Noel Gallagher ætlar að koma (næstum) nakinn fram ef City verða Evrópumeistarar Siggeir Ævarsson skrifar 8. júní 2023 23:31 Noel Gallagher, oft þekktur sem rólegri Gallagher-bróðirinn. Noel Gallagher ætlar að koma fram á tónleikum á nærbuxunum einum fata ef Manchester City fer með sigur af hólmi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter þann 10. júní. Noel, sem var annar af forsprökkum hinnar bresku rokksveitar Oasis og núverandi frontmaður sveitarinnar Noel Gallagher's High Flying Birds, er einn af hörðustu stuðningsmönnum Manchester City. Noel er einnig mikill aðdáandi Erling Håland en þessi mynd var tekinn af þeim félögum um daginn eftir 4-1 sigur City á Arsenal, og nú hefur Noel lofað að endurskapa myndina á tónleikum, sjálfur í hlutverki Håland. Noel Gallagher and Erling Haaland at the Etihad last night pic.twitter.com/sdwGsPRiFE— Oasis Mania (@OasisMania) April 27, 2023 Alla jafna missir Noel aldrei af úrslitaleik Meistaradeildarinnar og passar vel upp á að vera ekki bókaður í lok maí, en í ár gleymdi hann að gera ráð fyrir að dagsetningin færðist til vegna HM. „Ég er samningsbundinn um að spila á þessum tónleikum og það er í góðu lagi. Ég horfi á leikinn á bar í San Diego. Ef City vinnur og Håland skorar þrennu þá fer ég á svið á brókinni.“ - sagði Noel í samtali við vefsíðu Manchester City. Noel hefur gengið í gegnum súrt og sætt sem aðdáandi City til margra ára, en hann segir að tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar 2021 sé sennilega það sárasta sem hann hefur upplifað sem aðdáandi liðsins. „Það lá eitthvað í loftinu þennan dag. Þegar ég vaknaði um morguninn hugsaði ég hvað ég þoli ekki þegar ensk lið mætast í úrslitunum, því það er alltaf glatað að horfa á þá leiki.“ Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu á milli Manchester City og Inter, laugardaginn 10. júní, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn kl. 18:15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Noel, sem var annar af forsprökkum hinnar bresku rokksveitar Oasis og núverandi frontmaður sveitarinnar Noel Gallagher's High Flying Birds, er einn af hörðustu stuðningsmönnum Manchester City. Noel er einnig mikill aðdáandi Erling Håland en þessi mynd var tekinn af þeim félögum um daginn eftir 4-1 sigur City á Arsenal, og nú hefur Noel lofað að endurskapa myndina á tónleikum, sjálfur í hlutverki Håland. Noel Gallagher and Erling Haaland at the Etihad last night pic.twitter.com/sdwGsPRiFE— Oasis Mania (@OasisMania) April 27, 2023 Alla jafna missir Noel aldrei af úrslitaleik Meistaradeildarinnar og passar vel upp á að vera ekki bókaður í lok maí, en í ár gleymdi hann að gera ráð fyrir að dagsetningin færðist til vegna HM. „Ég er samningsbundinn um að spila á þessum tónleikum og það er í góðu lagi. Ég horfi á leikinn á bar í San Diego. Ef City vinnur og Håland skorar þrennu þá fer ég á svið á brókinni.“ - sagði Noel í samtali við vefsíðu Manchester City. Noel hefur gengið í gegnum súrt og sætt sem aðdáandi City til margra ára, en hann segir að tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar 2021 sé sennilega það sárasta sem hann hefur upplifað sem aðdáandi liðsins. „Það lá eitthvað í loftinu þennan dag. Þegar ég vaknaði um morguninn hugsaði ég hvað ég þoli ekki þegar ensk lið mætast í úrslitunum, því það er alltaf glatað að horfa á þá leiki.“ Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu á milli Manchester City og Inter, laugardaginn 10. júní, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn kl. 18:15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira