Einar búi yfir töktum frá Ólafi föður sínum Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 09:00 Einar Þorsteinn spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Fredericia í Danmörku. Faðir Einars er Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn. Vísir/Samsett mynd Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica segir Einar Þorstein Ólafsson, leikmann liðsins hafa tekið miklum framförum en félagið er hans fyrsti viðkomustaður á atvinnumannaferlinum. Þá megi greina takta hjá leikmanninum sem faðir hans, handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, bjó yfir í leik sínum. Einar Þorsteinn er 21 árs gamall og hefur hann verið á mála hjá Fredericia í rúmt eitt ár núna. „Einar er mjög efnilegur leikmaður og stundar íþróttina af mikilli samviskusemi og á nú ekki langt að sækja það,“ segir Guðmundur, þjálfari Einars í samtali við Vísi. „Hann hefur klárlega hæfileika og er á hárréttum stað í sínu þroskaferli sem leikmaður. “ Danska deildin sé mjög krefjandi deild hafi Einar því verið að koma inn í mjög erfiðar aðstæður í upphafi síns atvinnumannaferils. „Hér er að finna mjög líkamlega sterka leikmenn, taktískt séð eru þeir einnig mjög sterkir og búa yfir miklum hraða og þá er enginn auðveldur leikur í þessari deild.“ Einar hafi þó tekið miklum framförum í þessum aðstæðum. „Til að byrja með var þetta ekki einfalt fyrir hann en núna hefur Einar sýnt það og sannað að hann er að verða betri og betri.“ Eigi að henda frasanum „Einar komst ekki á blað“ Að sögn Guðmundar hefur Einar stóru hlutverki að gegna í liði Frederica. „Það þarf að breyta einum frasa á Íslandi, það er frasinn „Einar komst ekki á blað“ þar sem er svo látið við sitja sökum þess að Einar hefur ekki verið að skora mikið af mörkum. Hann er hins vegar að spila mjög stórt hlutverk hjá okkur varnarlega og er því svo sannarlega á blaði og menn verða að átta sig á því að hann er, eins og staðan er núna, fyrst og fremst varnarmaður í liðinu þó svo að hann keyri einnig upp hraðaupphlaupin.“ Einar eigi bara eftir að þroskast meira eftir því sem líður á og verða betri. „Hann á framtíðina fyrir sér í þessu, alveg klárlega.“ Guðmundur þjálfaði Ólaf Stefánsson, föður Einars og goðsögn í handboltaheiminum, lengi vel hjá íslenska landsliðinu. Hann segir Einar klárlega hafa tekið í gagnið takta frá föður sínum inn á völlinn. „Hann hefur mjög góðan skilning á handbolta og er alltaf á fullu, æfir mjög vel og er samviskusamur. Með því verður hann bara betri og betri leikmaður en það mun taka tíma fyrir hann að ná enn lengra. Þetta er ferli og Einar er enn ungur.“ Danski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Einar Þorsteinn er 21 árs gamall og hefur hann verið á mála hjá Fredericia í rúmt eitt ár núna. „Einar er mjög efnilegur leikmaður og stundar íþróttina af mikilli samviskusemi og á nú ekki langt að sækja það,“ segir Guðmundur, þjálfari Einars í samtali við Vísi. „Hann hefur klárlega hæfileika og er á hárréttum stað í sínu þroskaferli sem leikmaður. “ Danska deildin sé mjög krefjandi deild hafi Einar því verið að koma inn í mjög erfiðar aðstæður í upphafi síns atvinnumannaferils. „Hér er að finna mjög líkamlega sterka leikmenn, taktískt séð eru þeir einnig mjög sterkir og búa yfir miklum hraða og þá er enginn auðveldur leikur í þessari deild.“ Einar hafi þó tekið miklum framförum í þessum aðstæðum. „Til að byrja með var þetta ekki einfalt fyrir hann en núna hefur Einar sýnt það og sannað að hann er að verða betri og betri.“ Eigi að henda frasanum „Einar komst ekki á blað“ Að sögn Guðmundar hefur Einar stóru hlutverki að gegna í liði Frederica. „Það þarf að breyta einum frasa á Íslandi, það er frasinn „Einar komst ekki á blað“ þar sem er svo látið við sitja sökum þess að Einar hefur ekki verið að skora mikið af mörkum. Hann er hins vegar að spila mjög stórt hlutverk hjá okkur varnarlega og er því svo sannarlega á blaði og menn verða að átta sig á því að hann er, eins og staðan er núna, fyrst og fremst varnarmaður í liðinu þó svo að hann keyri einnig upp hraðaupphlaupin.“ Einar eigi bara eftir að þroskast meira eftir því sem líður á og verða betri. „Hann á framtíðina fyrir sér í þessu, alveg klárlega.“ Guðmundur þjálfaði Ólaf Stefánsson, föður Einars og goðsögn í handboltaheiminum, lengi vel hjá íslenska landsliðinu. Hann segir Einar klárlega hafa tekið í gagnið takta frá föður sínum inn á völlinn. „Hann hefur mjög góðan skilning á handbolta og er alltaf á fullu, æfir mjög vel og er samviskusamur. Með því verður hann bara betri og betri leikmaður en það mun taka tíma fyrir hann að ná enn lengra. Þetta er ferli og Einar er enn ungur.“
Danski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira