Vígslubiskupsembættið sé tilgangslaust prjál Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 21:09 Guðmundur djákni segir góða menn ekki geta bjargað vígslubiskupsembættinu frá tilgangsleysi þess. Kosning um vígslubiskup í Skálholti er hafin og eru þrír í framboði. Innan kirkjunnar er hins vegar umræða um hver tilgangurinn sé með embættinu og vilja sumir leggja það niður. Einn af þeim sem gagnrýna tilvist vígslubiskupsembættisins er Guðmundur Brynjólfsson, djákni og rithöfundur, sem skrifar beinskeytta grein í Kirkjublaðið. Segir hann embættin skorta bæði tilgang og guðfræðilegan rökstuðning. Segir hann að haustið 2022 hafi kirkjuþing samþykkt starfsreglur fyrir vígslubiskupa og þar sé fátt um fína guðfræðilega drætti. „Mest er það almennt fjas, um sjálfsögð málefni og flest veigalítil, sem maður hefur sterklega á tilfinningunni að öll mæti leysa með miklum ágætum án þess að utan um þau væru tvö vígslubiskupsembætti – með tilheyrandi kostnaði og tildri,“ segir Guðmundur. „Það er jafnvel svo að sú hugsun sæki að manni að utan á þessi embætti sé, í starfsreglunum, verið að raða verkefnum, svona eftir á, til þess að reyna nú að láta líta út fyrir að ekki séu þessi háu embætti til einskis.“ Blásið út Vígslubiskupsembættin urðu til í upphafi tuttugustu aldar, tengd við hina fornu biskupsstóla í Skálholti í Biskupstungum og á Hólum í Hjaltadal. Þó að þeir hafi framan af ekki setið á þeim og eru í dag enn þá ekki sóknarprestar á viðkomandi stöðum. Er um nokkurs konar næstráðendur innan Þjóðkirkjunnar að ræða, á eftir biskupi, sem eiga að sinna verkefnum í hans fjarveru. Líkt og biskupar eru vígslubiskupar kjörnir. Í seinni tíð hefur verksvið vígslubiskupa verið aukið, ekki öllum að skapi, og embættið gert að fullu starfi sem það var ekki áður. Meðal annars hafa þeir tilsjónarhlutverk með kristnihaldi í sínum umdæmum sínum og að stefnumörkun kirkjunnar sé framfylgt. Vísítera þeir prestaköll og söfnuði og aðgæta með helgihaldi, boðun, sálgæslu og safnaðarstarfi. Þá veita þeir úrlausn í málum sem prófastar vísa til þeirra. Tímaskekkja og andleg fátækt Guðmundur segir í grein sinni að ýmsir andans menn, sæmilegir prestar og jafn vel ágætir hafi gegnt embættum vígslubiskupa í gegnum tíðina. Guðfræðilegur styrkur þeirra hafi hins vegar ekki dugað til að móta vígslubiskupsembættið. „Auðvitað kemur ýmislegt til, hvað það varðar, en það verður ekki tíundað hér, en megin skýringin er auðvitað sú að tilgangsleysi embættanna og hátimbrað núllið í veru þeirra, tímaskekkjan og andlega fátæktin sem þau afhjúpa í dag er svo himinhrópandi að velmeinandi menn og gáfaðir gátu ekki nema rétt svo haldið sjó af viti rétt á meðan þeir sátu í embættum,“ segir Guðmundur. „Og frekja að ætlast til þess að þeir gætu mótað þau til langframa, ekki frekar en að menn geti með besta atlæti og iðkun breytt smalahundi í reiðhest.“ Skilgetið afkvæmi þjóðernishyggju Annar sem hefur lagt orð í belg er Haraldur Hreinsson, lektor við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann skrifaði einnig grein í Kirkjublaðið þar sem tilgangur vígslubiskupsembættis er dreginn í efa. Bendir hann á tengsl embættanna við þjóðernishyggju. Í upphafi síðustu aldar hafi fólki þótt það ómögulegt að þurfa að kalla til danskan biskup til að vígja þann íslenska. Haraldur bendir á sterk tengsl vígslubiskupsembættisins við þjóðernishyggju sem vegi ekki jafn þungt í dag.Keflavíkurkirkja „Vígslubiskupsembættið er þannig skilgetið afkvæmi þjóðernishyggjunnar sem var ráðandi afl í íslensku samfélagi og menningu á síðustu öld. Hún lifir enn ágætu lífi á landinu í mildri útgáfu ólíkt mörgum öðrum löndum Evrópu þar sem henni var úthýst í kjölfar síðari heimsstyrjaldar og þeirra hörmunga sem hún olli út um alla álfu,“ segir Haraldur. „Embættið er afsprengi þeirrar hugmyndar að til sé íslensk kristni sem standa þurfi vörð um með þjóðlegri vígsluröð, að kristin trúarbrögð og íslenskt þjóðerni standi hvort öðru nærri, svo nærri að biskupsvígsla framkvæmd af íslenskum biskupi sé einhvern veginn öðruvísi en vígsla sem er framkvæmd af dönskum biskupi.“ Nú sé hins vegar tíminn annar og hin þjóðlegu rök vegi ekki jafn þungt og áður. Enn fremur segir hann: „Vígslubiskupsembættið er eitt af þessum skrítnu fyrirbærum sem virðast stundum dottin niður af himni en það er þegar öllu er á botninn hvolft barn síns tíma. Það er til orðið í tilteknum sögulegum kringumstæðum og ef horft er til þeirra þjóðernislegu ástæðna sem lágu stofnun þess til grundvallar, þá virðast forsendur fyrir tilvist þess brostnar.“ Spennandi kosning Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi hófst að hádegi í gær, fimmtudaginn 7. júní, og lýkur að hádegi mánudaginn 12. júní. Sitjandi vígslubiskup, séra Kristján Björnsson, er í framboði ásamt séra Örnu Grétarsdóttur sóknarpresti á Reynivöllum í Kjós og séra Degi Fannari Magnússyni, sóknarpresti í Skálholti. Athygli vakti að Kristján hlaut aðeins 18 tilnefningar til embættisins í ár en bæði Arna og og Dagur 19. Dagur hefur sagst vilja sameina vígslubiskupsembættið og sóknarprestsembættið í Skálholti. Þjóðkirkjan Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Einn af þeim sem gagnrýna tilvist vígslubiskupsembættisins er Guðmundur Brynjólfsson, djákni og rithöfundur, sem skrifar beinskeytta grein í Kirkjublaðið. Segir hann embættin skorta bæði tilgang og guðfræðilegan rökstuðning. Segir hann að haustið 2022 hafi kirkjuþing samþykkt starfsreglur fyrir vígslubiskupa og þar sé fátt um fína guðfræðilega drætti. „Mest er það almennt fjas, um sjálfsögð málefni og flest veigalítil, sem maður hefur sterklega á tilfinningunni að öll mæti leysa með miklum ágætum án þess að utan um þau væru tvö vígslubiskupsembætti – með tilheyrandi kostnaði og tildri,“ segir Guðmundur. „Það er jafnvel svo að sú hugsun sæki að manni að utan á þessi embætti sé, í starfsreglunum, verið að raða verkefnum, svona eftir á, til þess að reyna nú að láta líta út fyrir að ekki séu þessi háu embætti til einskis.“ Blásið út Vígslubiskupsembættin urðu til í upphafi tuttugustu aldar, tengd við hina fornu biskupsstóla í Skálholti í Biskupstungum og á Hólum í Hjaltadal. Þó að þeir hafi framan af ekki setið á þeim og eru í dag enn þá ekki sóknarprestar á viðkomandi stöðum. Er um nokkurs konar næstráðendur innan Þjóðkirkjunnar að ræða, á eftir biskupi, sem eiga að sinna verkefnum í hans fjarveru. Líkt og biskupar eru vígslubiskupar kjörnir. Í seinni tíð hefur verksvið vígslubiskupa verið aukið, ekki öllum að skapi, og embættið gert að fullu starfi sem það var ekki áður. Meðal annars hafa þeir tilsjónarhlutverk með kristnihaldi í