Eitt félag í stað tveggja gæti verið „áhugaverðari fjárfestingakostur“
![Fasteignasafn Regins telur yfir 370 þúsund fermetra og er bókfært virði eigna félagsins um 175 milljarðar.](https://www.visir.is/i/E25EADCDEF38B60AB6C8D86F9883416BD01A77086D2CEDB761753E5E82E427AC_713x0.jpg)
Samruni Regins og Eikar gæti ýtt undir meiri áhuga fjárfesta á félögunum, að mati sjóðstjóra lífeyrissjóðs sem fer með stóran hlut í báðum fyrirtækjum, en markaðsvirði fasteignafélaga er langt undir upplausnarvirði þeirra. Ekki kæmi óvart ef fleiri sambærileg tíðindi myndu berast á næstu tólf mánuðum, að sögn hlutabréfagreinenda.