Málstol aftur í hámæli Ingunn Högnadóttir skrifar 8. júní 2023 11:31 Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. Töluverður áhugi kviknaði á málefninu, sem fylgt var eftir með viðtölum og greinarskrifum, en grófst svo fljótt í gleymskunnar dá - í erli og upplýsingaflæði hversdagsins. En nú er málstol enn á ný ofarlega í huga margra. Að þessu sinni þó af gleðilegra tilefni, því Félag talmeinafræðinga á Íslandi mun í næstu viku standa fyrir alþjóðlegri málstolsráðstefnu í Reykjavík: Nordic Aphasia Conference. Um er að ræða langstærsta viðburð sem félagið hefur staðið fyrir, en von er á um það bil 200 ráðstefnugestum frá öllum heimshornum, bæði fagfólki og fræðimönnum. Ráðstefnan verður haldin í Kennaraháskóla Íslands og stendur yfir í þrjá daga. En hvað er málstol? Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall, en heilaæxli, sýking í heila, heilabilun eða annar heilaáverki getur einnig valdið málstoli. Gera má ráð fyrir að á Íslandi fái um og yfir 100 einstaklingar málstol árlega. Málstol hefur ekki áhrif á persónuleika eða vitsmuni en getur auðveldlega kollvarpað lífi einstaklinga og aðstandenda þeirra, þegar viðkomandi á allt í einu erfitt með að tjá grunnþarfir sínar, framkvæma venjubundnar athafnir eins og að skrifa innkaupalista eða svara tölvupósti, sinna áhugamálum sínum og viðhalda samböndum við fjölskyldu og vini. Málstol getur því haft alvarlegar afleiðingar á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði einstaklinga. Þrátt fyrir þau miklu áhrif sem málstol getur haft á líf fólks, er almenn vitund og þekking á málstoli ekki mikil, hvort heldur sem er úti í samfélaginu eða inni á heilbrigðisstofnunum. Það væri því ekki alveg úr vegi að loka kannski nokkrum götum í kringum Kennó í næstu viku, skutlast eftir lykilfyrirlesurunum á Audi Q8 í lögreglufylgd og fá lánaðan smá mosa úr Hörpunni til borðskreytinga - eða hvað? Því þó ráðstefnan sé fyrst og fremst ætluð talmeinafræðingum og öðru fagfólki, binda skipuleggjendur vonir við að hún veki athygli út fyrir afmarkaðan hóp ráðstefnugesta og stuðli þannig að aukinni vitund og þekkingu á málefninu. Aukin þekking og skilningur á málstoli er nefnilega grundvöllur fyrir bættum lífsgæðum einstaklinga með málstol, bæði beint og óbeint. Frekari upplýsingar um málstol, orsakir, afleiðingar og ýmsar hagnýtar upplýsingar má finna á www.malstol.com Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. Töluverður áhugi kviknaði á málefninu, sem fylgt var eftir með viðtölum og greinarskrifum, en grófst svo fljótt í gleymskunnar dá - í erli og upplýsingaflæði hversdagsins. En nú er málstol enn á ný ofarlega í huga margra. Að þessu sinni þó af gleðilegra tilefni, því Félag talmeinafræðinga á Íslandi mun í næstu viku standa fyrir alþjóðlegri málstolsráðstefnu í Reykjavík: Nordic Aphasia Conference. Um er að ræða langstærsta viðburð sem félagið hefur staðið fyrir, en von er á um það bil 200 ráðstefnugestum frá öllum heimshornum, bæði fagfólki og fræðimönnum. Ráðstefnan verður haldin í Kennaraháskóla Íslands og stendur yfir í þrjá daga. En hvað er málstol? Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall, en heilaæxli, sýking í heila, heilabilun eða annar heilaáverki getur einnig valdið málstoli. Gera má ráð fyrir að á Íslandi fái um og yfir 100 einstaklingar málstol árlega. Málstol hefur ekki áhrif á persónuleika eða vitsmuni en getur auðveldlega kollvarpað lífi einstaklinga og aðstandenda þeirra, þegar viðkomandi á allt í einu erfitt með að tjá grunnþarfir sínar, framkvæma venjubundnar athafnir eins og að skrifa innkaupalista eða svara tölvupósti, sinna áhugamálum sínum og viðhalda samböndum við fjölskyldu og vini. Málstol getur því haft alvarlegar afleiðingar á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði einstaklinga. Þrátt fyrir þau miklu áhrif sem málstol getur haft á líf fólks, er almenn vitund og þekking á málstoli ekki mikil, hvort heldur sem er úti í samfélaginu eða inni á heilbrigðisstofnunum. Það væri því ekki alveg úr vegi að loka kannski nokkrum götum í kringum Kennó í næstu viku, skutlast eftir lykilfyrirlesurunum á Audi Q8 í lögreglufylgd og fá lánaðan smá mosa úr Hörpunni til borðskreytinga - eða hvað? Því þó ráðstefnan sé fyrst og fremst ætluð talmeinafræðingum og öðru fagfólki, binda skipuleggjendur vonir við að hún veki athygli út fyrir afmarkaðan hóp ráðstefnugesta og stuðli þannig að aukinni vitund og þekkingu á málefninu. Aukin þekking og skilningur á málstoli er nefnilega grundvöllur fyrir bættum lífsgæðum einstaklinga með málstol, bæði beint og óbeint. Frekari upplýsingar um málstol, orsakir, afleiðingar og ýmsar hagnýtar upplýsingar má finna á www.malstol.com Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun