Umfjöllun, viðtöl og mörk: KR - Stjarnan 2-1 | Ægir Jarl skaut KR-ingum í undanúrslit Hinrik Wöhler skrifar 6. júní 2023 22:40 Ægir Jarl reyndist hetja KR í kvöld. Vísir/Anton Brink KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir 2-1 sigur á Stjörnunni á Meistaravöllum í kvöld. Ægir Jarl Jónasson skoraði sigurmark KR undir lok fyrri hálfleiks framlengingar og skaut KR-ingum í undanúrslit bikarsins þar sem þeir mæta Víkingum í Fossvogi. Leikurinn byrjaði að krafti og fengu bæði lið sín færi í upphafi leiks. Gestirnir náðu að koma boltanum í netið eftir aðeins tveggja mínútna leik en Guðmundur Kristjánsson fékk boltann óvænt inn í vítateig KR-inga og var einn á móti Simen Kjellevold í markinu. Guðmundur kláraði færið og kom boltanum í netið en rangstaða var dæmd og markið stóð ekki. Á 12. mínútu kom fyrsta mark leiksins og það kom frá heimamönnum. Kristján Flóki Finnbogason skallaði boltann í markið eftir góðan undirbúning frá Atla Sigurjónssyni. Atli átti fyrirgjöf fyrir markið og stökk Kristján hæst og stangaði boltann örugglega í netið. Kristján Flóki kemur KR yfir í Vesturbæ eftir fyrirgjöf Atla Sigurjóns pic.twitter.com/CLJoHZNdke— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Aftur var það vafaatriði sem féll ekki með Guðmundi Kristjánssyni en hann lék á varnarmenn KR-inga og féll við í teignum eftir snertingu frá Jakobi Franz Pálssyni. Stjörnumenn vildu fá víti en fengu ekkert fyrir sinn snúð í þetta skiptið. Skömmu fyrir hálfleik fékk Jakob Franz Pálsson gott færi í vítateig Stjörnunnar en Björn Berg Bryde náði að koma sér fyrir boltann á elleftu stundu og framhjá fór boltinn. Heimamenn leiddu með einu marki þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þegar síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall átti Kristinn Jónsson góða sendingu inn í teiginn sem rataði beint á kollinn á Kristjáni Flóka. Hann átti fastan skalla sem endaði í þverslánni og sluppu Stjörnumenn með skrekkinn. Áður átti Kristján Flóki skalla í slá eftir fyrirgjöf Kristins pic.twitter.com/1GMJ9kFCzl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Stuttu síðar báðu gestirnir aftur um víti en fengu ekki. Stjörnumenn vildu meina að boltinn hafi farið í höndina á Finn Tómasi í vítateig KR en Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Eftir klukkustundarleik átti Emil Atlason fast skot rétt fyrir utan markteig sem Sime Kjellevold varði. Simen fékk boltann í andlitið og þurfti tíma til að jafna sig eftir þetta atvik. Það var loksins á 72. mínútu sem Stjörnumenn urðu að ósk sinni en Ívar Orri dæmdi vítaspyrnu á KR eftir að Simen Kjellevold misreiknaði úthlaup sitt og felldi Emil Atlason. Hilmar Árni Halldórsson steig á vítapunktinn en skaut boltanum yfir markið. Stjörnumenn fengu víti en Hilmari Árna brást bogalistin! pic.twitter.com/ceEcsHp0wX— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Krafturinn fór úr sóknarleik Stjörnunnar eftir vítaspyrnuna og virtist öll von úti. Þegar var komið í uppbótartíma fengu Stjörnumenn hornspyrnu. Boltinn barst til varamannsins Baldurs Loga Guðlaugssonar sem skaut í stöngina og hina stöngina og á endanum í netið. Baldur Logi jafnar metin! Stöngin, stöngin inn! Við erum á leiðinni í framlengingu í Vesturbæ pic.twitter.com/VGZleGAQVe— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Leikar stóðu jafnir þegar venjulegur leiktími var liðinn og þurfti að grípa til framlengingar. Hún fór rólega af stað en gestirnir fengu frábært færi á 102. mínútu þegar Baldur Logi komst einn í gegn en kláraði færið illa og framhjá fór boltinn. Ægir Jarl Jónasson reyndist hetja heimamanna með marki á 104. mínútu. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og lék á varnarmenn Stjörnunnar. Ægir skaut í gegnum klofið á Guðmundi Nökkvasyni og þaðan í fjærhornið, virkilega snyrtileg afgreiðsla og heimamenn komnir yfir á ný. Annað sjónarhorn af sigurmark Ægis Jarls fyrir @KRreykjavik #fotbolti pic.twitter.com/4Y8316e1qS— Hlynur Davíð (@HlynurDa) June 6, 2023 Stjörnumenn reyndu eins og þeir gátu að knýja fram vítaspyrnukeppni en náðu því ekki. KR-ingar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Víkingum. Af hverju vann KR? Einstaklingsgæði í sigurmarki KR skaut þeim í undanúrslit. Ægir Jarl Jónasson skoraði laglegt mark á 104. mínútu og eftir það var ekki mikil hætta á ferðum. Varnarlína KR átti svör við flestum aðgerðum Stjörnumanna allar 120 mínúturnar. Hverjir stóðu upp úr? Jóhannes Kristinn Bjarnason, Jakob Franz Pálsson og Finnur Tómas Pálmason áttu allir góðan leik í öftustu línu. Jóhannes var eins og rennilás upp hægri vænginn, var ávallt til staðar í vörn og sókn. Ægir Jarl Jónasson steig upp þegar á þurfti og tryggði sínum mönnum farseðilinn í undanúrslit með frábæru marki. Hvað gekk illa? Leikmenn beggja liða áttu erfitt með að halda boltanum til lengdar á grasvellinum í Vesturbænum og var leikurinn oft eins og borðtennis en það var mikið um stuttar skyndisóknir á báðum vallarhelmingum sem liðin náðu ekki að nýta sér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson vill líklegast gleyma þessum leik sem fyrst en hann brenndi af vítaspyrnu á 72. mínútu leiksins. Hvað gerist næst? KR mætir Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Stjörnumenn eru fallnir úr leik þetta tímabilið. „Mér fannst við vinna fyrir sigri“ Jökull Elísabetarson til hægri.Stjarnan Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, telur að sínir menn hafa átt skilið meira út úr leiknum eftir mikla baráttu í Vesturbænum í kvöld. „Mér fannst við vinna fyrir sigri, við vorum aggresívir og hugrakkir. Mér fannst strákarnir eiga skilið að fara áfram en fáum á okkur tvö mörk og það er það sem skilur að,“ sagði Jökull eftir leikinn. Ýmis vafaatriði voru í leiknum og Stjörnumenn voru oftar en ekki ósammála Ívari Orra dómara leiksins en Jökull er þó á öðru máli. „Dómgæslan var fín, sumt féll með okkur og sumt féll ekki með okkur. Þannig er það bara.“ Stjörnumenn fengu frábært færi á 102. mínútu leiksins og voru hársbreidd frá því að komast yfir í leiknum. „Mér fannst við mun líklegri að bæta við en þeir að komast yfir aftur. Það var mikil trú hjá okkur og við vorum vissir að við myndum ná þessu í framlengingu. Þeir voru þéttir en við fengum færi til að komast yfir aftur en ég veit ekki hvað er sanngjarnt, þeir skora meira og eiga sennilega skilið að fara áfram,“ sagði Jökull. Stjarnan er með fjöldann allan af unglingalandsliðsmönnum í U21 og U19 hópum Íslands en hóparnir voru tilkynntir fyrr í dag. Ljóst er að það verður fámennt á æfingum hjá Stjörnunni í júlímánuði. „Það verður kósý hjá okkur, það er frábært að hafa þess menn inni. Þeir hafa allir lagt á sig svakalega mikið til að komast þangað og við megum allir vera stoltir af þeim.“ Jökull bætti við í lokin að hann reiknar með að leikjum Stjörnunnar verður frestað meðan undir-19 ára landsliðið keppir á EM í júlí. Mjólkurbikar karla KR Stjarnan
KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir 2-1 sigur á Stjörnunni á Meistaravöllum í kvöld. Ægir Jarl Jónasson skoraði sigurmark KR undir lok fyrri hálfleiks framlengingar og skaut KR-ingum í undanúrslit bikarsins þar sem þeir mæta Víkingum í Fossvogi. Leikurinn byrjaði að krafti og fengu bæði lið sín færi í upphafi leiks. Gestirnir náðu að koma boltanum í netið eftir aðeins tveggja mínútna leik en Guðmundur Kristjánsson fékk boltann óvænt inn í vítateig KR-inga og var einn á móti Simen Kjellevold í markinu. Guðmundur kláraði færið og kom boltanum í netið en rangstaða var dæmd og markið stóð ekki. Á 12. mínútu kom fyrsta mark leiksins og það kom frá heimamönnum. Kristján Flóki Finnbogason skallaði boltann í markið eftir góðan undirbúning frá Atla Sigurjónssyni. Atli átti fyrirgjöf fyrir markið og stökk Kristján hæst og stangaði boltann örugglega í netið. Kristján Flóki kemur KR yfir í Vesturbæ eftir fyrirgjöf Atla Sigurjóns pic.twitter.com/CLJoHZNdke— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Aftur var það vafaatriði sem féll ekki með Guðmundi Kristjánssyni en hann lék á varnarmenn KR-inga og féll við í teignum eftir snertingu frá Jakobi Franz Pálssyni. Stjörnumenn vildu fá víti en fengu ekkert fyrir sinn snúð í þetta skiptið. Skömmu fyrir hálfleik fékk Jakob Franz Pálsson gott færi í vítateig Stjörnunnar en Björn Berg Bryde náði að koma sér fyrir boltann á elleftu stundu og framhjá fór boltinn. Heimamenn leiddu með einu marki þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þegar síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall átti Kristinn Jónsson góða sendingu inn í teiginn sem rataði beint á kollinn á Kristjáni Flóka. Hann átti fastan skalla sem endaði í þverslánni og sluppu Stjörnumenn með skrekkinn. Áður átti Kristján Flóki skalla í slá eftir fyrirgjöf Kristins pic.twitter.com/1GMJ9kFCzl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Stuttu síðar báðu gestirnir aftur um víti en fengu ekki. Stjörnumenn vildu meina að boltinn hafi farið í höndina á Finn Tómasi í vítateig KR en Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Eftir klukkustundarleik átti Emil Atlason fast skot rétt fyrir utan markteig sem Sime Kjellevold varði. Simen fékk boltann í andlitið og þurfti tíma til að jafna sig eftir þetta atvik. Það var loksins á 72. mínútu sem Stjörnumenn urðu að ósk sinni en Ívar Orri dæmdi vítaspyrnu á KR eftir að Simen Kjellevold misreiknaði úthlaup sitt og felldi Emil Atlason. Hilmar Árni Halldórsson steig á vítapunktinn en skaut boltanum yfir markið. Stjörnumenn fengu víti en Hilmari Árna brást bogalistin! pic.twitter.com/ceEcsHp0wX— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Krafturinn fór úr sóknarleik Stjörnunnar eftir vítaspyrnuna og virtist öll von úti. Þegar var komið í uppbótartíma fengu Stjörnumenn hornspyrnu. Boltinn barst til varamannsins Baldurs Loga Guðlaugssonar sem skaut í stöngina og hina stöngina og á endanum í netið. Baldur Logi jafnar metin! Stöngin, stöngin inn! Við erum á leiðinni í framlengingu í Vesturbæ pic.twitter.com/VGZleGAQVe— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Leikar stóðu jafnir þegar venjulegur leiktími var liðinn og þurfti að grípa til framlengingar. Hún fór rólega af stað en gestirnir fengu frábært færi á 102. mínútu þegar Baldur Logi komst einn í gegn en kláraði færið illa og framhjá fór boltinn. Ægir Jarl Jónasson reyndist hetja heimamanna með marki á 104. mínútu. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og lék á varnarmenn Stjörnunnar. Ægir skaut í gegnum klofið á Guðmundi Nökkvasyni og þaðan í fjærhornið, virkilega snyrtileg afgreiðsla og heimamenn komnir yfir á ný. Annað sjónarhorn af sigurmark Ægis Jarls fyrir @KRreykjavik #fotbolti pic.twitter.com/4Y8316e1qS— Hlynur Davíð (@HlynurDa) June 6, 2023 Stjörnumenn reyndu eins og þeir gátu að knýja fram vítaspyrnukeppni en náðu því ekki. KR-ingar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Víkingum. Af hverju vann KR? Einstaklingsgæði í sigurmarki KR skaut þeim í undanúrslit. Ægir Jarl Jónasson skoraði laglegt mark á 104. mínútu og eftir það var ekki mikil hætta á ferðum. Varnarlína KR átti svör við flestum aðgerðum Stjörnumanna allar 120 mínúturnar. Hverjir stóðu upp úr? Jóhannes Kristinn Bjarnason, Jakob Franz Pálsson og Finnur Tómas Pálmason áttu allir góðan leik í öftustu línu. Jóhannes var eins og rennilás upp hægri vænginn, var ávallt til staðar í vörn og sókn. Ægir Jarl Jónasson steig upp þegar á þurfti og tryggði sínum mönnum farseðilinn í undanúrslit með frábæru marki. Hvað gekk illa? Leikmenn beggja liða áttu erfitt með að halda boltanum til lengdar á grasvellinum í Vesturbænum og var leikurinn oft eins og borðtennis en það var mikið um stuttar skyndisóknir á báðum vallarhelmingum sem liðin náðu ekki að nýta sér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson vill líklegast gleyma þessum leik sem fyrst en hann brenndi af vítaspyrnu á 72. mínútu leiksins. Hvað gerist næst? KR mætir Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Stjörnumenn eru fallnir úr leik þetta tímabilið. „Mér fannst við vinna fyrir sigri“ Jökull Elísabetarson til hægri.Stjarnan Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, telur að sínir menn hafa átt skilið meira út úr leiknum eftir mikla baráttu í Vesturbænum í kvöld. „Mér fannst við vinna fyrir sigri, við vorum aggresívir og hugrakkir. Mér fannst strákarnir eiga skilið að fara áfram en fáum á okkur tvö mörk og það er það sem skilur að,“ sagði Jökull eftir leikinn. Ýmis vafaatriði voru í leiknum og Stjörnumenn voru oftar en ekki ósammála Ívari Orra dómara leiksins en Jökull er þó á öðru máli. „Dómgæslan var fín, sumt féll með okkur og sumt féll ekki með okkur. Þannig er það bara.“ Stjörnumenn fengu frábært færi á 102. mínútu leiksins og voru hársbreidd frá því að komast yfir í leiknum. „Mér fannst við mun líklegri að bæta við en þeir að komast yfir aftur. Það var mikil trú hjá okkur og við vorum vissir að við myndum ná þessu í framlengingu. Þeir voru þéttir en við fengum færi til að komast yfir aftur en ég veit ekki hvað er sanngjarnt, þeir skora meira og eiga sennilega skilið að fara áfram,“ sagði Jökull. Stjarnan er með fjöldann allan af unglingalandsliðsmönnum í U21 og U19 hópum Íslands en hóparnir voru tilkynntir fyrr í dag. Ljóst er að það verður fámennt á æfingum hjá Stjörnunni í júlímánuði. „Það verður kósý hjá okkur, það er frábært að hafa þess menn inni. Þeir hafa allir lagt á sig svakalega mikið til að komast þangað og við megum allir vera stoltir af þeim.“ Jökull bætti við í lokin að hann reiknar með að leikjum Stjörnunnar verður frestað meðan undir-19 ára landsliðið keppir á EM í júlí.