Umfjöllun og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-1 | Stórmeistarajafntefli í Kópavogi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2023 20:15 Augnablikið áður en Málfríður Erna Sigurðardóttir jafnaði með sjálfsmarki. vísir/vilhelm Breiðablik og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, í stórleik 7. umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn var afar rólegur fyrsta klukkutímann eða allt þar til Andrea Mist Pálsdóttir kom Stjörnukonum yfir með marki beint úr hornspyrnu. Á 68. mínútu fengu Blikar upplagt tækifæri til að jafna en Agla María Albertsdóttir skaut í stöng úr vítaspyrnu. Tveimur mínútum síðar skoraði Málfríður Erna Sigurðardóttir sjálfsmark og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Klessuhorn!vísir/vilhelm Breiðablik er nú komið upp í 2. sæti deildarinnar með þrettán stig, þremur stigum á eftir toppliði Vals. Stjarnan er áfram í 4. sæti, nú með ellefu stig. Um var að ræða einn af stórleikjum sumarsins og leikmenn liðanna virtust vera óþægilega meðvitaðir um mikilvægi hans. Fyrsta klukkutíma leiksins gerðist nefnilega svo að segja ekkert, allavega upp við mörkin. Katrín Ásbjörnsdóttir mætti sínum gömlu félögum í kvöld.vísir/vilhelm Stjörnukonum gekk ívið betur að halda boltanum en eins og svo oft í sumar var lítið bit í sóknarleik þeirra. Varnarleikur Garðbæinga var hins vegar til fyrirmyndar eins og hann hefur verið allt tímabilið. Blikar voru álíka bitlausir og gestirnir á síðasta þriðjungnum og miklu munaði um að Agla María komst ekkert í takt við leikinn. Staðan í hálfleik var markalaus og framan af seinni hálfleik var allt á sömu bókina lært. Liðin komust ekkert áleiðis á síðasta þriðjungnum og fátt markvert gerðist. Allt þar Andrea Mist mundaði hægri fótinn og skoraði beint úr hornspyrnu á 60. mínútu. Það var það besta sem gat gerst fyrir leikinn. Taylor Ziemer lék vel á miðjunni hjá Breiðabliki.vísir/vilhelm Katrín Ásbjörnsdóttir átti skalla í hliðarnetið eftir fyrirgjöf Öglu Maríu á 64. mínútu og skömmu síðar dæmdi Arnar Þór Stefánsson vítaspyrnu á Sædísi Rún Heiðarsdóttur fyrir að toga Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur niður. Agla María tók vítið en skaut í stöngina. Tveimur mínútum síðar tók Bergþóra Sól Ásmundsdóttir aukaspyrnu á hægri kantinum yfir á fjærstöng þar sem Málfríður fékk boltann í sig og í netið fór boltinn. Fáir leikmenn deildarinnar eru sparkvissari en Taylor Ziemer og hún sýndi það tvisvar undir lok leiks. Fyrst átti hún hægri fótar skot framhjá og svo vinstri fótar skot sem Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði í horn. Jasím Erla Ingadóttir svekkt eftir að hafa brennt af upplögðu færi.vísir/vilhelm Jasmín Erla Ingadóttir lét lítið að sér kveða lengst af leiks en í uppbótartíma fékk hún tvö færi, annað ágætt og hitt frábært. Inn vildi boltinn hins vegar ekki. Jafntefli voru sanngjörn úrslit í leiknum en fór ekki í gang fyrr en eftir mark Andreu Mistar. Eftir það var hann hins vegar skemmtilegur og liðin sýndu á sér betri hliðar en fyrsta klukkutímann. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan
Breiðablik og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, í stórleik 7. umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn var afar rólegur fyrsta klukkutímann eða allt þar til Andrea Mist Pálsdóttir kom Stjörnukonum yfir með marki beint úr hornspyrnu. Á 68. mínútu fengu Blikar upplagt tækifæri til að jafna en Agla María Albertsdóttir skaut í stöng úr vítaspyrnu. Tveimur mínútum síðar skoraði Málfríður Erna Sigurðardóttir sjálfsmark og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Klessuhorn!vísir/vilhelm Breiðablik er nú komið upp í 2. sæti deildarinnar með þrettán stig, þremur stigum á eftir toppliði Vals. Stjarnan er áfram í 4. sæti, nú með ellefu stig. Um var að ræða einn af stórleikjum sumarsins og leikmenn liðanna virtust vera óþægilega meðvitaðir um mikilvægi hans. Fyrsta klukkutíma leiksins gerðist nefnilega svo að segja ekkert, allavega upp við mörkin. Katrín Ásbjörnsdóttir mætti sínum gömlu félögum í kvöld.vísir/vilhelm Stjörnukonum gekk ívið betur að halda boltanum en eins og svo oft í sumar var lítið bit í sóknarleik þeirra. Varnarleikur Garðbæinga var hins vegar til fyrirmyndar eins og hann hefur verið allt tímabilið. Blikar voru álíka bitlausir og gestirnir á síðasta þriðjungnum og miklu munaði um að Agla María komst ekkert í takt við leikinn. Staðan í hálfleik var markalaus og framan af seinni hálfleik var allt á sömu bókina lært. Liðin komust ekkert áleiðis á síðasta þriðjungnum og fátt markvert gerðist. Allt þar Andrea Mist mundaði hægri fótinn og skoraði beint úr hornspyrnu á 60. mínútu. Það var það besta sem gat gerst fyrir leikinn. Taylor Ziemer lék vel á miðjunni hjá Breiðabliki.vísir/vilhelm Katrín Ásbjörnsdóttir átti skalla í hliðarnetið eftir fyrirgjöf Öglu Maríu á 64. mínútu og skömmu síðar dæmdi Arnar Þór Stefánsson vítaspyrnu á Sædísi Rún Heiðarsdóttur fyrir að toga Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur niður. Agla María tók vítið en skaut í stöngina. Tveimur mínútum síðar tók Bergþóra Sól Ásmundsdóttir aukaspyrnu á hægri kantinum yfir á fjærstöng þar sem Málfríður fékk boltann í sig og í netið fór boltinn. Fáir leikmenn deildarinnar eru sparkvissari en Taylor Ziemer og hún sýndi það tvisvar undir lok leiks. Fyrst átti hún hægri fótar skot framhjá og svo vinstri fótar skot sem Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði í horn. Jasím Erla Ingadóttir svekkt eftir að hafa brennt af upplögðu færi.vísir/vilhelm Jasmín Erla Ingadóttir lét lítið að sér kveða lengst af leiks en í uppbótartíma fékk hún tvö færi, annað ágætt og hitt frábært. Inn vildi boltinn hins vegar ekki. Jafntefli voru sanngjörn úrslit í leiknum en fór ekki í gang fyrr en eftir mark Andreu Mistar. Eftir það var hann hins vegar skemmtilegur og liðin sýndu á sér betri hliðar en fyrsta klukkutímann.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti