Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 22:17 Till Lindemann hefur misst útgáfusamning sinn við bókaútgáfuna KiWi vegna metoo mála. Getty Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. Bókaútgefandinn Kiepenheuer & Witsch, eða KiWi, sem gaf út ljóðabækur eftir Till Lindemann í áraraðir hefur slitið samningi við listamanninn. Ástæðan eru þær sögur um byrlun og tælingu sem birst hafa um hann undanfarið, meðal annars á tónleikum og í partíum Rammstein. „Frá okkar sjónarhóli hefur Till Lindemann farið yfir leyfileg mörk í samskiptum sínum við konur. Þess vegna höfum við ákveðið að slíta samstundis samstarfi okkar við Till Lindemann, þar sem samband okkar hefur rofnað með óafturkræfum hætti,“ segir í yfirlýsingu KiWi sem birtist á vef þýska ríkissjónvarpsins Deutsche Welle. Þá segir að útgáfunni hafi borist upplýsingar um „klámmyndband“ með Lindemann þar sem hann vegsami ofbeldi gegn konum og þar sem sést í bókina In Still Night sem KiWi gaf út. Útgáfan hafi ekki gefið neitt leyfi fyrir slíkri notkun á bókinni. Gróft kynferðislegt efni hefur í nokkur skipti sést í myndböndum hljómsveita Lindemann. Svo sem við Rammstein lagið Pussy og NSFW Lindemann lögin Fish On, Knebel og Platz Eins. Fékk tekíla hjá Lindemann Eins og Vísir greindi frá fyrir rúmri viku síðan steig írsk kona að nafni Shelby Lynn fram og lýsti byrlun á tónleikum Rammstein í Litháen. Hafi Lindemann skenkt henni og fleiri stúlkum, sem voru sérvaldar til að koma í eftirpartí, tekíla og eftir það hafi hún orðið mjög rugluð í höfðinu. Var hún teymd að litlu svæði undir sviðinu á miðjum tónleikum þar sem Lindemann á að hafa komið og heimtað kynlíf. Þegar það gekk ekki eftir fór hann burt en hún kastaði upp í heilan sólarhring og vaknaði með marbletti. Tugir stíga fram Í kjölfarið af sögu Lynn hafa tugir kvenna stigið fram og lýst kerfisbundinni tælingu af hálfu Lindemann og starfsliðs hans. Hefur meðal annars verið greint frá þessu í dagblaðinu Suddeutsche Zeitung. Lýsa þær hvernig þær voru valdar fyrir tónleika og beðnar um að senda af sér ljósmyndir. Sumar voru ljósmyndaðar á tónleikunum sjálfum af starfsliði Rammstein. Voru þær svo beðnar um að klæðast á ákveðinn hátt og sitja í sérstakri röð á milli áhorfenda og sviðsins á tónleikunum. En Lynn hafði einmitt lýst nákvæmlega því sama í sinni sögu sem hún birti á Reddit síðu hljómsveitarinnar. Einni konu var beinlínis sagt að hún fengi aðeins að koma í eftirpartí með sveitinni ef hún myndi stunda kynlíf með Lindemann. Öryggi fyrir framan og aftan svið Í yfirlýsingu hafnaði hljómsveitin Rammstein sögu Lynn eftir að hún birtist og sagði að þetta gæti ekki passað við „þeirra umhverfi.“ Það sama hefur nú verið gert eftir að hinar sögurnar birtust. Rammstein birtu yfirlýsinguna á samfélagsmiðlum. Þar segja þeir mikilvægt að aðdáendur séu öruggi á tónleikum sveitarinnar. „Umfjöllun síðustu daga hefur valdið titringi og vakið upp spurningar hjá almenningi og sér í lagi aðdáendum okkar. Ásakanirnar hafa slegið okkur og við tökum þær alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni. „Til okkar aðdáenda viljum við segja: Það er okkur mikilvægt að ykkur líði vel og teljið ykkur vera örugg á tónleikum hjá okkur, bæði fyrir framan og aftan sviðið. Við fordæmum allt ofbeldi og biðjum ykkur að sýna þeim sem hafa komið fram með ásakanirnar fulla virðingu. Þau hafa rétt á að segja frá sinni hlið. En við, hljómsveitin, höfum líka rétt til að vera ekki dæmd fyrir fram.“ Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Bókaútgefandinn Kiepenheuer & Witsch, eða KiWi, sem gaf út ljóðabækur eftir Till Lindemann í áraraðir hefur slitið samningi við listamanninn. Ástæðan eru þær sögur um byrlun og tælingu sem birst hafa um hann undanfarið, meðal annars á tónleikum og í partíum Rammstein. „Frá okkar sjónarhóli hefur Till Lindemann farið yfir leyfileg mörk í samskiptum sínum við konur. Þess vegna höfum við ákveðið að slíta samstundis samstarfi okkar við Till Lindemann, þar sem samband okkar hefur rofnað með óafturkræfum hætti,“ segir í yfirlýsingu KiWi sem birtist á vef þýska ríkissjónvarpsins Deutsche Welle. Þá segir að útgáfunni hafi borist upplýsingar um „klámmyndband“ með Lindemann þar sem hann vegsami ofbeldi gegn konum og þar sem sést í bókina In Still Night sem KiWi gaf út. Útgáfan hafi ekki gefið neitt leyfi fyrir slíkri notkun á bókinni. Gróft kynferðislegt efni hefur í nokkur skipti sést í myndböndum hljómsveita Lindemann. Svo sem við Rammstein lagið Pussy og NSFW Lindemann lögin Fish On, Knebel og Platz Eins. Fékk tekíla hjá Lindemann Eins og Vísir greindi frá fyrir rúmri viku síðan steig írsk kona að nafni Shelby Lynn fram og lýsti byrlun á tónleikum Rammstein í Litháen. Hafi Lindemann skenkt henni og fleiri stúlkum, sem voru sérvaldar til að koma í eftirpartí, tekíla og eftir það hafi hún orðið mjög rugluð í höfðinu. Var hún teymd að litlu svæði undir sviðinu á miðjum tónleikum þar sem Lindemann á að hafa komið og heimtað kynlíf. Þegar það gekk ekki eftir fór hann burt en hún kastaði upp í heilan sólarhring og vaknaði með marbletti. Tugir stíga fram Í kjölfarið af sögu Lynn hafa tugir kvenna stigið fram og lýst kerfisbundinni tælingu af hálfu Lindemann og starfsliðs hans. Hefur meðal annars verið greint frá þessu í dagblaðinu Suddeutsche Zeitung. Lýsa þær hvernig þær voru valdar fyrir tónleika og beðnar um að senda af sér ljósmyndir. Sumar voru ljósmyndaðar á tónleikunum sjálfum af starfsliði Rammstein. Voru þær svo beðnar um að klæðast á ákveðinn hátt og sitja í sérstakri röð á milli áhorfenda og sviðsins á tónleikunum. En Lynn hafði einmitt lýst nákvæmlega því sama í sinni sögu sem hún birti á Reddit síðu hljómsveitarinnar. Einni konu var beinlínis sagt að hún fengi aðeins að koma í eftirpartí með sveitinni ef hún myndi stunda kynlíf með Lindemann. Öryggi fyrir framan og aftan svið Í yfirlýsingu hafnaði hljómsveitin Rammstein sögu Lynn eftir að hún birtist og sagði að þetta gæti ekki passað við „þeirra umhverfi.“ Það sama hefur nú verið gert eftir að hinar sögurnar birtust. Rammstein birtu yfirlýsinguna á samfélagsmiðlum. Þar segja þeir mikilvægt að aðdáendur séu öruggi á tónleikum sveitarinnar. „Umfjöllun síðustu daga hefur valdið titringi og vakið upp spurningar hjá almenningi og sér í lagi aðdáendum okkar. Ásakanirnar hafa slegið okkur og við tökum þær alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni. „Til okkar aðdáenda viljum við segja: Það er okkur mikilvægt að ykkur líði vel og teljið ykkur vera örugg á tónleikum hjá okkur, bæði fyrir framan og aftan sviðið. Við fordæmum allt ofbeldi og biðjum ykkur að sýna þeim sem hafa komið fram með ásakanirnar fulla virðingu. Þau hafa rétt á að segja frá sinni hlið. En við, hljómsveitin, höfum líka rétt til að vera ekki dæmd fyrir fram.“
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent