Óvæntar vendingar á Spáni í dag Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2023 22:30 Fernando Alonso lenti í smá basli á heimavelli á Aston Martin bíl sínum í dag Vísir/Getty Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og ökumaður Red Bull Racing, verður á rásspól í Spánarkappakstrinum sem fram fer á morgun. Þetta varð ljóst eftir að Hollendingurinn setti hraðasta hringinn í tímatökum fyrr í dag. Þó það séu kannski ekki óvænt tíðindi, miðað við yfirburði Red Bull Racing á yfirstandandi tímabili, þá koma næstu menn á eftir Verstappen úr nokkuð óvæntri átt. Carlos Sainz, ökumaður Ferrari sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri það sem af er tímabili, ræsir annar á morgun og næst á eftir honum er að finna Lando Norris á bíl McLaren. Pierre Gasly, ökumaður Alpine, setti fjórða hraðasta tímann í síðustu umferð tímatökunnar en hann fékk síðan í hendurnar sex sæta refsingu fyrir að hafa í tvígang þvælst fyrir öðrum ökumönnum á hröðum hring. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á bíl Mercedes ræsir fjórði en Sergio Perez (Red Bull Racing) og Fernando Alonso (Aston Martin, aðal keppinauta Verstappen í stigakeppni ökumanna er ekki að finna á meðal fremstu manna. Alonso ræsir áttundi en í kjölfar rigningar á brautarsvæðinu missti hann stjórn á bíl sínum og endaði utan brautar. Á þeirri stundu urðu skemmdir á undirvagni bíls hans sem ekki tókst að laga að fullu. Perez datt úr leik í tímatökum í annarri umferð. Honum tókst með naumindum að komast áfram úr fyrstu umferð og í þeirri annarri endaði hann utan brautar undir lokin, skemmdi dekkjagang sinn og mun ræsa ellefti á morgun. Það stefnir því allt í ansi áhugaverðan Formúlu 1 kappakstur á Spáni á morgun en ætla má, miðað við yfirburði Verstappen á tímabilinu til þessa að lítil spenna muni ríkja um fyrsta sæti kappakstursins. Akstursíþróttir Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir að Hollendingurinn setti hraðasta hringinn í tímatökum fyrr í dag. Þó það séu kannski ekki óvænt tíðindi, miðað við yfirburði Red Bull Racing á yfirstandandi tímabili, þá koma næstu menn á eftir Verstappen úr nokkuð óvæntri átt. Carlos Sainz, ökumaður Ferrari sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri það sem af er tímabili, ræsir annar á morgun og næst á eftir honum er að finna Lando Norris á bíl McLaren. Pierre Gasly, ökumaður Alpine, setti fjórða hraðasta tímann í síðustu umferð tímatökunnar en hann fékk síðan í hendurnar sex sæta refsingu fyrir að hafa í tvígang þvælst fyrir öðrum ökumönnum á hröðum hring. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á bíl Mercedes ræsir fjórði en Sergio Perez (Red Bull Racing) og Fernando Alonso (Aston Martin, aðal keppinauta Verstappen í stigakeppni ökumanna er ekki að finna á meðal fremstu manna. Alonso ræsir áttundi en í kjölfar rigningar á brautarsvæðinu missti hann stjórn á bíl sínum og endaði utan brautar. Á þeirri stundu urðu skemmdir á undirvagni bíls hans sem ekki tókst að laga að fullu. Perez datt úr leik í tímatökum í annarri umferð. Honum tókst með naumindum að komast áfram úr fyrstu umferð og í þeirri annarri endaði hann utan brautar undir lokin, skemmdi dekkjagang sinn og mun ræsa ellefti á morgun. Það stefnir því allt í ansi áhugaverðan Formúlu 1 kappakstur á Spáni á morgun en ætla má, miðað við yfirburði Verstappen á tímabilinu til þessa að lítil spenna muni ríkja um fyrsta sæti kappakstursins.
Akstursíþróttir Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti