700 hjálmar Indriði Ingi Stefánsson skrifar 6. júní 2023 07:00 Það hefur á síðustu árum orðið mikil vakning hvað varðar öryggi starfsmanna hina ýmsu stofnana. Því ætti það nú ekki að vera stórmál að við stóra aðgerð þurfi að kaupa hinn ýmsa öryggisbúnað eða hjálma. Eða hvað? Í frétt á vef lögreglunnar koma fram ýmsar tölulegar upplýsingar um þann búnað sem var keyptur þar er tilgreindur ýmiss búnaður eins og að skotvopn og skotfæri hafi verið keypt fyrir 185 milljónir aðallega Glock og MP5-byssur, mótorhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt fyrir 12 milljónir. TST Protection Ltd Hversu mikið af hverjum búnaði var keypt eða hvaðan liggur almennt ekki fyrir en þó er vitað að hjálmarnir voru keyptir hjá TST Protection Ltd. Samkvæmt Company house var fyrirtækið stofnað 2020 með 100 pund í hlutafé. Miðað við síðasta ársreikning upp að 31. maí 2022 var meðalfjöldi starfsmanna einn og eigið fé í kringum 6 þúsund pund. Eitthvað hefur hagur fyrirtækisins batnað síðasta árið fyrst það hefur nú bolmagn til að selja íslenska ríkinu hjálma fyrir 47 milljónir króna. Miðað við að 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðinni var kostnaðurinn rúmlega 70 þúsund krónur á hvern. Við að skoða heimasíðu fyrirtækisins koma þó í ljós ýmsar brotalamir. Til að mynda virðast tenglar í tæknilegar skilgreiningar hjálmanna óvirkir og fyrirtækið virðist vera með aðsetur í heimahúsi í litlum bæ í Englandi með um það bil 11 þúsund íbúa. Nú getur vel verið að fyrirtækið hafi fulla burði til að standa að þessum viðskiptum. Þó veltir maður fyrir sér hvort TST Protection Ltd geti sinnt varahluta- og almennri þjónustu við lögregluna vegna hjálmanna og hver sé endingartíminn á slíkum hjálmum. Vesti Á því leikur enginn vafi að við þurfum að búa lögreglumenn sem sinna viðbragði vel og einn liður í að tryggja öryggi þeirra snýst um góð öryggisvesti. Lögreglan keypti vesti fyrir 56 milljónir. Miðað við stutta leit á netinu virðist vesti almennt kosta um helming af því sem hjálmur kostar. Hvað skýrir þá þann kostnaðarmun sem þarna er að finna? Skotvopn og skotfæri Langstærsti kostnaðarliðurinn hvað varðar búnað voru skotvopn og skotfæri, eða 185 milljónir. Hér er um að ræða mest MP5 byssur og Glock skammbyssur. Kostnaðurinn hér er um það bil fjórfaldur á við hjálmakaupin. Mögulega eru þetta eðlilegt verð, þarna þyrfti að fá meiri upplýsingar um það magn sem var keypt. Miðað við hinar tölurnar má gefa sér að búið sé að vopnvæða lögregluna eða í það minnsta stóran hluta hennar. Það hefði þurft að ræða í öðru samhengi en framkvæmd leiðtogafundar. Fleira var keypt; jakkaföt og vélhjól, en án þess að vita magntölur er erfitt að meta kostnað á einingu. Það er enn mörgum spurningum ósvarað um þessi kaup. Í hvaða verkefni lögreglunnar nýtist þessi búnaður? Upphæðirnar sem nefndar eru virðast passa miðað við listaverð. Fékkst enginn afsláttur vegna þess hversu mikið magn var keypt? Fór fram útboð samkvæmt íslenskum lögum og reglum um útboð? Ef svo, var það á Evrópska efnahagssvæðinu? Hvernig var ákveðið af hvaða aðilum skyldi keypt? Og hver er skýringin á því að mikilvægur öryggisbúnaður er keyptur af fyrirtæki sem rekið er í heimahúsi í litlum bæ í Englandi fyrir margfalda þá upphæð sem fyrirtækið virðist hafa velt frá upphafi? Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Það hefur á síðustu árum orðið mikil vakning hvað varðar öryggi starfsmanna hina ýmsu stofnana. Því ætti það nú ekki að vera stórmál að við stóra aðgerð þurfi að kaupa hinn ýmsa öryggisbúnað eða hjálma. Eða hvað? Í frétt á vef lögreglunnar koma fram ýmsar tölulegar upplýsingar um þann búnað sem var keyptur þar er tilgreindur ýmiss búnaður eins og að skotvopn og skotfæri hafi verið keypt fyrir 185 milljónir aðallega Glock og MP5-byssur, mótorhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt fyrir 12 milljónir. TST Protection Ltd Hversu mikið af hverjum búnaði var keypt eða hvaðan liggur almennt ekki fyrir en þó er vitað að hjálmarnir voru keyptir hjá TST Protection Ltd. Samkvæmt Company house var fyrirtækið stofnað 2020 með 100 pund í hlutafé. Miðað við síðasta ársreikning upp að 31. maí 2022 var meðalfjöldi starfsmanna einn og eigið fé í kringum 6 þúsund pund. Eitthvað hefur hagur fyrirtækisins batnað síðasta árið fyrst það hefur nú bolmagn til að selja íslenska ríkinu hjálma fyrir 47 milljónir króna. Miðað við að 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðinni var kostnaðurinn rúmlega 70 þúsund krónur á hvern. Við að skoða heimasíðu fyrirtækisins koma þó í ljós ýmsar brotalamir. Til að mynda virðast tenglar í tæknilegar skilgreiningar hjálmanna óvirkir og fyrirtækið virðist vera með aðsetur í heimahúsi í litlum bæ í Englandi með um það bil 11 þúsund íbúa. Nú getur vel verið að fyrirtækið hafi fulla burði til að standa að þessum viðskiptum. Þó veltir maður fyrir sér hvort TST Protection Ltd geti sinnt varahluta- og almennri þjónustu við lögregluna vegna hjálmanna og hver sé endingartíminn á slíkum hjálmum. Vesti Á því leikur enginn vafi að við þurfum að búa lögreglumenn sem sinna viðbragði vel og einn liður í að tryggja öryggi þeirra snýst um góð öryggisvesti. Lögreglan keypti vesti fyrir 56 milljónir. Miðað við stutta leit á netinu virðist vesti almennt kosta um helming af því sem hjálmur kostar. Hvað skýrir þá þann kostnaðarmun sem þarna er að finna? Skotvopn og skotfæri Langstærsti kostnaðarliðurinn hvað varðar búnað voru skotvopn og skotfæri, eða 185 milljónir. Hér er um að ræða mest MP5 byssur og Glock skammbyssur. Kostnaðurinn hér er um það bil fjórfaldur á við hjálmakaupin. Mögulega eru þetta eðlilegt verð, þarna þyrfti að fá meiri upplýsingar um það magn sem var keypt. Miðað við hinar tölurnar má gefa sér að búið sé að vopnvæða lögregluna eða í það minnsta stóran hluta hennar. Það hefði þurft að ræða í öðru samhengi en framkvæmd leiðtogafundar. Fleira var keypt; jakkaföt og vélhjól, en án þess að vita magntölur er erfitt að meta kostnað á einingu. Það er enn mörgum spurningum ósvarað um þessi kaup. Í hvaða verkefni lögreglunnar nýtist þessi búnaður? Upphæðirnar sem nefndar eru virðast passa miðað við listaverð. Fékkst enginn afsláttur vegna þess hversu mikið magn var keypt? Fór fram útboð samkvæmt íslenskum lögum og reglum um útboð? Ef svo, var það á Evrópska efnahagssvæðinu? Hvernig var ákveðið af hvaða aðilum skyldi keypt? Og hver er skýringin á því að mikilvægur öryggisbúnaður er keyptur af fyrirtæki sem rekið er í heimahúsi í litlum bæ í Englandi fyrir margfalda þá upphæð sem fyrirtækið virðist hafa velt frá upphafi? Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun