Katrín fundaði með formönnum um yfirvofandi launahækkanir Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2023 09:27 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í morgun með formönnum flokka á þingi þar sem yfirvofandi launahækkanir æðstu ráðamanna voru til umræðu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Launahækkanir æðstu ráðmanna munu að óbreyttu taka gildi 1. júlí næstkomandi og nema þær allt frá 6 til 6,3 prósentum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt fyrirhugaða hækkun harðlega og hafa talað fyrir því að laun ráðamanna hækki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Þannig hafi verið bent á að ekkert þak sé á launahækkuninni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Launahækkunin nemur 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður árið 2019. Laun forsætisráðherra munu þannig hækka um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir helgi að til greina kæmi að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum með einhverjum hætti. Sagði hann að á Alþingi væri ágætis samhljómur um að hækkun launa myndi taka breytingum með hliðsjón af samningum hjá opinberum starfsmönnum. Þá sagði hann að erfitt væri að sjá fyrir sér fyrirkomulag sem nokkur sátt gæti verið um fyrir laun æðstu embættismanna ríkisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fréttamann að loknum fundi. Hún vildi þó lítið gefa uppi um það sem kom fram á fundinum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Launahækkanir æðstu ráðmanna munu að óbreyttu taka gildi 1. júlí næstkomandi og nema þær allt frá 6 til 6,3 prósentum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt fyrirhugaða hækkun harðlega og hafa talað fyrir því að laun ráðamanna hækki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Þannig hafi verið bent á að ekkert þak sé á launahækkuninni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Launahækkunin nemur 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður árið 2019. Laun forsætisráðherra munu þannig hækka um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir helgi að til greina kæmi að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum með einhverjum hætti. Sagði hann að á Alþingi væri ágætis samhljómur um að hækkun launa myndi taka breytingum með hliðsjón af samningum hjá opinberum starfsmönnum. Þá sagði hann að erfitt væri að sjá fyrir sér fyrirkomulag sem nokkur sátt gæti verið um fyrir laun æðstu embættismanna ríkisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fréttamann að loknum fundi. Hún vildi þó lítið gefa uppi um það sem kom fram á fundinum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29