Djokovic nálgast titlametið í París Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 18:20 Djokovic lyftir titlinum á Roland-Garros árið 2021. Vinni hann mótið í ár þá slær hann titlamet í karlaflokki með flesta Grand Slam-titla frá upphafi, eða 23 talsins. Getty/Tim Clayton Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. Opna franska meistaramótið, oftast kallað Roland-Garros, er eitt fjögurra Grand Slam-móta í tennis. Hin þrjú eru Opna ástralska meistaramótið, Wimbledon meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Til mikils er að vinna en Grand Slam-mótin eru þau virtustu og mikilvægustu í tennisheiminum. Ungstirni gegn gömlum hundi Í karlaflokki er mikill spenningur fyrir undanúrslitaleik hins serbneska Novak Djokovic og hins spænska Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum í dag. Þar má segja að eigist við fulltrúar nýju og gömlu kynslóðar tennisins. Novak Djokovic og Carlos Alcaraz voru vinalegir hvor við annan á æfingu í dag.Getty/Tim Clayton Novak Djokovic er einn af hinum stóru þremur (e. Big Three) í karlatennis ásamt Roger Federer og Rafael Nadal. Ljóst er að ef Djokovic vinnur Roland-Garros mun hann eiga flesta Grand Slam titla af þessum þremur en hann er núna jafn hinum spænska Nadal með 22 titla. Þess má geta að flesta Grand Slam titla á tennisgoðsögnin Margaret Court en hún á 24. Þar á eftir koma Serena Williams með 23 titla en þriðja sætinu deila þau Steffi Graf, Rafael Nadal og Novak Djokovic. Það er því til mikils að vinna fyrir Djokovic. En fyrst þarf hann að mæta Carlosi Alcaraz sem gæti reynst þrautin þyngri miðað við þá siglingu sem ungi Spánverjinn hefur verið á síðasta árið. Swiatek líkleg til að verja titilinn Í kvennaflokki er hin pólska Iga Swiatek talin sigurstranglegust en hún vann titilinn í fyrra þegar hún sigraði hina bandarísku Coco Gauff. Þær áttust aftur við í átta manna úrslitum í morgun þegar Swiatek vann í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Swiatek mætir hinni brasilísku Haddad Maia í undanúrslitum. Coco Gauff og Iga Swiatek mættust í úrslitum Roland-Garros í fyrra. Þær mættust aftur í morgun þar sem Swiatek vanna Gauff aftur.Getty/Tim Clayton Þá hefur Aryna Sabalenka frá Belarus einnig verið á mikilli sigurgöngu frá því að hún vann Opna ástralska meistaramótið í janúar. Hún keppir við hina tékknesku Karolínu Muchová í undanúrslitum. Sabalenka hefur vakið mikla athygli á mótinu, ekki einungis vegna frammistöðu sinnar á vellinum heldur líka utan hans. Hún hefur núna sleppt tveimur fjölmiðlafundum í röð eftir að hún var ítrekað spurð út í afstöðu sína gagnvart stríðinu í Úkraínu. Hún hefur spilað við tvo úkraínska leikmenn sem báðar neituðu að taka í hönd hennar að leik loknum. Sabalenka hefur sjálf sagst vera mótfallin stríðinu en hefur verið gagnrýnd vegna tengsla sinna við Lukashenko, forsætisráðherra Belarus og eins helsta samherja Vladimír Pútín. Sabalenka lagði hina úkraínsku Svitolinu í gær. Svitolina neitaði að taka í hendina á Sabalenku af pólitískum ástæðum.Getty/Robert Szaniszlo Tennis Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira
Opna franska meistaramótið, oftast kallað Roland-Garros, er eitt fjögurra Grand Slam-móta í tennis. Hin þrjú eru Opna ástralska meistaramótið, Wimbledon meistaramótið og Opna bandaríska meistaramótið. Til mikils er að vinna en Grand Slam-mótin eru þau virtustu og mikilvægustu í tennisheiminum. Ungstirni gegn gömlum hundi Í karlaflokki er mikill spenningur fyrir undanúrslitaleik hins serbneska Novak Djokovic og hins spænska Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum í dag. Þar má segja að eigist við fulltrúar nýju og gömlu kynslóðar tennisins. Novak Djokovic og Carlos Alcaraz voru vinalegir hvor við annan á æfingu í dag.Getty/Tim Clayton Novak Djokovic er einn af hinum stóru þremur (e. Big Three) í karlatennis ásamt Roger Federer og Rafael Nadal. Ljóst er að ef Djokovic vinnur Roland-Garros mun hann eiga flesta Grand Slam titla af þessum þremur en hann er núna jafn hinum spænska Nadal með 22 titla. Þess má geta að flesta Grand Slam titla á tennisgoðsögnin Margaret Court en hún á 24. Þar á eftir koma Serena Williams með 23 titla en þriðja sætinu deila þau Steffi Graf, Rafael Nadal og Novak Djokovic. Það er því til mikils að vinna fyrir Djokovic. En fyrst þarf hann að mæta Carlosi Alcaraz sem gæti reynst þrautin þyngri miðað við þá siglingu sem ungi Spánverjinn hefur verið á síðasta árið. Swiatek líkleg til að verja titilinn Í kvennaflokki er hin pólska Iga Swiatek talin sigurstranglegust en hún vann titilinn í fyrra þegar hún sigraði hina bandarísku Coco Gauff. Þær áttust aftur við í átta manna úrslitum í morgun þegar Swiatek vann í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Swiatek mætir hinni brasilísku Haddad Maia í undanúrslitum. Coco Gauff og Iga Swiatek mættust í úrslitum Roland-Garros í fyrra. Þær mættust aftur í morgun þar sem Swiatek vanna Gauff aftur.Getty/Tim Clayton Þá hefur Aryna Sabalenka frá Belarus einnig verið á mikilli sigurgöngu frá því að hún vann Opna ástralska meistaramótið í janúar. Hún keppir við hina tékknesku Karolínu Muchová í undanúrslitum. Sabalenka hefur vakið mikla athygli á mótinu, ekki einungis vegna frammistöðu sinnar á vellinum heldur líka utan hans. Hún hefur núna sleppt tveimur fjölmiðlafundum í röð eftir að hún var ítrekað spurð út í afstöðu sína gagnvart stríðinu í Úkraínu. Hún hefur spilað við tvo úkraínska leikmenn sem báðar neituðu að taka í hönd hennar að leik loknum. Sabalenka hefur sjálf sagst vera mótfallin stríðinu en hefur verið gagnrýnd vegna tengsla sinna við Lukashenko, forsætisráðherra Belarus og eins helsta samherja Vladimír Pútín. Sabalenka lagði hina úkraínsku Svitolinu í gær. Svitolina neitaði að taka í hendina á Sabalenku af pólitískum ástæðum.Getty/Robert Szaniszlo
Tennis Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira