Nýtur stuðnings stóru sjóðanna en óvíst með afstöðu Brimgarða
Hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum sem hófust fyrr í vikunni tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut, en með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess.
Tengdar fréttir
Alma selt um 30 íbúðir frá áramótum en keypt yfir 60 íbúðir við Heklureit
Alma leigufélag hefur frá áramótum selt um það bil 30 íbúðir. Það hefur jafnframt keypt rúmlega 60 íbúðir á Heklureit sem koma inn í eignasafnið eftir rúmlega tvö ár, segir framkvæmdastjóri félagsins.
Verðmetur Reginn 66 prósentum yfir markaðsverði
Jakobsson Capital verðmetur fasteignafélagið Reginn 66 prósentum yfir markaðsverði. Erlend fasteignafélög hafa hækkað nokkuð það sem af er ári. „Íslensku fasteignafélögin hafa hins vegar fátt annað gert en að lækka í verði það sem af er ári,“ segir í verðmati. „Verðtryggt greiðsluflæði og stöðugleiki ætti að heilla fjárfesta öllum stundum en sérstaklega nú á tímum verðbólgu og óvissu.“
Brimgarðar bæta við sig í Reitum og fara með tæplega 5 prósenta hlut
Fjárfestingafélagið Brimgarðar, sem er á meðal stærstu hluthafa í öllum skráðu fasteignafélögunum, bætti enn við eignarhluti sína í liðnum mánuði og fer núna með tæplega fimm prósenta hlut í Reitum. Hlutabréfaverð Reita, stærsta fasteignafélags landsins, hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og frá áramótum hefur það hækkað um rúmlega 23 prósent.