„Fínt að deila þessu með honum í smástund“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2023 12:31 Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur verið að gera góða hluti á mótum í Danmörku og Noregi undanfarna daga. FRÍ/Marta María „Það er ágætis afrek,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem nú getur státað sig af því að enginn Íslendingur hafi nokkru sinni hlaupið hraðar en hann – að minnsta kosti frá því að tímatökur í frjálsum íþróttum hófust. Þessi 27 ára gamli FH-ingur, og áður Akureyringur, jafnaði um helgina sex ára gamalt Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi, á býsna sterku móti í Bergen í Noregi. Metið er 10,51 sekúndur og Kolbeinn hefur fulla trú á að sér takist að slá metið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) „Það er fínt að deila þessu með honum [Ara Braga] í smástund. Leyfa honum að hafa þetta aðeins lengur,“ segir Kolbeinn léttur í samtali við Vísi. Kolbeinn er í miðri mótatörn á Norðurlöndum sem lýkur með Kaupmannahafnarleikunum á miðvikudag. Hann sló Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi í Danmörku fyrir rúmri viku, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Á mótinu í Danmörku hljóp hann einnig á besta tíma Íslendings í 100 metra hlaupi, eða 10,29 sekúndum, en meðvindur (2,4 m/s) var of mikill til að það teldist Íslandsmet. „Veit að ég á mikið meira inni“ Kolbeinn jafnaði svo hins vegar metið í 100 metra hlaupinu á Trond Mohn Games í Bergen á laugardag, þar sem hann varð í 4. sæti. „Ég mætti þarna til Bergen á frekar sterkt mót, það er rankað sem „silfurmót“, og í ágætar aðstæður þó að það væri frekar kalt. Ég hljóp mig inn í úrslit og endaði í 4. sæti þar en vildi nú að minnsta kosti ná topp þremur þar, og tel mig alveg geta náð því. En ég sætti mig við þetta, og að hafa jafnað Íslandsmetið. Ég stefndi á að slá það en veit að ég á mikið meira inni og það kemur þegar það kemur,“ segir Kolbeinn. Hann var því auðvitað vel meðvitaður um hvert Íslandsmetið væri og ætlar sér að slá það í sumar. „Já, maður er alltaf með þetta á bakvið eyrað. Ég er nú þegar búinn að hlaupa vel undir því, í síðustu viku, en það var bara aðeins of mikill vindur til þess að það væri tekið löglegt. Ef tíminn væri aðlagaður miðað við löglegan vind þá væri hann samt vel undir núverandi Íslandsmeti. Þetta er bara spurning um að hitta á fínar aðstæður og góða keppni, þá ætti metið að falla nokkuð örugglega,“ segir Kolbeinn, sem eftir Kaupmannahafnarleikana fer til Tenerife í vikulangar æfingabúðir og keppir svo fyrir Íslands hönd í Evrópubikar landsliða í Póllandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira
Þessi 27 ára gamli FH-ingur, og áður Akureyringur, jafnaði um helgina sex ára gamalt Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi, á býsna sterku móti í Bergen í Noregi. Metið er 10,51 sekúndur og Kolbeinn hefur fulla trú á að sér takist að slá metið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) „Það er fínt að deila þessu með honum [Ara Braga] í smástund. Leyfa honum að hafa þetta aðeins lengur,“ segir Kolbeinn léttur í samtali við Vísi. Kolbeinn er í miðri mótatörn á Norðurlöndum sem lýkur með Kaupmannahafnarleikunum á miðvikudag. Hann sló Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi í Danmörku fyrir rúmri viku, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Á mótinu í Danmörku hljóp hann einnig á besta tíma Íslendings í 100 metra hlaupi, eða 10,29 sekúndum, en meðvindur (2,4 m/s) var of mikill til að það teldist Íslandsmet. „Veit að ég á mikið meira inni“ Kolbeinn jafnaði svo hins vegar metið í 100 metra hlaupinu á Trond Mohn Games í Bergen á laugardag, þar sem hann varð í 4. sæti. „Ég mætti þarna til Bergen á frekar sterkt mót, það er rankað sem „silfurmót“, og í ágætar aðstæður þó að það væri frekar kalt. Ég hljóp mig inn í úrslit og endaði í 4. sæti þar en vildi nú að minnsta kosti ná topp þremur þar, og tel mig alveg geta náð því. En ég sætti mig við þetta, og að hafa jafnað Íslandsmetið. Ég stefndi á að slá það en veit að ég á mikið meira inni og það kemur þegar það kemur,“ segir Kolbeinn. Hann var því auðvitað vel meðvitaður um hvert Íslandsmetið væri og ætlar sér að slá það í sumar. „Já, maður er alltaf með þetta á bakvið eyrað. Ég er nú þegar búinn að hlaupa vel undir því, í síðustu viku, en það var bara aðeins of mikill vindur til þess að það væri tekið löglegt. Ef tíminn væri aðlagaður miðað við löglegan vind þá væri hann samt vel undir núverandi Íslandsmeti. Þetta er bara spurning um að hitta á fínar aðstæður og góða keppni, þá ætti metið að falla nokkuð örugglega,“ segir Kolbeinn, sem eftir Kaupmannahafnarleikana fer til Tenerife í vikulangar æfingabúðir og keppir svo fyrir Íslands hönd í Evrópubikar landsliða í Póllandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira