Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 21:00 Þær Agnes Elín Davíðsdóttir og Rakel Ósk Arnórsdóttir segjast hafa verið að missa sitt annað heimili með brotthvarfi listdansskólans Plié. Vísir/Arnar Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. Listdansskólinn Plie hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Á mánudaginn var greint frá því að skólinn hafi neyðst til að skila lyklunum að húsnæði sínu í Víkurhvarfi í Kópavogi. Var í yfirlýsingu frá stjórnendum skólans sagt að bæði væri það vegna hækkandi leigu og vegna skorts á opinberum styrkjum, líkt og aðrar tómstundir hljóta. Nemendur skólans skrifuðu saman á rúðurnar áður en þær sögðu bless.Vísir/Arnar Nokkrir nemendur skólans eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Portúgal í lok þessa mánaðar. Þeir hafa hins vegar allir misst æfingahúsnæðið sitt, þar á meðal þær Rakel og Agnes. „Við vitum ekkert hvar við munum vera í næstu viku eða á morgun. Þannig við erum bara að reyna að finna einhverja sali til þess að æfa,“ segir Rakel Ósk Arnórsdóttir. Þannig þetta setur undirbúning fyrir mótið í smá uppnám? „Já, þetta er mjög erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel Ósk (@rakel_dancer) Á mánudaginn hittust nemendur skólans fyrir utan húsnæðið til að kveðja skólann, sem hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta. „Við vorum að knúsast og kveðja Plié allar saman,“ segir Agnes Elín Davíðsdóttir. Stelpurnar kvöddu skólann saman. „Það var mjög erfitt því þetta er seinna heimilið okkar. Við erum margar hér að æfa í 20 tíma í viku. Við erum alltaf hérna á hverjum einasta degi í hverri einustu viku. Það er erfitt að vita að við erum aldrei að fara að koma hingað aftur,“ bætir Rakel við. Þær leita nú að húsnæði til að geta æft sig fyrir heimsmeistaramótið og er leitin ekki einföld. „Við getum ekki verið bara hvar sem er. Við þurfum að hafa almennilegt gólf og hátt upp til lofts því við erum með „acrobat“-nemendur sem eru að gera hættuleg „tricks“ og lyftur. Þá getum við ekki verið alls staðar. Það væri æðislegt ef einhver gæti hjálpað okkur með það,“ segir Rakel en hægt er að hafa samband við þær í gegnum netfangið foreldrafelag@plie.is. Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Listdansskólinn Plie hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Á mánudaginn var greint frá því að skólinn hafi neyðst til að skila lyklunum að húsnæði sínu í Víkurhvarfi í Kópavogi. Var í yfirlýsingu frá stjórnendum skólans sagt að bæði væri það vegna hækkandi leigu og vegna skorts á opinberum styrkjum, líkt og aðrar tómstundir hljóta. Nemendur skólans skrifuðu saman á rúðurnar áður en þær sögðu bless.Vísir/Arnar Nokkrir nemendur skólans eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Portúgal í lok þessa mánaðar. Þeir hafa hins vegar allir misst æfingahúsnæðið sitt, þar á meðal þær Rakel og Agnes. „Við vitum ekkert hvar við munum vera í næstu viku eða á morgun. Þannig við erum bara að reyna að finna einhverja sali til þess að æfa,“ segir Rakel Ósk Arnórsdóttir. Þannig þetta setur undirbúning fyrir mótið í smá uppnám? „Já, þetta er mjög erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel Ósk (@rakel_dancer) Á mánudaginn hittust nemendur skólans fyrir utan húsnæðið til að kveðja skólann, sem hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta. „Við vorum að knúsast og kveðja Plié allar saman,“ segir Agnes Elín Davíðsdóttir. Stelpurnar kvöddu skólann saman. „Það var mjög erfitt því þetta er seinna heimilið okkar. Við erum margar hér að æfa í 20 tíma í viku. Við erum alltaf hérna á hverjum einasta degi í hverri einustu viku. Það er erfitt að vita að við erum aldrei að fara að koma hingað aftur,“ bætir Rakel við. Þær leita nú að húsnæði til að geta æft sig fyrir heimsmeistaramótið og er leitin ekki einföld. „Við getum ekki verið bara hvar sem er. Við þurfum að hafa almennilegt gólf og hátt upp til lofts því við erum með „acrobat“-nemendur sem eru að gera hættuleg „tricks“ og lyftur. Þá getum við ekki verið alls staðar. Það væri æðislegt ef einhver gæti hjálpað okkur með það,“ segir Rakel en hægt er að hafa samband við þær í gegnum netfangið foreldrafelag@plie.is.
Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09
Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37