Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2023 22:18 Löng biðröð var til að komast um borð í glænýja Airbus-þotu flugfélagsins Play. Egill Aðalsteinsson Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá flugsýningunni, sem Flugmálafélag Íslands stóð fyrir, þar sem áhersla var lögð á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélag. „Þetta er bara rjóminn af því sem er í gangi í fluginu í dag, bæði stærstu og minnstu vélar, og drónar, og sýna breiddina og fjölbreytnina í íslensku flugsamfélagi,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands. Ætla má að nokkur þúsund manns hafi lagt leið sína niður á flugvöll en sjá mátti á áttunda tug flugvéla og flygilda og í lofti voru sýnd þriðja tug flugatriða. Og heyra mátti áhorfendur taka andköf þegar listflugmenn léku listir sínar, meira að segja á þyrlu. „Það er mjög mikill áhugi alltaf á flugsýningu. Þetta er einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar, eins og við sjáum það,“ segir Matthías. Flugvél, reiðhjól og skíði. Þessi er til í allt, þarf afar stutta flugbraut og stór blöðrudekk þýða að hún getur lent á grófu undirlagi.Egill Aðalsteinsson Stórar þotur vekja jafnan athygli en tvær Boeing 757 þotur Icelandair rennu sér yfir sýningarsvæðið. Smæstu flygildin vöktu ekki síður athygli eins og ótrúlegt færni drónaflugmanna. Þá var fyrsta og eina rafmagnsflugvél Íslands sýnd almenningi í fyrsta sinn á flugsýningu og Einari Þorsteinssyni, formanni borgarráðs, boðið í flugtúr. -Eruð þið að reyna að snúa honum? „Á dögum sem þessum þá eru allir í góðu skapi. Við buðum honum hingað til þess að segja okkur hver hans hugur væri gagnvart flugi. Hann var með mjög góða setningarræðu, setti hátíðina hérna, og sagði bara það sem okkur finnst líka; að flugið er mikilvægt og það ber að hlúa að því,“ svarar forseti Flugmálafélagsins. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, lentur eftir flug í rafmagnsflugvélinni.Egill Aðalsteinsson Áhugi sýningargesta var sennilega mestur á að skoða nýjustu farþegaflugvél landsmanna. Langar biðraðir mynduðust til að skoða hina nýju Airbus-þotu Play en hún átti lokaatriði sýningarinnar. Eftir tignarlegt flugtak og sýningarhring yfir borginni renndi hún sér í hröðu lágflugi yfir aðalflugbrautinni. „Við erum mikil flugþjóð og höfum verið í fleiri áratugi. Það er svo skemmtilegt að sjá einmitt hvað það eru margir sem sýna fluginu áhuga og eru að sinna því. Það eru margir sem hafa atvinnu af fluginu og þeir koma hingað líka til að samgleðjast með okkur,“ segir Matthías. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Hafsteinn Snær Þorsteinsson ljósmyndari tók á flugsýningunni: Svifvængjaflugmenn nýlentir.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Gírókopti á leið til flugtaks. Flugmaður er Sveinn Kjartansson.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Fylgst með loftfimleikum yfir flugbraut.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Airbus A321-þota Play. Nýja byggðin á Hlíðarendareit í baksýn.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Sviffluga í listflugi. Flugmaður er Ásgeir Bjarnason.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Horft til himins.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Á stigapalli við Airbus-vél Play. Flugstjórinn Jóhann Borgþórsson í miðið.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Flugmælingavél Isavia, TF-FMS. Flugmenn eru Þórður Pálsson og Kjartan Ben Heiðberg.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Listflug á Yak 52, TF-BCK. Flugmaður er Snorri Bjarnvin Jónsson.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Skrifað í skýin.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Flugkappi beðinn um eiginhandaráritun að sýningu lokinni.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Nýjan þotan dró að sér mikinn mannfjölda.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Fisvélar í bland við hefðbundnar einkaflugvélar.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Um áttatíu flugför voru til sýnis.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Play Icelandair Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá flugsýningunni, sem Flugmálafélag Íslands stóð fyrir, þar sem áhersla var lögð á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélag. „Þetta er bara rjóminn af því sem er í gangi í fluginu í dag, bæði stærstu og minnstu vélar, og drónar, og sýna breiddina og fjölbreytnina í íslensku flugsamfélagi,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands. Ætla má að nokkur þúsund manns hafi lagt leið sína niður á flugvöll en sjá mátti á áttunda tug flugvéla og flygilda og í lofti voru sýnd þriðja tug flugatriða. Og heyra mátti áhorfendur taka andköf þegar listflugmenn léku listir sínar, meira að segja á þyrlu. „Það er mjög mikill áhugi alltaf á flugsýningu. Þetta er einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar, eins og við sjáum það,“ segir Matthías. Flugvél, reiðhjól og skíði. Þessi er til í allt, þarf afar stutta flugbraut og stór blöðrudekk þýða að hún getur lent á grófu undirlagi.Egill Aðalsteinsson Stórar þotur vekja jafnan athygli en tvær Boeing 757 þotur Icelandair rennu sér yfir sýningarsvæðið. Smæstu flygildin vöktu ekki síður athygli eins og ótrúlegt færni drónaflugmanna. Þá var fyrsta og eina rafmagnsflugvél Íslands sýnd almenningi í fyrsta sinn á flugsýningu og Einari Þorsteinssyni, formanni borgarráðs, boðið í flugtúr. -Eruð þið að reyna að snúa honum? „Á dögum sem þessum þá eru allir í góðu skapi. Við buðum honum hingað til þess að segja okkur hver hans hugur væri gagnvart flugi. Hann var með mjög góða setningarræðu, setti hátíðina hérna, og sagði bara það sem okkur finnst líka; að flugið er mikilvægt og það ber að hlúa að því,“ svarar forseti Flugmálafélagsins. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, lentur eftir flug í rafmagnsflugvélinni.Egill Aðalsteinsson Áhugi sýningargesta var sennilega mestur á að skoða nýjustu farþegaflugvél landsmanna. Langar biðraðir mynduðust til að skoða hina nýju Airbus-þotu Play en hún átti lokaatriði sýningarinnar. Eftir tignarlegt flugtak og sýningarhring yfir borginni renndi hún sér í hröðu lágflugi yfir aðalflugbrautinni. „Við erum mikil flugþjóð og höfum verið í fleiri áratugi. Það er svo skemmtilegt að sjá einmitt hvað það eru margir sem sýna fluginu áhuga og eru að sinna því. Það eru margir sem hafa atvinnu af fluginu og þeir koma hingað líka til að samgleðjast með okkur,“ segir Matthías. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Hafsteinn Snær Þorsteinsson ljósmyndari tók á flugsýningunni: Svifvængjaflugmenn nýlentir.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Gírókopti á leið til flugtaks. Flugmaður er Sveinn Kjartansson.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Fylgst með loftfimleikum yfir flugbraut.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Airbus A321-þota Play. Nýja byggðin á Hlíðarendareit í baksýn.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Sviffluga í listflugi. Flugmaður er Ásgeir Bjarnason.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Horft til himins.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Á stigapalli við Airbus-vél Play. Flugstjórinn Jóhann Borgþórsson í miðið.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Flugmælingavél Isavia, TF-FMS. Flugmenn eru Þórður Pálsson og Kjartan Ben Heiðberg.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Listflug á Yak 52, TF-BCK. Flugmaður er Snorri Bjarnvin Jónsson.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Skrifað í skýin.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Flugkappi beðinn um eiginhandaráritun að sýningu lokinni.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Nýjan þotan dró að sér mikinn mannfjölda.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Fisvélar í bland við hefðbundnar einkaflugvélar.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Um áttatíu flugför voru til sýnis.Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Play Icelandair Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira