Nauðgaði vinkonu sinni og bar fyrir sig kynferðislega svefnröskun Árni Sæberg skrifar 2. júní 2023 13:48 Héraðsdómur Reykjaness var fjölskipaður í málinu. Tveir héraðsdómarar og einn læknir kváðu upp dóminn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir nauðgun, með því að hafa haft samræði við konu án hennar samþykkis. Maðurinn hafði fengið að gista heima hjá konunni og unnusta hennar, besta vini sínum. Fyrir dómi kom fram að maðurinn þjáist af svokallaðri kynferðislegri svefnröskun. Við komu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota í maí árið 2021 lýsti konan því fyrir hjúkrunarfræðingi að eftir að hafa verið í samkvæmi kvöldið áður hafi hún farið ásamt unnusta sínum heim til þeirra í Keflavík og skömmu seinna hafi vinur þeirra komið þangað. Hún kvaðst hafa þekkt manninn síðan hann var tólf ára og ákveðið hafi verið að hann myndi gista heima hjá þeim en hann hefði áður gert það. Hún og unnusti hennar hafi verið orðin þreytt og farið inn í herbergi og lokað á eftir sér. Þau hafi reynt að læsa hurðinni en það ekki tekist. Þau hafi sett af stað mynd í tölvunni og farið að sofa en þá hafi klukkan líklega verið á milli klukkan þrjú og fjögur. Konan kvaðst hafa verið nakin þegar hún hafi farið að sofa. Hún kvaðst síðan hafa vaknað við það að maðurinn hafi verið kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við brotaþola um leggöng. Sagði ekkert hafa gerst Hún hafi stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem hafi vaknað og hún sagt honum hvað hefði gerst. Þau hafi ekkert skilið í því hvað maðurinn hafi verið að gera inn í þeirra herbergi. Unnusti konunnar hafi spurt manninn hvað hann hafi verið að gera og hann hafi svarað að það hafi ekkert gerst, hann hafi bara verið sofandi. Maðurinn hafi síðan yfirgefið íbúðina en brotaþoli ekki vitað hvert hann hefði farið. Þá hafi klukkan verið á bilinu sjö til átta. Unnusti konunnar hafi hringt í manninn eftir að hann fór og spurt hvað hann hafi verið að gera og hann hafi sagt að það hefði ekkert gerst. Sagði málið „eitthvað ölvunarkjaftæði“ Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu í ágúst árið 2021, um þremur mánuðum eftir atvikið. Hann sagði að konan og unnusti hennar hafi hringt í hann og beðið hann að koma til þeirra en hann ekki verið alveg tilbúinn í það vegna kostnaðar við það. Þá hafi konan boðist til að borga leigubifreið fyrir hann en unnusti hennar hafi verið besti vinur ákærða. Hann kvaðst hafa verið undir áhrifum þegar hann hafi farið til konunnar og verið búinn að drekka bjór og vodka og fá sér tvær línur af kókaíni. Hann hafi líklega farið til konunna og unnusta hennar um klukkan fimm til sex, þau setið, rætt saman og hlustað á tónlist. Þau hafi drukkið áfengi og fengið sér kókaín og konan og unnusti hennar hafi einnig verið að reykja gras og fleira en ekki hann. Það hafi verið mikið af áfengi og einnig fíkniefni hjá öllum. Hann taldi að hann hafi verið búinn að vera hjá konunni í um þrjár klukkustundir þegar hún og unnusti hennar hafi farið inn í herbergi að sofa og hann farið inn í annað herbergi. Hann muni ekki klukkan hvað það hafi verið en hann hafi hringt í kærustu sína á Facetime og fróað sér með henni. Síðan hafi hann ,,dáið“ en vaknað inn í herbergi konunnar og unnusta hennar og konan hafi verið að hrista rúmið og unnusta sinn. Hann mundi ekki eftir því að hafa farið inn í herbergi konunnar. Hann hafi verið nakinn, á hliðinni og konan grátandi þegar hann hafi vaknað. Unnusti konunnar hafi ekki skilið hvað hún hafi verið að segja og farið inn í annað herbergi til að halda áfram að sofa. Hann hafi farið á eftir honum og farið í föt. Konan og unnusti hennar hafi rætt eitthvað saman og hann sagt við hann að hann þyrfti að fara, sem hann hafi og gert. Hann hafi síðan fengið hringingu frá unnusta konunnar og hann sagt við hann að hann hafi nauðgað konunni, en það sé ekki rétt. „Ákærði sagði að sér hafi fundist að það hafi verið brotið á honum þar sem hann hafi ekki nauðgað brotaþola viljandi. Ákærði hafi átt kærustu á þessum tíma og þetta hafi bara verið eitthvað ölvunarkjaftæði. Ákærði kvaðst ekki vita hvort hann og brotaþoli hafi sofið saman og hann viti ekki til þess að hann hafi sett getnaðarlim sinn inn í brotaþola. Fötin hans hafi verið í herberginu þar sem hann hafi ,,dáið“,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Gekkst undir svefnrannsókn Í september árið 2021 var sálfræðivottorð vegna konunnar unnið. Í samantekt vottorðs sálfræðingsins segir að sálræn einkenni brotaþola í kjölfar áfallsins samsvari einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Ekki sé hægt að segja með vissu hver áhrif meints kynferðisbrots verði þegar til lengri tíma sé litið en ljóst sé að atburðurinn hafi haft víðtæk áhrif á líðan brotaþola. Þá fór verjandi mannsins fram á að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta atriði varðandi kynferðislega svefnröskun, sem kallast sexsomnia á ensku, sem maðurinn sagðist vera haldinn. „Meta skyldi hvort svefnraskanir sem ákærði og tveir kvenmenn hafi lýst í skýrslutökum í tengslum við mál þetta geti orsakað óviljandi og ósjálfráða kynferðislega hegðun eða kynlíf með öðrum einstaklingi. Þá skyldi lagt mat á það hvort ástand ákærða hafi verið með þeim hætti að svefnröskun teljist valda rænuskerðingu eða annars samsvarandi ástands, sem leiði til þess að þær athafnir sem framkvæmdar eru í viðkomandi ástandi, séu ekki unnar með meðvituðum vilja eða á grundvelli ákvörðunar ákærða,“ segir í dóminum. Í matsgerðinni segir að ,,sexsomnia“ sé svefnröskun sem eigi sér stað í djúpsvefni og lýsi sér þannig að manneskja sýni kynferðislega tilburði eða kynferðislega hegðun í svefni, sem hún muni ekki eftir þegar hún vaknar. Í matsgerðinni kemur fram að ákærði hafi farið í nóvember árið 2022 í inniliggjandi svefnrannsókn á Landspítala með heilariti og myndbandsupptöku til að meta svefntengdar raskanir í tengslum við mögulega svefntengda kynhegðun. Ályktun læknis og sérfræðings í svefnrannsóknum hafi verið sú að tíðar uppvaknanir mannnsins úr djúpsvefni, sem tengjast truflunum á heilariti sé í samræmi við það að hann geti verið haldinn svefnröskun tengt djúpsvefni líkt og að sýna kynferðislega hegðun í svefni. Þá kemur fram að einstaklingar sem haldnir séu þessari röskun muni sjaldnast eftir því að hafa sýnt kynferðislega tilburði í svefni. Svefnröskunin hafði ekki áhrif Yfirmatsmenn, sem kvaddir voru af dómara, töldu að maðurinn geti þegar hann er í venjulegum svefni við venjulegar svefnaðstæður sýnt af sér tilburði til kynlífs í svefni og framkvæmt slíkt í svefni án þess að vera meðvitaður um það eða minnast þess daginn eftir. Þeir telja þó að aðstæður hafi verið þannig þegar ákærði framdi brot sitt að ,,dæmigerð“ svefnröskun af völdum parasomniu skýri ekki einvörðungu eða að fullu gjörðir hans í umrætt sinn. „Að mati yfirmatsmanna er atburðarrásin þegar ákærði framdi brot sitt of flókin í tíma, of flókin húsnæðislega, of einbeitt og markmiðsmiðuð til að geta skýrst einvörðungu af parasomniu ástandi. Veigamiklir meðvirkandi áhrifaþættir fyrir aukinni kynhvöt og hvatvísi hjá ákærða hafi verið áfengis-og kókaínnotkun. Minnisleysi ákærða geti fremur skýrst af minnistapi vegna áfengisnotkunar en parasomniu,“ segir í dóminum. Ekki fallist á að ásetning hafi skort Í niðurstöðum héraðsdóms segir að sæði úr manninum hafi greinst við sýnatöku, sem konan undirgekkst eftir atvikið. Þá hafi ekkert komið fram málinu sem bendi til þess að konan hafi samþykkt að hafa samræði við manninn og ekkert sem gat gefið honum tilefni til þess að ætla að samþykki hennar fyrir samræði væri fyrir hendi. Afdráttarlaust samþykki, sem tjáð er af frjálsum vilja, fyrir samræði sé algert skilyrði þess að það verði ekki talið nauðgun. Þá þótti sannað að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og maðurinn hafi þannig nýtt sér ástand hennar. Því þótti sannað að maðurinn hafi nauðgað konunni. Í málinu þurfti einnig að taka afstöðu til þess hvort maðurinn hefði haft ásetning til þess að nauðga konunni, enda bar hann því við að hann hefði ekki vitað um það þegar hann hafði samræði við konuna og líklega skýrðist það af því að hann sé haldinn kynferðislegri svefnröskun. Ásetningur hans hafi því ekki staðið til þess að brjóta gegn konunni og því væru ekki skilyrði til þess að sakfella hann. Að atvikum málsins virtum var það mat dómsins að ekkert hald væri í þeirri vörn mannsins að hann hafi framið verknað sinn í ástandi sem skýrðist af því að hann sé haldinn kynferðislegri svefnröskun og því hafi hann skort ásetning til samræðis við brotaþola. Því var maðurinn sakfelldur og dæmdur til tveggja og hálfs árs óskilorðsbundinnar fangelsisvistar og til þess að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Þá var honum gert að greiða öll málsvarnarlaun verjanda síns, 3,3 milljónir króna, þóknun réttargæslumanns konunnar, 900 þúsund krónur, og annan sakarkostnað upp á 2,9 milljónir króna. Dóminum þegar áfrýjað Ómar R. Valdimarsson, verjandi mannsins, segir í yfirlýsingu að dóminum hafi þegar verið áfrýjað til Landsréttar. Hann segir að undirmatsmaður í málinu hafi verið afdráttarlaus með það, að sakborningurinn hefði ekki framið verknaðinn með ásetningi. Yfirmatsmenn, sem komust að andstæðri niðurstöðu, hafi talað í beinni andstöðu við þær fræðigreinar sem þeir vitnuðu til í matsgerðinni. Hvítt hafi verið svart og svart verið fjólublátt. Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Við komu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota í maí árið 2021 lýsti konan því fyrir hjúkrunarfræðingi að eftir að hafa verið í samkvæmi kvöldið áður hafi hún farið ásamt unnusta sínum heim til þeirra í Keflavík og skömmu seinna hafi vinur þeirra komið þangað. Hún kvaðst hafa þekkt manninn síðan hann var tólf ára og ákveðið hafi verið að hann myndi gista heima hjá þeim en hann hefði áður gert það. Hún og unnusti hennar hafi verið orðin þreytt og farið inn í herbergi og lokað á eftir sér. Þau hafi reynt að læsa hurðinni en það ekki tekist. Þau hafi sett af stað mynd í tölvunni og farið að sofa en þá hafi klukkan líklega verið á milli klukkan þrjú og fjögur. Konan kvaðst hafa verið nakin þegar hún hafi farið að sofa. Hún kvaðst síðan hafa vaknað við það að maðurinn hafi verið kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við brotaþola um leggöng. Sagði ekkert hafa gerst Hún hafi stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem hafi vaknað og hún sagt honum hvað hefði gerst. Þau hafi ekkert skilið í því hvað maðurinn hafi verið að gera inn í þeirra herbergi. Unnusti konunnar hafi spurt manninn hvað hann hafi verið að gera og hann hafi svarað að það hafi ekkert gerst, hann hafi bara verið sofandi. Maðurinn hafi síðan yfirgefið íbúðina en brotaþoli ekki vitað hvert hann hefði farið. Þá hafi klukkan verið á bilinu sjö til átta. Unnusti konunnar hafi hringt í manninn eftir að hann fór og spurt hvað hann hafi verið að gera og hann hafi sagt að það hefði ekkert gerst. Sagði málið „eitthvað ölvunarkjaftæði“ Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu í ágúst árið 2021, um þremur mánuðum eftir atvikið. Hann sagði að konan og unnusti hennar hafi hringt í hann og beðið hann að koma til þeirra en hann ekki verið alveg tilbúinn í það vegna kostnaðar við það. Þá hafi konan boðist til að borga leigubifreið fyrir hann en unnusti hennar hafi verið besti vinur ákærða. Hann kvaðst hafa verið undir áhrifum þegar hann hafi farið til konunnar og verið búinn að drekka bjór og vodka og fá sér tvær línur af kókaíni. Hann hafi líklega farið til konunna og unnusta hennar um klukkan fimm til sex, þau setið, rætt saman og hlustað á tónlist. Þau hafi drukkið áfengi og fengið sér kókaín og konan og unnusti hennar hafi einnig verið að reykja gras og fleira en ekki hann. Það hafi verið mikið af áfengi og einnig fíkniefni hjá öllum. Hann taldi að hann hafi verið búinn að vera hjá konunni í um þrjár klukkustundir þegar hún og unnusti hennar hafi farið inn í herbergi að sofa og hann farið inn í annað herbergi. Hann muni ekki klukkan hvað það hafi verið en hann hafi hringt í kærustu sína á Facetime og fróað sér með henni. Síðan hafi hann ,,dáið“ en vaknað inn í herbergi konunnar og unnusta hennar og konan hafi verið að hrista rúmið og unnusta sinn. Hann mundi ekki eftir því að hafa farið inn í herbergi konunnar. Hann hafi verið nakinn, á hliðinni og konan grátandi þegar hann hafi vaknað. Unnusti konunnar hafi ekki skilið hvað hún hafi verið að segja og farið inn í annað herbergi til að halda áfram að sofa. Hann hafi farið á eftir honum og farið í föt. Konan og unnusti hennar hafi rætt eitthvað saman og hann sagt við hann að hann þyrfti að fara, sem hann hafi og gert. Hann hafi síðan fengið hringingu frá unnusta konunnar og hann sagt við hann að hann hafi nauðgað konunni, en það sé ekki rétt. „Ákærði sagði að sér hafi fundist að það hafi verið brotið á honum þar sem hann hafi ekki nauðgað brotaþola viljandi. Ákærði hafi átt kærustu á þessum tíma og þetta hafi bara verið eitthvað ölvunarkjaftæði. Ákærði kvaðst ekki vita hvort hann og brotaþoli hafi sofið saman og hann viti ekki til þess að hann hafi sett getnaðarlim sinn inn í brotaþola. Fötin hans hafi verið í herberginu þar sem hann hafi ,,dáið“,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Gekkst undir svefnrannsókn Í september árið 2021 var sálfræðivottorð vegna konunnar unnið. Í samantekt vottorðs sálfræðingsins segir að sálræn einkenni brotaþola í kjölfar áfallsins samsvari einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Ekki sé hægt að segja með vissu hver áhrif meints kynferðisbrots verði þegar til lengri tíma sé litið en ljóst sé að atburðurinn hafi haft víðtæk áhrif á líðan brotaþola. Þá fór verjandi mannsins fram á að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta atriði varðandi kynferðislega svefnröskun, sem kallast sexsomnia á ensku, sem maðurinn sagðist vera haldinn. „Meta skyldi hvort svefnraskanir sem ákærði og tveir kvenmenn hafi lýst í skýrslutökum í tengslum við mál þetta geti orsakað óviljandi og ósjálfráða kynferðislega hegðun eða kynlíf með öðrum einstaklingi. Þá skyldi lagt mat á það hvort ástand ákærða hafi verið með þeim hætti að svefnröskun teljist valda rænuskerðingu eða annars samsvarandi ástands, sem leiði til þess að þær athafnir sem framkvæmdar eru í viðkomandi ástandi, séu ekki unnar með meðvituðum vilja eða á grundvelli ákvörðunar ákærða,“ segir í dóminum. Í matsgerðinni segir að ,,sexsomnia“ sé svefnröskun sem eigi sér stað í djúpsvefni og lýsi sér þannig að manneskja sýni kynferðislega tilburði eða kynferðislega hegðun í svefni, sem hún muni ekki eftir þegar hún vaknar. Í matsgerðinni kemur fram að ákærði hafi farið í nóvember árið 2022 í inniliggjandi svefnrannsókn á Landspítala með heilariti og myndbandsupptöku til að meta svefntengdar raskanir í tengslum við mögulega svefntengda kynhegðun. Ályktun læknis og sérfræðings í svefnrannsóknum hafi verið sú að tíðar uppvaknanir mannnsins úr djúpsvefni, sem tengjast truflunum á heilariti sé í samræmi við það að hann geti verið haldinn svefnröskun tengt djúpsvefni líkt og að sýna kynferðislega hegðun í svefni. Þá kemur fram að einstaklingar sem haldnir séu þessari röskun muni sjaldnast eftir því að hafa sýnt kynferðislega tilburði í svefni. Svefnröskunin hafði ekki áhrif Yfirmatsmenn, sem kvaddir voru af dómara, töldu að maðurinn geti þegar hann er í venjulegum svefni við venjulegar svefnaðstæður sýnt af sér tilburði til kynlífs í svefni og framkvæmt slíkt í svefni án þess að vera meðvitaður um það eða minnast þess daginn eftir. Þeir telja þó að aðstæður hafi verið þannig þegar ákærði framdi brot sitt að ,,dæmigerð“ svefnröskun af völdum parasomniu skýri ekki einvörðungu eða að fullu gjörðir hans í umrætt sinn. „Að mati yfirmatsmanna er atburðarrásin þegar ákærði framdi brot sitt of flókin í tíma, of flókin húsnæðislega, of einbeitt og markmiðsmiðuð til að geta skýrst einvörðungu af parasomniu ástandi. Veigamiklir meðvirkandi áhrifaþættir fyrir aukinni kynhvöt og hvatvísi hjá ákærða hafi verið áfengis-og kókaínnotkun. Minnisleysi ákærða geti fremur skýrst af minnistapi vegna áfengisnotkunar en parasomniu,“ segir í dóminum. Ekki fallist á að ásetning hafi skort Í niðurstöðum héraðsdóms segir að sæði úr manninum hafi greinst við sýnatöku, sem konan undirgekkst eftir atvikið. Þá hafi ekkert komið fram málinu sem bendi til þess að konan hafi samþykkt að hafa samræði við manninn og ekkert sem gat gefið honum tilefni til þess að ætla að samþykki hennar fyrir samræði væri fyrir hendi. Afdráttarlaust samþykki, sem tjáð er af frjálsum vilja, fyrir samræði sé algert skilyrði þess að það verði ekki talið nauðgun. Þá þótti sannað að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og maðurinn hafi þannig nýtt sér ástand hennar. Því þótti sannað að maðurinn hafi nauðgað konunni. Í málinu þurfti einnig að taka afstöðu til þess hvort maðurinn hefði haft ásetning til þess að nauðga konunni, enda bar hann því við að hann hefði ekki vitað um það þegar hann hafði samræði við konuna og líklega skýrðist það af því að hann sé haldinn kynferðislegri svefnröskun. Ásetningur hans hafi því ekki staðið til þess að brjóta gegn konunni og því væru ekki skilyrði til þess að sakfella hann. Að atvikum málsins virtum var það mat dómsins að ekkert hald væri í þeirri vörn mannsins að hann hafi framið verknað sinn í ástandi sem skýrðist af því að hann sé haldinn kynferðislegri svefnröskun og því hafi hann skort ásetning til samræðis við brotaþola. Því var maðurinn sakfelldur og dæmdur til tveggja og hálfs árs óskilorðsbundinnar fangelsisvistar og til þess að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Þá var honum gert að greiða öll málsvarnarlaun verjanda síns, 3,3 milljónir króna, þóknun réttargæslumanns konunnar, 900 þúsund krónur, og annan sakarkostnað upp á 2,9 milljónir króna. Dóminum þegar áfrýjað Ómar R. Valdimarsson, verjandi mannsins, segir í yfirlýsingu að dóminum hafi þegar verið áfrýjað til Landsréttar. Hann segir að undirmatsmaður í málinu hafi verið afdráttarlaus með það, að sakborningurinn hefði ekki framið verknaðinn með ásetningi. Yfirmatsmenn, sem komust að andstæðri niðurstöðu, hafi talað í beinni andstöðu við þær fræðigreinar sem þeir vitnuðu til í matsgerðinni. Hvítt hafi verið svart og svart verið fjólublátt.
Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Dómsmál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira