Innlent

Samningaviðræður sigldar í strand

Jakob Bjarnar skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB var svartsýn fyrir fundinn. Hann stóð yfir í á annan klukkutíma en lauk án niðurstöðu.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB var svartsýn fyrir fundinn. Hann stóð yfir í á annan klukkutíma en lauk án niðurstöðu. Vísir/Vilhelm

Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið.

Eins og Vísir hefur greint frá hafa þessir aðilar fundað í Karphúsinu og hófust fundahöld klukkan tíu. Þau stóðu í um tvo tíma en viðræðurnar eru sigldar í strand.

Eins og fréttastofa greindi frá í morgun mættu menn til fundar afar vondaufir um að það tækist að ná saman. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði fyrir fundinn að hún ætti ekki von á að samningar næðust Hún hafði vonast eftir afstöðubreytingu hjá Samtöku íslenskra sveitarfélaga en var svartsýn á það.

Ekki liggur fyrir á þessar stundu hvert framhaldið verður. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga var sömuleiðis svartsýn fyrir fundinn.


Tengdar fréttir

„Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“

Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×