Í dómnum kemur fram að Hörður hafi verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot vegna kynferðislegra netsamskipta sinna við stúlkur á aldrinum 10-16 ára.
Þá var Hörður dæmdur fyrir brot á umferðarlögum fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Af þriggja ára fangelsisvist dregst óslitið gæsluvarðhald síðan 9. desember 2021 frá. Það þýðir að hann hefur nú þegar afplánað tæpan helming fangelsisvistarinnar.
Þá var Hörður sviptur ökuréttindum í 3 mánuði auk þess sem honum var gert að greiða þolendum miskabætur.
Árið 2021 var Hörður handtekinn vegna samskipta sinna við fimm ólögráða stúlkur en þann 9. desember sama ár var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald sem var ítrekað framlengt vegna þess að hann taldist líklegur til að halda uppteknum hætti, yrði hann látinn laus.
Þann 29. mars árið 2022 var Hörður ákærður fyrir brot gegn níu stúlkum til viðbótar. Að auki var hann ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni.
Hörður hlaut viðurnefnið Snapchat-perrinn þegar málið komst upp á yfirborðið en hann notaði fjarskiptaforritið Snapchat til að setja sig í samband við stúlkurnar.