Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2023 10:26 Heiðar Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í morgun. Fundi samninganefnda lauk á öðrum tímanum í nótt án niðurstöðu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Samninganefnd sambandsins hafi ítrekað lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað. Það síðasta innihaldi í megin atriðum eftirfarandi: 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa á mánuði frá 1. apríl 2023, sem nær til um helmings félagsmanna. 55.700 kr. persónuuppbót þann 1. maí 2023. 130.900 kr. persónuuppbót þann 1. desember 2023. Sambandið hafi á undanförnum vikum skrifað undir kjarasamninga við fjölda stéttarfélaga. Meðal annars við ellefu aðildarfélög BHM, Eflingu, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara. Í tilkynningunni er lögð áhersla á að í janúar 20202 hafi Starfsgreinasambandið (SGS) skrifað undir kjarasamning við sambandið með gildistíma til 30. september og launatöflu 5 sem tryggði félagsfólki þeirra launahækkun þann 1. janúar 2023. „Með því að hafna sama kjarasamningi og SGS samdi um hafnaði forysta BSRB launahækkun sem þeim stóð til boða og þar með jafnstöðu starfsfólks í sömu störfum á fyrstu þremur mánuðum ársins,“ segir í tilkynningunni. Ljóst sé að tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geti ekki verið í gildi á sama tíma, í þessu tilfelli fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. „Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar að kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hálfu sveitarfélaga.“ Sonja Ýr segir að nú færist mikill þungi í verkfallsaðgerðir. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í morgun. Fundi samninganefnda lauk á öðrum tímanum í nótt án niðurstöðu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Samninganefnd sambandsins hafi ítrekað lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað. Það síðasta innihaldi í megin atriðum eftirfarandi: 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa á mánuði frá 1. apríl 2023, sem nær til um helmings félagsmanna. 55.700 kr. persónuuppbót þann 1. maí 2023. 130.900 kr. persónuuppbót þann 1. desember 2023. Sambandið hafi á undanförnum vikum skrifað undir kjarasamninga við fjölda stéttarfélaga. Meðal annars við ellefu aðildarfélög BHM, Eflingu, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara. Í tilkynningunni er lögð áhersla á að í janúar 20202 hafi Starfsgreinasambandið (SGS) skrifað undir kjarasamning við sambandið með gildistíma til 30. september og launatöflu 5 sem tryggði félagsfólki þeirra launahækkun þann 1. janúar 2023. „Með því að hafna sama kjarasamningi og SGS samdi um hafnaði forysta BSRB launahækkun sem þeim stóð til boða og þar með jafnstöðu starfsfólks í sömu störfum á fyrstu þremur mánuðum ársins,“ segir í tilkynningunni. Ljóst sé að tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geti ekki verið í gildi á sama tíma, í þessu tilfelli fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. „Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar að kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hálfu sveitarfélaga.“ Sonja Ýr segir að nú færist mikill þungi í verkfallsaðgerðir.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira