Regnboginn fer hvergi og verður lagður með slitsterku efni Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2023 14:33 Regnboginn á Skólavörðustíg var fyrst málaður á götuna árið 2015. Vísir/Vilhelm Regnbogi verður áfram á Skólavörðustíg í Reykjavík og stendur til leggja hann með slitsterku efni í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að forhönnun Skólavörðustígs sem kynnt var árið 2021 verði nú aðlöguð að regnboganum og mun hann þannig festa sig í sessi í götumyndinni. Fram kemur að hinsegin samfélagið verði með í ráðum svo tryggt verði að táknmynd réttindabaráttu þess, regnboginn, eigi þar áfram veglegan sess. Þetta hafi verið samþykkt einróma í umhverfis- og skipulagsráði í morgun. Haft er eftir Dóru Björt Guðjónsddóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns umhverfis- og skipulagsráðs, að það sé dásamlegt að regnboginn verði áfram á sínum stað til frambúðar enda kennitákn um mannréttindaborgina Reykjavík þar sem öll séu velkomin. „Þessi varði skiptir miklu máli í hugum og hjörtum okkar allra sem berjumst fyrir mannréttindum hinsegin fólks sem hefur átt undir högg að sækja. Kennitákn um hinseginleika og hinseginbaráttu á sannarlega heima í hjarta Reykjavíkur,“ segir Dóra Björt. Regnboginn á Skólavörðustíg var fyrst málaður á götuna árið 2015. Borgarstjórn ákvað fyrst árið 2019 að regnboginn yrði áfram á Skólavörðustíg ef það hentaði eftir endurhönnun götunnar sem leit dagsins ljós 2021. Þá var ákveðið að skipa starfshóp um framtíðarsýn varðandi regnbogann. Hún liggur nú fyrir og tillaga um staðsetningu hefur verið samþykkt. Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. 7. september 2021 13:01 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að forhönnun Skólavörðustígs sem kynnt var árið 2021 verði nú aðlöguð að regnboganum og mun hann þannig festa sig í sessi í götumyndinni. Fram kemur að hinsegin samfélagið verði með í ráðum svo tryggt verði að táknmynd réttindabaráttu þess, regnboginn, eigi þar áfram veglegan sess. Þetta hafi verið samþykkt einróma í umhverfis- og skipulagsráði í morgun. Haft er eftir Dóru Björt Guðjónsddóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns umhverfis- og skipulagsráðs, að það sé dásamlegt að regnboginn verði áfram á sínum stað til frambúðar enda kennitákn um mannréttindaborgina Reykjavík þar sem öll séu velkomin. „Þessi varði skiptir miklu máli í hugum og hjörtum okkar allra sem berjumst fyrir mannréttindum hinsegin fólks sem hefur átt undir högg að sækja. Kennitákn um hinseginleika og hinseginbaráttu á sannarlega heima í hjarta Reykjavíkur,“ segir Dóra Björt. Regnboginn á Skólavörðustíg var fyrst málaður á götuna árið 2015. Borgarstjórn ákvað fyrst árið 2019 að regnboginn yrði áfram á Skólavörðustíg ef það hentaði eftir endurhönnun götunnar sem leit dagsins ljós 2021. Þá var ákveðið að skipa starfshóp um framtíðarsýn varðandi regnbogann. Hún liggur nú fyrir og tillaga um staðsetningu hefur verið samþykkt.
Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. 7. september 2021 13:01 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. 7. september 2021 13:01