sínum umdæmum sínum og að stefnumörkun kirkjunnar sé framfylgt. Vísítera þeir prestaköll og söfnuði og aðgæta með helgihaldi, boðun, sálgæslu og safnaðarstarfi. Þá veita þeir úrlausn í málum sem prófastar vísa til þeirra. Tímaskekkja og andleg fátækt Guðmundur segir í grein sinni að ýmsir andans menn, sæmilegir prestar og jafn vel ágætir hafi gegnt embættum vígslubiskupa í gegnum tíðina. Guðfræðilegur styrkur þeirra hafi hins vegar ekki dugað til að móta vígslubiskupsembættið. „Auðvitað kemur ýmislegt til, hvað það varðar, en það verður ekki tíundað hér, en megin skýringin er auðvitað sú að tilgangsleysi embættanna og hátimbrað núllið í veru þeirra, tímaskekkjan og andlega fátæktin sem þau afhjúpa í dag er svo himinhrópandi að velmeinandi menn og gáfaðir gátu ekki nema rétt svo haldið sjó af viti rétt á meðan þeir sátu í embættum,“ segir Guðmundur. „Og frekja að ætlast til þess að þeir gætu mótað þau til langframa, ekki frekar en að menn geti með besta atlæti og iðkun breytt smalahundi í reiðhest.“ Skilgetið afkvæmi þjóðernishyggju Annar sem hefur lagt orð í belg er Haraldur Hreinsson, lektor við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann skrifaði einnig grein í Kirkjublaðið þar sem tilgangur vígslubiskupsembættis er dreginn í efa. Bendir hann á tengsl embættanna við þjóðernishyggju. Í upphafi síðustu aldar hafi fólki þótt það ómögulegt að þurfa að kalla til danskan biskup til að vígja þann íslenska. Haraldur bendir á sterk tengsl vígslubiskupsembættisins við þjóðernishyggju sem vegi ekki jafn þungt í dag.Keflavíkurkirkja „Vígslubiskupsembættið er þannig skilgetið afkvæmi þjóðernishyggjunnar sem var ráðandi afl í íslensku samfélagi og menningu á síðustu öld. Hún lifir enn ágætu lífi á landinu í mildri útgáfu ólíkt mörgum öðrum löndum Evrópu þar sem henni var úthýst í kjölfar síðari heimsstyrjaldar og þeirra hörmunga sem hún olli út um alla álfu,“ segir Haraldur. „Embættið er afsprengi þeirrar hugmyndar að til sé íslensk kristni sem standa þurfi vörð um með þjóðlegri vígsluröð, að kristin trúarbrögð og íslenskt þjóðerni standi hvort öðru nærri, svo nærri að biskupsvígsla framkvæmd af íslenskum biskupi sé einhvern veginn öðruvísi en vígsla sem er framkvæmd af dönskum biskupi.“ Nú sé hins vegar tíminn annar og hin þjóðlegu rök vegi ekki jafn þungt og áður. Enn fremur segir hann: „Vígslubiskupsembættið er eitt af þessum skrítnu fyrirbærum sem virðast stundum dottin niður af himni en það er þegar öllu er á botninn hvolft barn síns tíma. Það er til orðið í tilteknum sögulegum kringumstæðum og ef horft er til þeirra þjóðernislegu ástæðna sem lágu stofnun þess til grundvallar, þá virðast forsendur fyrir tilvist þess brostnar.“ Spennandi kosning Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi hófst að hádegi í gær, fimmtudaginn 7. júní, og lýkur að hádegi mánudaginn 12. júní. Sitjandi vígslubiskup, séra Kristján Björnsson, er í framboði ásamt séra Örnu Grétarsdóttur sóknarpresti á Reynivöllum í Kjós og séra Degi Fannari Magnússyni, sóknarpresti í Skálholti. Athygli vakti að Kristján hlaut aðeins 18 tilnefningar til embættisins í ár en bæði Arna og og Dagur 19. Dagur hefur sagst vilja sameina vígslubiskupsembættið og sóknarprestsembættið í Skálholti.
Þjóðkirkjan Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent