerði ÍBV að Íslandsmeisturum á sínu síðasta ári með liðið en aðstoðarmaður hans, Magnús Stefánsson, mun taka við liðinu í sumar. Erlingur og Magnús mættu í Seinni bylgju settið eftir sigurinn og fyrsta Íslandsmeistaratitil ÍBV í fimm ár. „Þetta var mikill léttir og það er það sem stendur upp úr núna að maður er feginn að þetta skuli vera búið,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Anton En hvernig var fyrir Magnús að vinna með Erlingi þetta tímabilið vitandi það að hann væri sjálfur að fara að taka við Eyjaliðinu? „Það er búið að vera frábært. Þetta er þvílíkur viskubrunnur og ég hef reynt að plokka eins mikið frá honum og hægt er. Ég veit alveg hvar hann á heima þannig að hann kemst ekkert langt í burtu þegar manni vantar góð ráð,“ sagði Magnús Stefánsson. ÍBV komst í 2-0 í einvíginu en missti það síðan niður í oddaleik. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar maður tapar leikjum. Við vorum að vinna okkur í stöður í leikjunum sem við töpuðum og þess vegna var líka svolítið erfitt að átta sig á því hvað var að klikka,“ sagði Erlingur. „Vissulega fer um mann en þess á heldur þá þurfum við þjálfararnir að bregðast við. Magnús er búinn að vinna mikla vinnu í úrslitakeppninni og það hefur hjálpað gífurlega mikið,“ sagði Erlingur. Erlingur og Magnús ræddu málin og Erlingur sagði meðal annars frá því að hann fór í golf á leikdegi. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við þjálfara ÍBV eftir að titilinn var í höfn Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Erlingur sá þriðji sem gerir tvö lið að meisturum Erlingur Richardsson er þriðji þjálfarinn sem gerir tvö lið að Íslandsmeisturum síðan úrslitakeppnin var tekin upp tímabilið 1991-92. 1. júní 2023 14:31 Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30 Dúrí dara dúrí dara dúrí dei: Myndir frá Íslandsmeistarakvöldinu í Eyjum Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar í handbolta karla í þriðja sinn í gærkvöldi þegar þeir unnu 25-23 sigur á Haukum í oddaleik, hreinum úrslitaleik um titilinn. 1. júní 2023 07:00 Ísak og Róbert: Sástu þetta rugl? Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðaron hafa myndað frábært varnarpar í vörn Íslandsmeistaraliðs ÍBV í vetur. Róbert heldur í atvinnumennsku í sumar og segir frábært að kveðja á þessum nótum. 31. maí 2023 23:31 Twitter eftir sigur ÍBV: Sturluð rimma Eins og vanalega hafði fólk ýmislegt að segja á Twitter þegar ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld. 31. maí 2023 22:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Erlingur Birgir Richardsson gerði ÍBV að Íslandsmeisturum á sínu síðasta ári með liðið en aðstoðarmaður hans, Magnús Stefánsson, mun taka við liðinu í sumar. Erlingur og Magnús mættu í Seinni bylgju settið eftir sigurinn og fyrsta Íslandsmeistaratitil ÍBV í fimm ár. „Þetta var mikill léttir og það er það sem stendur upp úr núna að maður er feginn að þetta skuli vera búið,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Anton En hvernig var fyrir Magnús að vinna með Erlingi þetta tímabilið vitandi það að hann væri sjálfur að fara að taka við Eyjaliðinu? „Það er búið að vera frábært. Þetta er þvílíkur viskubrunnur og ég hef reynt að plokka eins mikið frá honum og hægt er. Ég veit alveg hvar hann á heima þannig að hann kemst ekkert langt í burtu þegar manni vantar góð ráð,“ sagði Magnús Stefánsson. ÍBV komst í 2-0 í einvíginu en missti það síðan niður í oddaleik. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar maður tapar leikjum. Við vorum að vinna okkur í stöður í leikjunum sem við töpuðum og þess vegna var líka svolítið erfitt að átta sig á því hvað var að klikka,“ sagði Erlingur. „Vissulega fer um mann en þess á heldur þá þurfum við þjálfararnir að bregðast við. Magnús er búinn að vinna mikla vinnu í úrslitakeppninni og það hefur hjálpað gífurlega mikið,“ sagði Erlingur. Erlingur og Magnús ræddu málin og Erlingur sagði meðal annars frá því að hann fór í golf á leikdegi. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við þjálfara ÍBV eftir að titilinn var í höfn
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Erlingur sá þriðji sem gerir tvö lið að meisturum Erlingur Richardsson er þriðji þjálfarinn sem gerir tvö lið að Íslandsmeisturum síðan úrslitakeppnin var tekin upp tímabilið 1991-92. 1. júní 2023 14:31 Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30 Dúrí dara dúrí dara dúrí dei: Myndir frá Íslandsmeistarakvöldinu í Eyjum Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar í handbolta karla í þriðja sinn í gærkvöldi þegar þeir unnu 25-23 sigur á Haukum í oddaleik, hreinum úrslitaleik um titilinn. 1. júní 2023 07:00 Ísak og Róbert: Sástu þetta rugl? Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðaron hafa myndað frábært varnarpar í vörn Íslandsmeistaraliðs ÍBV í vetur. Róbert heldur í atvinnumennsku í sumar og segir frábært að kveðja á þessum nótum. 31. maí 2023 23:31 Twitter eftir sigur ÍBV: Sturluð rimma Eins og vanalega hafði fólk ýmislegt að segja á Twitter þegar ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld. 31. maí 2023 22:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Erlingur sá þriðji sem gerir tvö lið að meisturum Erlingur Richardsson er þriðji þjálfarinn sem gerir tvö lið að Íslandsmeisturum síðan úrslitakeppnin var tekin upp tímabilið 1991-92. 1. júní 2023 14:31
Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30
Dúrí dara dúrí dara dúrí dei: Myndir frá Íslandsmeistarakvöldinu í Eyjum Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar í handbolta karla í þriðja sinn í gærkvöldi þegar þeir unnu 25-23 sigur á Haukum í oddaleik, hreinum úrslitaleik um titilinn. 1. júní 2023 07:00
Ísak og Róbert: Sástu þetta rugl? Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðaron hafa myndað frábært varnarpar í vörn Íslandsmeistaraliðs ÍBV í vetur. Róbert heldur í atvinnumennsku í sumar og segir frábært að kveðja á þessum nótum. 31. maí 2023 23:31
Twitter eftir sigur ÍBV: Sturluð rimma Eins og vanalega hafði fólk ýmislegt að segja á Twitter þegar ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld. 31. maí 2023 22:30