Málstol aftur í hámæli Ingunn Högnadóttir skrifar 8. júní 2023 11:31 Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. Töluverður áhugi kviknaði á málefninu, sem fylgt var eftir með viðtölum og greinarskrifum, en grófst svo fljótt í gleymskunnar dá - í erli og upplýsingaflæði hversdagsins. En nú er málstol enn á ný ofarlega í huga margra. Að þessu sinni þó af gleðilegra tilefni, því Félag talmeinafræðinga á Íslandi mun í næstu viku standa fyrir alþjóðlegri málstolsráðstefnu í Reykjavík: Nordic Aphasia Conference. Um er að ræða langstærsta viðburð sem félagið hefur staðið fyrir, en von er á um það bil 200 ráðstefnugestum frá öllum heimshornum, bæði fagfólki og fræðimönnum. Ráðstefnan verður haldin í Kennaraháskóla Íslands og stendur yfir í þrjá daga. En hvað er málstol? Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall, en heilaæxli, sýking í heila, heilabilun eða annar heilaáverki getur einnig valdið málstoli. Gera má ráð fyrir að á Íslandi fái um og yfir 100 einstaklingar málstol árlega. Málstol hefur ekki áhrif á persónuleika eða vitsmuni en getur auðveldlega kollvarpað lífi einstaklinga og aðstandenda þeirra, þegar viðkomandi á allt í einu erfitt með að tjá grunnþarfir sínar, framkvæma venjubundnar athafnir eins og að skrifa innkaupalista eða svara tölvupósti, sinna áhugamálum sínum og viðhalda samböndum við fjölskyldu og vini. Málstol getur því haft alvarlegar afleiðingar á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði einstaklinga. Þrátt fyrir þau miklu áhrif sem málstol getur haft á líf fólks, er almenn vitund og þekking á málstoli ekki mikil, hvort heldur sem er úti í samfélaginu eða inni á heilbrigðisstofnunum. Það væri því ekki alveg úr vegi að loka kannski nokkrum götum í kringum Kennó í næstu viku, skutlast eftir lykilfyrirlesurunum á Audi Q8 í lögreglufylgd og fá lánaðan smá mosa úr Hörpunni til borðskreytinga - eða hvað? Því þó ráðstefnan sé fyrst og fremst ætluð talmeinafræðingum og öðru fagfólki, binda skipuleggjendur vonir við að hún veki athygli út fyrir afmarkaðan hóp ráðstefnugesta og stuðli þannig að aukinni vitund og þekkingu á málefninu. Aukin þekking og skilningur á málstoli er nefnilega grundvöllur fyrir bættum lífsgæðum einstaklinga með málstol, bæði beint og óbeint. Frekari upplýsingar um málstol, orsakir, afleiðingar og ýmsar hagnýtar upplýsingar má finna á www.malstol.com Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. Töluverður áhugi kviknaði á málefninu, sem fylgt var eftir með viðtölum og greinarskrifum, en grófst svo fljótt í gleymskunnar dá - í erli og upplýsingaflæði hversdagsins. En nú er málstol enn á ný ofarlega í huga margra. Að þessu sinni þó af gleðilegra tilefni, því Félag talmeinafræðinga á Íslandi mun í næstu viku standa fyrir alþjóðlegri málstolsráðstefnu í Reykjavík: Nordic Aphasia Conference. Um er að ræða langstærsta viðburð sem félagið hefur staðið fyrir, en von er á um það bil 200 ráðstefnugestum frá öllum heimshornum, bæði fagfólki og fræðimönnum. Ráðstefnan verður haldin í Kennaraháskóla Íslands og stendur yfir í þrjá daga. En hvað er málstol? Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall, en heilaæxli, sýking í heila, heilabilun eða annar heilaáverki getur einnig valdið málstoli. Gera má ráð fyrir að á Íslandi fái um og yfir 100 einstaklingar málstol árlega. Málstol hefur ekki áhrif á persónuleika eða vitsmuni en getur auðveldlega kollvarpað lífi einstaklinga og aðstandenda þeirra, þegar viðkomandi á allt í einu erfitt með að tjá grunnþarfir sínar, framkvæma venjubundnar athafnir eins og að skrifa innkaupalista eða svara tölvupósti, sinna áhugamálum sínum og viðhalda samböndum við fjölskyldu og vini. Málstol getur því haft alvarlegar afleiðingar á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði einstaklinga. Þrátt fyrir þau miklu áhrif sem málstol getur haft á líf fólks, er almenn vitund og þekking á málstoli ekki mikil, hvort heldur sem er úti í samfélaginu eða inni á heilbrigðisstofnunum. Það væri því ekki alveg úr vegi að loka kannski nokkrum götum í kringum Kennó í næstu viku, skutlast eftir lykilfyrirlesurunum á Audi Q8 í lögreglufylgd og fá lánaðan smá mosa úr Hörpunni til borðskreytinga - eða hvað? Því þó ráðstefnan sé fyrst og fremst ætluð talmeinafræðingum og öðru fagfólki, binda skipuleggjendur vonir við að hún veki athygli út fyrir afmarkaðan hóp ráðstefnugesta og stuðli þannig að aukinni vitund og þekkingu á málefninu. Aukin þekking og skilningur á málstoli er nefnilega grundvöllur fyrir bættum lífsgæðum einstaklinga með málstol, bæði beint og óbeint. Frekari upplýsingar um málstol, orsakir, afleiðingar og ýmsar hagnýtar upplýsingar má finna á www.malstol.com Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun