Arnarnesvegur gæti orðið 1,3 milljörðum króna dýrari Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2023 13:10 Svona verða gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Vegagerðin Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð og þess í stað ákveðið að ganga til samninga við þann sem átti þriðja lægsta boð, sem var 1.333 milljónum króna hærra en það lægsta. Lægstbjóðandi, fyrirtækin Óskatak ehf. og Háfell ehf, hefur kært ákvörðunina til Kærunefndar útboðsmála. „Lægstbjóðanda var hafnað þar sem hann – samanlagt hjá báðum - stóðst ekki kröfur um lágmarksveltu síðustu þriggja ára. Krafan var um veltu upp á 50 prósent af þessu verki,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. G. Pétur segir að næstlægsta boð, frá Jarðvali sf., hafi heldur ekki staðist kröfur um lágmarksveltu. Því hafi Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við Suðurverk hf. og Loftorku ehf. Kærumál valda því hins vegar að gerð samninga er í biðstöðu. Fimm tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Leitað var eftir samningum við næsta hæfa aðila en þar sem höfnunin var kærð þá stöðvast það ferli. Vegagerðin mun fara fram á það við kærunefnd útboðsmála að stöðvun verði aflétt meðan málið er í meðförum hjá nefndinni, en þetta hefur nýlega snúist við, áður þurfti að óska eftir stöðvun,“ segir G. Pétur. „Verði stöðvun ekki aflétt mun það leiða til þess að framkvæmdir tefjast meðan málið er í meðförum nefndarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að kæra þetta. Við erum að bíða eftir niðurstöðu frá Kærunefnd útboðsmála,“ segir Óskar Ólafsson, framkvæmdastjóri Óskataks, og kveðst vonast eftir niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi. „Ég er búinn að sýna þeim fram á að ég var með veltu upp á 54 prósent,“ segir Óskar en tekur fram að þetta sé túlkunaratriði. Gatnamót Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar, séð úr Víðidal.Vegagerðin/Verkís „Þetta er voðalega skrítið með Vegagerðina. Ef það kemur einhver nýr þá er eins og hann þurfi að ganga í gegnum þrautagöngu. Það er verið að mismuna mönnum. Það er ekki samræmi milli útboða. Í Suðurlandsvegi um Ölfus, sem var verið að taka í notkun um daginn, þá var miðað við 25 prósent af veltu síðustu þrjú ár. Uppi á Kjalarnesi var miðað við 30 prósent. Núna er miðað við 50 prósent,“ segir Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um opnun tilboða: Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Lægstbjóðanda var hafnað þar sem hann – samanlagt hjá báðum - stóðst ekki kröfur um lágmarksveltu síðustu þriggja ára. Krafan var um veltu upp á 50 prósent af þessu verki,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. G. Pétur segir að næstlægsta boð, frá Jarðvali sf., hafi heldur ekki staðist kröfur um lágmarksveltu. Því hafi Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við Suðurverk hf. og Loftorku ehf. Kærumál valda því hins vegar að gerð samninga er í biðstöðu. Fimm tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Leitað var eftir samningum við næsta hæfa aðila en þar sem höfnunin var kærð þá stöðvast það ferli. Vegagerðin mun fara fram á það við kærunefnd útboðsmála að stöðvun verði aflétt meðan málið er í meðförum hjá nefndinni, en þetta hefur nýlega snúist við, áður þurfti að óska eftir stöðvun,“ segir G. Pétur. „Verði stöðvun ekki aflétt mun það leiða til þess að framkvæmdir tefjast meðan málið er í meðförum nefndarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að kæra þetta. Við erum að bíða eftir niðurstöðu frá Kærunefnd útboðsmála,“ segir Óskar Ólafsson, framkvæmdastjóri Óskataks, og kveðst vonast eftir niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi. „Ég er búinn að sýna þeim fram á að ég var með veltu upp á 54 prósent,“ segir Óskar en tekur fram að þetta sé túlkunaratriði. Gatnamót Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar, séð úr Víðidal.Vegagerðin/Verkís „Þetta er voðalega skrítið með Vegagerðina. Ef það kemur einhver nýr þá er eins og hann þurfi að ganga í gegnum þrautagöngu. Það er verið að mismuna mönnum. Það er ekki samræmi milli útboða. Í Suðurlandsvegi um Ölfus, sem var verið að taka í notkun um daginn, þá var miðað við 25 prósent af veltu síðustu þrjú ár. Uppi á Kjalarnesi var miðað við 30 prósent. Núna er miðað við 50 prósent,“ segir Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um opnun tilboða:
Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10
Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06