Ragnar telur seðlabankastjóra í ójafnvægi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2023 12:30 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Aðalsteinn Leifsson fyrrverandi ríkissáttasemjari vísir/samett Fyrrverandi ríkissáttasemjari minnir seðlabankastjóra á að tala af virðingu um aðila vinnumarkaðarins og hafnar því að hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir bankans. Formaður VR segir seðlabankastjóra í ójafnvægi og vísar orðum um meintan óstöðugleika sinn á samningafundum til föðurhúsanna Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Hann sakar Aðalstein um meðvirkni með óskum um að vextir yrðu ekki hækkaðir og að vaxtaákvörðunarfundi yrði frestað. Aðalsteinn Leifsson segir þetta afbökun á þeirra samtali. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ segir Aðalsteinn. Finnst þér virðingarleysi fólgið í þessum orðum? „Ég er ekki bara að vísa í þessi orð, heldur ýmislegt fleira sem hefur komið frá seðlabankastjóra í tengslum við kynningu á vaxtaákvörðun og líka í þessu viðtali. Nú eru aðilar vinnumarkaðarins í mjög mikilvægu og erfiðu hlutverki og það er mikilvægt að allir vinni saman og tali af virðingu um og við hvert annað.“ Frá undirritun kjarasamninga í haust.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir ríkissáttasemjara einnig hafa sagt að bankinn ætti helst ekki að tjá sig þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, væri óstöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr seðlabankanum, eins og það er orðað. Ragnar Þór kannast ekki við þessar lýsingar. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og búinn að klára stóra kjarasamninga og auðvitað er þetta vinna sem tekur mikið á. En ég kannast ekki við það. Og ég held að fólk sem sem hefur verið með okkur á þessum vettvangi geri það ekki. Þannig ég vísa þessu nú bara til föðurhúsanna og held að seðlabankastjóri sé einfaldlega ekki í góðu jafnvægi. Ég hef bara áhyggjur af honum,“ segir Ragnar Þór. Líkt og oft áður höfðar seðlabankastjóri til ábyrgðar vinnumarkaðarins í baráttuni við verðbólguna og segir að þær launahækkanir, sem samið var um í haust, hafi verið umfram það sem innistæða hafi verið fyrir. Tekið afstöðu með fjármálakerfinu Verkalýðsforingjar sem boði til útifunda, líkt og Ragnar Þór hefur gert, séu í raun að mótmæla afleiðingum sinna eigin gjörða. „Það sem hefur algjörlega vantað í málflutning seðlabankastjóra er þessi hagnaðardrifna verðbólga, þar sem fyrirtækin hafa verið að skila metafkomu; alveg sama hvort það sé smávara, dagvara, tryggingarfélög, olíufélög, svo ég tali nú ekki um fjármálakerfið sem hefur hagnast meira en útgerðin og allur iðnaður. Þannig að það er fyrst og fremst með húsnæðismarkaðnum ástæða þess að hér hefur verðbólgan verið mjög há. Og hann minnist varla einu orði á þetta. Það er alltaf verkalýðshreyfingin eða fólkið í landinu,“ segir Ragnar. Ragnar minnir á að verkalýðsforrystan sé lýðræðislega kjörin af félagsfólki. „Ef það væri mikil óánægja með okkar framgöngu og vinnu væri ég ekki í mínu starfi. En hins vegar getum við voða lítið gert þegar seðlabankastjóri tekur svona afgerandi afstöðu með fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Hér má finna samantekt mbl.is úr viðtalinu við Ásgeir og hlekk á viðtalið í Morgunblaðinu. Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Hann sakar Aðalstein um meðvirkni með óskum um að vextir yrðu ekki hækkaðir og að vaxtaákvörðunarfundi yrði frestað. Aðalsteinn Leifsson segir þetta afbökun á þeirra samtali. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ segir Aðalsteinn. Finnst þér virðingarleysi fólgið í þessum orðum? „Ég er ekki bara að vísa í þessi orð, heldur ýmislegt fleira sem hefur komið frá seðlabankastjóra í tengslum við kynningu á vaxtaákvörðun og líka í þessu viðtali. Nú eru aðilar vinnumarkaðarins í mjög mikilvægu og erfiðu hlutverki og það er mikilvægt að allir vinni saman og tali af virðingu um og við hvert annað.“ Frá undirritun kjarasamninga í haust.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir ríkissáttasemjara einnig hafa sagt að bankinn ætti helst ekki að tjá sig þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, væri óstöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr seðlabankanum, eins og það er orðað. Ragnar Þór kannast ekki við þessar lýsingar. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og búinn að klára stóra kjarasamninga og auðvitað er þetta vinna sem tekur mikið á. En ég kannast ekki við það. Og ég held að fólk sem sem hefur verið með okkur á þessum vettvangi geri það ekki. Þannig ég vísa þessu nú bara til föðurhúsanna og held að seðlabankastjóri sé einfaldlega ekki í góðu jafnvægi. Ég hef bara áhyggjur af honum,“ segir Ragnar Þór. Líkt og oft áður höfðar seðlabankastjóri til ábyrgðar vinnumarkaðarins í baráttuni við verðbólguna og segir að þær launahækkanir, sem samið var um í haust, hafi verið umfram það sem innistæða hafi verið fyrir. Tekið afstöðu með fjármálakerfinu Verkalýðsforingjar sem boði til útifunda, líkt og Ragnar Þór hefur gert, séu í raun að mótmæla afleiðingum sinna eigin gjörða. „Það sem hefur algjörlega vantað í málflutning seðlabankastjóra er þessi hagnaðardrifna verðbólga, þar sem fyrirtækin hafa verið að skila metafkomu; alveg sama hvort það sé smávara, dagvara, tryggingarfélög, olíufélög, svo ég tali nú ekki um fjármálakerfið sem hefur hagnast meira en útgerðin og allur iðnaður. Þannig að það er fyrst og fremst með húsnæðismarkaðnum ástæða þess að hér hefur verðbólgan verið mjög há. Og hann minnist varla einu orði á þetta. Það er alltaf verkalýðshreyfingin eða fólkið í landinu,“ segir Ragnar. Ragnar minnir á að verkalýðsforrystan sé lýðræðislega kjörin af félagsfólki. „Ef það væri mikil óánægja með okkar framgöngu og vinnu væri ég ekki í mínu starfi. En hins vegar getum við voða lítið gert þegar seðlabankastjóri tekur svona afgerandi afstöðu með fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Hér má finna samantekt mbl.is úr viðtalinu við Ásgeir og hlekk á viðtalið í Morgunblaðinu.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira