Fékk blóðnasir af álagi eftir að hafa séð tilboð borgarinnar Vésteinn Örn Pétursson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 8. júní 2023 15:47 Móðir drengs sem hefur átt í tíu ára lögfræðideilum við Reykjavíkurborg lítur svo á að málinu sé lokið frá hennar bæjardyrum og segist hún hlakka til að geta einbeitt sér að öðrum hlutum. Hún vonar samt að borgarlögmaður þurfi að svara fyrir það af hverju þetta mál stigmagnaðist á þennan hátt. Kona sem átt hefur í lögfræðideilu við Reykjavíkurborg í áratug vegna svokallaðs „Shaken baby“-máls segir mikinn létti að geta lokið málinu. Borgarráð samþykkti í dag samkomulag hennar við borgina um tugmilljóna króna bætur. Hún segir fyrsta tilboð borgarinnar um bætur hafa verið svívirðilegt. Hið svokallaða „Shaken baby“-mál á rætur að rekja til júní 2013, þegar foreldrar níu mánaða drengs voru sakaðir um að hafa hrist hann. Lögregla hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu, en foreldrarnir máttu þola yfirheyrslur og sonur þeirra var vistaður utan heimilis í fjóra mánuði. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferðis Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Sjá einnig: Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Í desember 2019 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur borgina til að greiða hverjum meðlim hinnar fjögurra manna fjölskyldu tvær milljónir í bætur. Landsréttur lækkaði bæturnar í eina milljón króna á mann. Það voru miskabætur, en borgarráð samþykkti á fundi í dag samkomulag móðurinnar við borgina um skaðabætur vegna örorku sem hún hlaut vegna málsins, upp á 33 og hálfa milljón, auk lögmannskostnaðar. Glímir við áfallastreituröskun og þunglyndi „Ég hlaut varanlegan skaða og er á örorku eftir þetta með áfallastreituröskun og mikið þunglyndi. Þannig þetta er í rauninni sambærilegt skaðabótum eftir slys. Þau brutu á mér, ég missti vinnufærni og þau greiða mér þessar bætur,“ segir móðir drengsins aðspurð út í hvað samkomulagið við borgina feli í sér. „Ég held að þetta sé langt yfir sársaukamörkum hjá borginni, miklu meira en þau vildu borga. En ég veit það ekki, mér finnst þetta frekar lélegt tímakaup fyrir allt það sem á undan er gengið,“ segir hún um bæturnar sem teljast nokkuð háar á íslenskan mælikvarða. Borgarráð samþykkti samkomulagið á fundi í dag. Móðirin segir málinu nú endanlega lokið af sinni hálfu, áratug eftir að það hófst. „Það tekur ofboðslega mikið á að standa í svona málaferlum og upplifa ítrekað að það sé verið að brjóta á þér og vanvirða. Það er ofboðslega mikill léttir að geta lokað þessu, gert eitthvað annað við lífið og einbeitt sér að einhverju skemmtilegu,“ segir hún. Trúði ekki hörku borgarinnar Hún gagnrýnir vinnubrögð borgarlögmanns, sem hafi gert ítrustu kröfur í málinu, jafnvel eftir að ríkið viðurkenndi bótaskyldu. „Ég vildi bara afsökunarbeiðni, bætta starfshætti og einhverjar málamyndabætur, og samdi til dæmis við ríkið um eina milljón. Þetta snerist aldrei um peninga, heldur bara það að rétt skal vera rétt. Ég trúði því eiginlega ekki hvað borgin gekk hart fram, allan þennan tíma. „Í staðinn fyrir að viðurkenna brotið og ganga frá málinu þannig ég gæti snúið mér að öðru, þá tóku við öll þessi ár af lögfræðifimleikum sem var aldrei ætlunin hjá mér.“ Sjá einnig: Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli „Þá er kannski hægt að taka það fram líka að lögfræðikostnaður minn til þessa er ellefu milljónir,“ segir hún. Hún hafi verið heppin með lögmennina hjá Rétti sem rukkuðu hana aldrei um krónu og stóðu allan tímann með henni. „Ég hefði aldrei getað staðið undir þessu, eða staðið með sjálfri mér og börnunum mínum.“ Fékk blóðnasir af álagi vegna svívirðilegs tilboðs Lokaupphæð samkomulags konunnar við borgina er 33 milljónir. Hún segist upphaflega hafa lagt fram tilboð upp á 45 milljónir sem fulltrúar borgarinnar hafi hlegið að. Þeir lögðu síðan fram móttilboð sem hún segir að hafi gefið sér blóðnasir af álagi. Hvernig var tilfinningin að fylgjast með Reykjavíkurborg gera alltaf ítrustu kröfur? „Þetta var hrikalegt,“ segir konan og bætir við að þegar sáttaumleitanir byrjuðu í mars þá hafi hún og lögfræðingar hennar lagt fram tilboð upp á 45 milljónir. Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi hlegið að því og lagt fram móttilboð upp á tuttugu milljónir með lögfræðikostnaði inniföldum. „Ég gat hins vegar ekki hlegið að því heldur fékk ég blóðnasir af álagi af því mér fannst það svo svívirðilegt. Ég held að það súmmeri þetta upp, þau eru í vinnunni í einhverjum samningaleik en þetta er allt mitt líf.“ Hlakkar til að geta hafið lífið á ný Konan lítur svo á að málinu sé lokið frá hennar bæjardyrum og segist hún hlakka til að geta einbeitt sér að öðrum hlutum. Hún vonar samt að borgarlögmaður þurfi að svara fyrir það af hverju þett mál fór á þessa leið. Er þessu þá endanlega lokið af þinni hálfu, finnst þér þú geta horft fram á veginn núna og skilið þetta eftir, eins mikið og það er hægt? „Algjörlega og mjög spennt að geta snúið mér að einhverju öðru. Það er orðið frekar leiðinlegt að hringja alltaf í mömmu með fréttir af einhverju lögfræðidrama í mínu eigin lífi þannig það verður gaman að tala um veðrið og plana eitthvað skemmtilegt.“ Hún segist vona að borgarlögmaður komi til með að þurfa að svara því af hverju þetta mál stigmagnaðist svona. Það sé mikill munur á einni milljón og 33 milljónum. „Það er ekki bara öll þessi vanlíðan sem lenti á mér heldur eru ofboðslega vafasamar ákvarðanir teknar þarna. Og skrítið að einstaklingur þurfi að ganga svona stíft á eftir stjórnsýslu. Ég er bara manneskja úti í bæ.“ Sveið tilkynning félagsráðgjafa Þegar málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2017 sendi fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd, undir merkjum Félagsráðgjafafélags Íslands, frá sér tilkynningu. Þar kom fram að mikilvægt væri að koma því á framfæri að umfjöllun um barnaverndarmál í fjölmiðlum væri ávallt einhliða umfjöllun þar sem starfsmönnum barnaverndarnefndar væri óheimilt að tjá sig um einstaka mál. Móðirin segir tilkynninguna alltaf hafa sviðið. „Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt og frekar sárt að heilt fagfélag skuli leyfa sér að gefa út yfirlýsingu sem gefur til kynna að ég sé ekki að segja satt og rétt frá. Ég hef aldrei gert neitt annað en að segja satt,“ segir móðirin og bætir við að hún hafi lagt fram gögn máli sínu til stuðnings, unnið mál sitt á tveimur dómstigum og verið dæmdar skaðabætur. „Ég myndi vilja fá afsökunarbeiðni frá félaginu. Að þau biðjist afsökunar á að hafa hlaupið á sig.“ Börn og uppeldi Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Héraðsdómur sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. 16. janúar 2020 17:01 Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Foreldrar sem voru sakaðir um að hafa hrist ungbarn sitt harkalega táruðust þegar þau unnu mál sitt gegn barnavernd Reykjavíkur í dag. 19. desember 2019 19:00 Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hið svokallaða „Shaken baby“-mál á rætur að rekja til júní 2013, þegar foreldrar níu mánaða drengs voru sakaðir um að hafa hrist hann. Lögregla hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu, en foreldrarnir máttu þola yfirheyrslur og sonur þeirra var vistaður utan heimilis í fjóra mánuði. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferðis Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Sjá einnig: Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Í desember 2019 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur borgina til að greiða hverjum meðlim hinnar fjögurra manna fjölskyldu tvær milljónir í bætur. Landsréttur lækkaði bæturnar í eina milljón króna á mann. Það voru miskabætur, en borgarráð samþykkti á fundi í dag samkomulag móðurinnar við borgina um skaðabætur vegna örorku sem hún hlaut vegna málsins, upp á 33 og hálfa milljón, auk lögmannskostnaðar. Glímir við áfallastreituröskun og þunglyndi „Ég hlaut varanlegan skaða og er á örorku eftir þetta með áfallastreituröskun og mikið þunglyndi. Þannig þetta er í rauninni sambærilegt skaðabótum eftir slys. Þau brutu á mér, ég missti vinnufærni og þau greiða mér þessar bætur,“ segir móðir drengsins aðspurð út í hvað samkomulagið við borgina feli í sér. „Ég held að þetta sé langt yfir sársaukamörkum hjá borginni, miklu meira en þau vildu borga. En ég veit það ekki, mér finnst þetta frekar lélegt tímakaup fyrir allt það sem á undan er gengið,“ segir hún um bæturnar sem teljast nokkuð háar á íslenskan mælikvarða. Borgarráð samþykkti samkomulagið á fundi í dag. Móðirin segir málinu nú endanlega lokið af sinni hálfu, áratug eftir að það hófst. „Það tekur ofboðslega mikið á að standa í svona málaferlum og upplifa ítrekað að það sé verið að brjóta á þér og vanvirða. Það er ofboðslega mikill léttir að geta lokað þessu, gert eitthvað annað við lífið og einbeitt sér að einhverju skemmtilegu,“ segir hún. Trúði ekki hörku borgarinnar Hún gagnrýnir vinnubrögð borgarlögmanns, sem hafi gert ítrustu kröfur í málinu, jafnvel eftir að ríkið viðurkenndi bótaskyldu. „Ég vildi bara afsökunarbeiðni, bætta starfshætti og einhverjar málamyndabætur, og samdi til dæmis við ríkið um eina milljón. Þetta snerist aldrei um peninga, heldur bara það að rétt skal vera rétt. Ég trúði því eiginlega ekki hvað borgin gekk hart fram, allan þennan tíma. „Í staðinn fyrir að viðurkenna brotið og ganga frá málinu þannig ég gæti snúið mér að öðru, þá tóku við öll þessi ár af lögfræðifimleikum sem var aldrei ætlunin hjá mér.“ Sjá einnig: Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli „Þá er kannski hægt að taka það fram líka að lögfræðikostnaður minn til þessa er ellefu milljónir,“ segir hún. Hún hafi verið heppin með lögmennina hjá Rétti sem rukkuðu hana aldrei um krónu og stóðu allan tímann með henni. „Ég hefði aldrei getað staðið undir þessu, eða staðið með sjálfri mér og börnunum mínum.“ Fékk blóðnasir af álagi vegna svívirðilegs tilboðs Lokaupphæð samkomulags konunnar við borgina er 33 milljónir. Hún segist upphaflega hafa lagt fram tilboð upp á 45 milljónir sem fulltrúar borgarinnar hafi hlegið að. Þeir lögðu síðan fram móttilboð sem hún segir að hafi gefið sér blóðnasir af álagi. Hvernig var tilfinningin að fylgjast með Reykjavíkurborg gera alltaf ítrustu kröfur? „Þetta var hrikalegt,“ segir konan og bætir við að þegar sáttaumleitanir byrjuðu í mars þá hafi hún og lögfræðingar hennar lagt fram tilboð upp á 45 milljónir. Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi hlegið að því og lagt fram móttilboð upp á tuttugu milljónir með lögfræðikostnaði inniföldum. „Ég gat hins vegar ekki hlegið að því heldur fékk ég blóðnasir af álagi af því mér fannst það svo svívirðilegt. Ég held að það súmmeri þetta upp, þau eru í vinnunni í einhverjum samningaleik en þetta er allt mitt líf.“ Hlakkar til að geta hafið lífið á ný Konan lítur svo á að málinu sé lokið frá hennar bæjardyrum og segist hún hlakka til að geta einbeitt sér að öðrum hlutum. Hún vonar samt að borgarlögmaður þurfi að svara fyrir það af hverju þett mál fór á þessa leið. Er þessu þá endanlega lokið af þinni hálfu, finnst þér þú geta horft fram á veginn núna og skilið þetta eftir, eins mikið og það er hægt? „Algjörlega og mjög spennt að geta snúið mér að einhverju öðru. Það er orðið frekar leiðinlegt að hringja alltaf í mömmu með fréttir af einhverju lögfræðidrama í mínu eigin lífi þannig það verður gaman að tala um veðrið og plana eitthvað skemmtilegt.“ Hún segist vona að borgarlögmaður komi til með að þurfa að svara því af hverju þetta mál stigmagnaðist svona. Það sé mikill munur á einni milljón og 33 milljónum. „Það er ekki bara öll þessi vanlíðan sem lenti á mér heldur eru ofboðslega vafasamar ákvarðanir teknar þarna. Og skrítið að einstaklingur þurfi að ganga svona stíft á eftir stjórnsýslu. Ég er bara manneskja úti í bæ.“ Sveið tilkynning félagsráðgjafa Þegar málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2017 sendi fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd, undir merkjum Félagsráðgjafafélags Íslands, frá sér tilkynningu. Þar kom fram að mikilvægt væri að koma því á framfæri að umfjöllun um barnaverndarmál í fjölmiðlum væri ávallt einhliða umfjöllun þar sem starfsmönnum barnaverndarnefndar væri óheimilt að tjá sig um einstaka mál. Móðirin segir tilkynninguna alltaf hafa sviðið. „Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt og frekar sárt að heilt fagfélag skuli leyfa sér að gefa út yfirlýsingu sem gefur til kynna að ég sé ekki að segja satt og rétt frá. Ég hef aldrei gert neitt annað en að segja satt,“ segir móðirin og bætir við að hún hafi lagt fram gögn máli sínu til stuðnings, unnið mál sitt á tveimur dómstigum og verið dæmdar skaðabætur. „Ég myndi vilja fá afsökunarbeiðni frá félaginu. Að þau biðjist afsökunar á að hafa hlaupið á sig.“
Börn og uppeldi Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Héraðsdómur sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. 16. janúar 2020 17:01 Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Foreldrar sem voru sakaðir um að hafa hrist ungbarn sitt harkalega táruðust þegar þau unnu mál sitt gegn barnavernd Reykjavíkur í dag. 19. desember 2019 19:00 Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Héraðsdómur sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. 16. janúar 2020 17:01
Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Foreldrar sem voru sakaðir um að hafa hrist ungbarn sitt harkalega táruðust þegar þau unnu mál sitt gegn barnavernd Reykjavíkur í dag. 19. desember 2019 19:00
Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26