Undraverður bati Gísla sem afsannaði orð Magdeburg Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 16:49 Gísli Þorgeir Kristjánsson er búinn að jafna sig af meiðslum, á afar skömmum tíma. Getty/Eroll Popova Þvert á það sem að þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hafði sagt fyrir mánuði síðan er tímabilinu ekki lokið hjá landsliðsmanninum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Hann getur því verið með um Final Four helgina í Köln, þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu. Gísli er í leikmannahópi Magdeburgar sem mætir Stuttgart í dag í næstsíðasta leik sínum í þýsku 1. deildinni. Gísli fór sárþjáður af velli í leik gegn Wisla Plock 10. maí, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og á miðlum Magdeburgar var greint frá því að tímabilinu væri lokið hjá Gísla. Skoðun hefði nefnilega leitt í ljós að bein í ökkla hefði brotnað. Í dag bárust hins vegar mun betri fréttir af Gísla sem er byrjaður að æfa með Magdeburg á nýjan leik, og þurfti aðeins fjórar vikur til þess að jafna sig. Hann mun hafa notið mikillar sjúkrameðferðar í nokkrar klukkustundir á dag til að ná bata, og hefur nú fengið grænt ljós á að æfa og spila. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Meiðsli hafa leikið lið Magdeburgar grátt og er Ómar Ingi Magnússon eftir sem áður á meiðslalistanum. Ef Magdeburg vinnur í dag og gegn Wetzlar í lokaumferðinni á sunnudag á liðið veika von um að verða Þýskalandsmeistari en þarf þá að treysta á að Kiel tapi gegn Göppingen í lokaumferðinni. Magdeburg mætir svo Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 17. júní, og dæma þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson leikinn. Sigurliðið mætir svo PSG eða Kielce í úrslitaleik degi síðar, en tapliðin spila um brons. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Gísli er í leikmannahópi Magdeburgar sem mætir Stuttgart í dag í næstsíðasta leik sínum í þýsku 1. deildinni. Gísli fór sárþjáður af velli í leik gegn Wisla Plock 10. maí, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og á miðlum Magdeburgar var greint frá því að tímabilinu væri lokið hjá Gísla. Skoðun hefði nefnilega leitt í ljós að bein í ökkla hefði brotnað. Í dag bárust hins vegar mun betri fréttir af Gísla sem er byrjaður að æfa með Magdeburg á nýjan leik, og þurfti aðeins fjórar vikur til þess að jafna sig. Hann mun hafa notið mikillar sjúkrameðferðar í nokkrar klukkustundir á dag til að ná bata, og hefur nú fengið grænt ljós á að æfa og spila. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Meiðsli hafa leikið lið Magdeburgar grátt og er Ómar Ingi Magnússon eftir sem áður á meiðslalistanum. Ef Magdeburg vinnur í dag og gegn Wetzlar í lokaumferðinni á sunnudag á liðið veika von um að verða Þýskalandsmeistari en þarf þá að treysta á að Kiel tapi gegn Göppingen í lokaumferðinni. Magdeburg mætir svo Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 17. júní, og dæma þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson leikinn. Sigurliðið mætir svo PSG eða Kielce í úrslitaleik degi síðar, en tapliðin spila um brons.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira